Framtíðin ræðst á forsjálni Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 18. september 2021 07:31 Nú þegar kosningar nálgast óðum fjölgar gífuryrðum og stórkostlegum loforðum allra framboða. Enginn frambjóðandi er til í að styggja nokkurn mann og fer því fjálgum orðum um ýmis málefni án þess svo sem að lofa nokkru. Nú er það svo að frambjóðendur vita að það er ekki atkvæðavænt að tala um framtíðina. Það sé auðveldara að selja fólki ýmist skyndilausnir eða jánka bara því sem fyrir er. Til skamms tíma sé betra að tryggja sér sæti um borð í höllu stjórnvaldsins og biðjast afsökunar eftir á. Ekki misskilja mig, mér finnst það oft góð hugmynd. Ef ég t.d. er sannfærð um að mig bráðvanti nýja byssu eða góða sjósundskó þá er ég sannarlega tilbúin að sannfæra sjálfa mig um að ég geti beðið sjálfa mig afsökunar bara seinna. En hér erum við að tala um rekstur á heilu samfélagi sem rekið er með fjármunum okkar allra. Það er því ekkert rými fyrir afsakanir eftir á. Loforð eru loforð. Raunsæi er heldur ekki söluvænt. Oft ógnar það tilveru fólks og jafnvel heilu samfélögunum að heimurinn tekur breytingum. En heimurinn breytist og mennirnir með. Að neita að horfast í augu við það er glapræði og gæti orðið mörgum að falli. Við skulum ekki falla. Á dögunum var haldinn framboðsfundur á Egilsstöðum þar sem oddviti Pírata ákvað að brjóta upp ansi einsleit svör um öll málefni og víkja að framtíðarhugsunum. Hann gerðist svo djarfur að tala um hluti eins og kjötrækt og landeldi, uppstokkun stofnana og aðrar fantasíur. Kliður í sal og einstaka fuss minnti mig á svipaðar aðstæður úr æsku þar sem framsýnt fólk var talið hálf skrýtið. Ég man alveg hvað Eymundur í Vallanesi var hæddur í mín eyru fyrir 20 árum síðan. Enginn hæðir hann nú. Og aftur, ekki misskilja mig, Einar, téður oddviti Pírata í norðausturkjördæmi, er jú skrýtin skrúfa. Veit meira um Íslendingasögurnar en góðu hófi gegnir og nánast pervertískur áhugi hans á vegagerð og samgöngum getur ært óstöðugan. En hér kemur að kjarna málsins. Svo er mín skoðun að stærsti vandi stjórnsýslu og pólitíkur er hversu bæði frambjóðendum,og kannski líka kjósendum, er illa við að horfa langt fram. Það er enginn að segja að t.d. kjötrækt taki við á morgunn. Eða að öll göng komi á kjörtímabilinu. En það versta sem hver þjóð getur gert er að huga ekki að áskorunum og breytingum samfélagsins. Mæta þeim tilbúin og undirbúin og gera það svo að það skili sér sem best fyrir allan mannauð. Við skulum ekki falla. Það er engin lausn að þvælast á milli fólks og fyrirtækja og segja þeim að allt sé gott og engu þurfi að breyta. Til þess er ég ekki hér. Til þess eru Píratar ekki hér. Verum ekki hrædd við breytingar. Tökum fagnandi á móti þeim. Píratar vilja taka þátt í að aðlaga stjórnsýsluna að þeim og gera hana nýtilega fyrir samfélagið. Við skulum ekki falla! Höfundur er kannski alin upp við fornaldarbúskap upp í afdal en afneitar ekki þróun og breytingum. Höfundur skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Píratar Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar nálgast óðum fjölgar gífuryrðum og stórkostlegum loforðum allra framboða. Enginn frambjóðandi er til í að styggja nokkurn mann og fer því fjálgum orðum um ýmis málefni án þess svo sem að lofa nokkru. Nú er það svo að frambjóðendur vita að það er ekki atkvæðavænt að tala um framtíðina. Það sé auðveldara að selja fólki ýmist skyndilausnir eða jánka bara því sem fyrir er. Til skamms tíma sé betra að tryggja sér sæti um borð í höllu stjórnvaldsins og biðjast afsökunar eftir á. Ekki misskilja mig, mér finnst það oft góð hugmynd. Ef ég t.d. er sannfærð um að mig bráðvanti nýja byssu eða góða sjósundskó þá er ég sannarlega tilbúin að sannfæra sjálfa mig um að ég geti beðið sjálfa mig afsökunar bara seinna. En hér erum við að tala um rekstur á heilu samfélagi sem rekið er með fjármunum okkar allra. Það er því ekkert rými fyrir afsakanir eftir á. Loforð eru loforð. Raunsæi er heldur ekki söluvænt. Oft ógnar það tilveru fólks og jafnvel heilu samfélögunum að heimurinn tekur breytingum. En heimurinn breytist og mennirnir með. Að neita að horfast í augu við það er glapræði og gæti orðið mörgum að falli. Við skulum ekki falla. Á dögunum var haldinn framboðsfundur á Egilsstöðum þar sem oddviti Pírata ákvað að brjóta upp ansi einsleit svör um öll málefni og víkja að framtíðarhugsunum. Hann gerðist svo djarfur að tala um hluti eins og kjötrækt og landeldi, uppstokkun stofnana og aðrar fantasíur. Kliður í sal og einstaka fuss minnti mig á svipaðar aðstæður úr æsku þar sem framsýnt fólk var talið hálf skrýtið. Ég man alveg hvað Eymundur í Vallanesi var hæddur í mín eyru fyrir 20 árum síðan. Enginn hæðir hann nú. Og aftur, ekki misskilja mig, Einar, téður oddviti Pírata í norðausturkjördæmi, er jú skrýtin skrúfa. Veit meira um Íslendingasögurnar en góðu hófi gegnir og nánast pervertískur áhugi hans á vegagerð og samgöngum getur ært óstöðugan. En hér kemur að kjarna málsins. Svo er mín skoðun að stærsti vandi stjórnsýslu og pólitíkur er hversu bæði frambjóðendum,og kannski líka kjósendum, er illa við að horfa langt fram. Það er enginn að segja að t.d. kjötrækt taki við á morgunn. Eða að öll göng komi á kjörtímabilinu. En það versta sem hver þjóð getur gert er að huga ekki að áskorunum og breytingum samfélagsins. Mæta þeim tilbúin og undirbúin og gera það svo að það skili sér sem best fyrir allan mannauð. Við skulum ekki falla. Það er engin lausn að þvælast á milli fólks og fyrirtækja og segja þeim að allt sé gott og engu þurfi að breyta. Til þess er ég ekki hér. Til þess eru Píratar ekki hér. Verum ekki hrædd við breytingar. Tökum fagnandi á móti þeim. Píratar vilja taka þátt í að aðlaga stjórnsýsluna að þeim og gera hana nýtilega fyrir samfélagið. Við skulum ekki falla! Höfundur er kannski alin upp við fornaldarbúskap upp í afdal en afneitar ekki þróun og breytingum. Höfundur skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar