Atkvæði fatlaðs fólks eru dýrmæt Anna Lára Steindal og Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifa 16. september 2021 07:30 Þann 25. september nk. verður kosið til Alþingis á Íslandi. Þá fáum við tækifæri til að kjósa stjórnmálaflokka og einstaklinga til þess að stjórna landinu okkar, setja lög og reglur og ákveða hvaða sjónarmið og áherslur eiga að skipta mestu máli næstu fjögur árin við stjórn landsins. Allir, sem eru orðnir 18 ára, hafa kosningarétt. Það er mjög mikilvægt að nýta kosningaréttinn því hann er okkar tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig samfélagi við búum í - þau réttindi og tækifæri sem við og aðrir njóta. Daginn sem kosið er sitjum við öll við sama borð; ungir og gamlir, konur, karlar og hinsegin fólk, fatlað fólk og ófatlað. Með atkvæði þínu ertu að taka þátt í að móta framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér líst best á og telur að hafi hugmyndir að góðu samfélagi. Mætir svo á kjörstað og greiðir honum atkvæði þitt. Hvernig veit ég hvað ég ætti að kjósa? Þeir flokkar sem bjóða fram eru flestir með heimasíður og/ eða gefa út bæklinga þar sem hugmyndir þeirra og áherslur eru kynntar. Oft eru líka umræður í sjónvarpi og útvarpi þar sem fjallað er um kosningar og hvað hver flokkur telur mikilvægt að gera. Þá er líka hægt að heimsækja kosningaskrifstofur flokkanna og spjalla við talsmenn þeirra og spyrja spurninga. Kosningaréttur fatlaðs fólks er mjög dýrmætur. Við vitum að fatlað fólk mætir margvíslegum hindrunum á kjörstað, til dæmis hvað varðar aðgengi að kjörstað og að kosningaefni við hæfi og ófullnægjandi aðstoð í kjörklefanum. Þetta gerir það meðal annars að verkum að fatlað fólk er ólíklegra til að kjósa en þeir sem ekki eru fatlaðir. Það er því miður líklegt til að hafa áhrif á hversu mikil áhersla er lögð á málefni fatlaðs fólks eftir kosningar og líka hvort stjórnmálamenn öðlist mikilvægan skilning og innsýn í líf og stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu. Þess vegna hvetja Landssamtökin Þroskahjálp allt fatlað fólk sem hefur kosningarétt mjög eindregið til þess að mæta á kjörstað og nýta atkvæði sitt til þess að hafa áhrif á framtíð okkar allra. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri hjá ÞroskahjálpSunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Þann 25. september nk. verður kosið til Alþingis á Íslandi. Þá fáum við tækifæri til að kjósa stjórnmálaflokka og einstaklinga til þess að stjórna landinu okkar, setja lög og reglur og ákveða hvaða sjónarmið og áherslur eiga að skipta mestu máli næstu fjögur árin við stjórn landsins. Allir, sem eru orðnir 18 ára, hafa kosningarétt. Það er mjög mikilvægt að nýta kosningaréttinn því hann er okkar tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig samfélagi við búum í - þau réttindi og tækifæri sem við og aðrir njóta. Daginn sem kosið er sitjum við öll við sama borð; ungir og gamlir, konur, karlar og hinsegin fólk, fatlað fólk og ófatlað. Með atkvæði þínu ertu að taka þátt í að móta framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér líst best á og telur að hafi hugmyndir að góðu samfélagi. Mætir svo á kjörstað og greiðir honum atkvæði þitt. Hvernig veit ég hvað ég ætti að kjósa? Þeir flokkar sem bjóða fram eru flestir með heimasíður og/ eða gefa út bæklinga þar sem hugmyndir þeirra og áherslur eru kynntar. Oft eru líka umræður í sjónvarpi og útvarpi þar sem fjallað er um kosningar og hvað hver flokkur telur mikilvægt að gera. Þá er líka hægt að heimsækja kosningaskrifstofur flokkanna og spjalla við talsmenn þeirra og spyrja spurninga. Kosningaréttur fatlaðs fólks er mjög dýrmætur. Við vitum að fatlað fólk mætir margvíslegum hindrunum á kjörstað, til dæmis hvað varðar aðgengi að kjörstað og að kosningaefni við hæfi og ófullnægjandi aðstoð í kjörklefanum. Þetta gerir það meðal annars að verkum að fatlað fólk er ólíklegra til að kjósa en þeir sem ekki eru fatlaðir. Það er því miður líklegt til að hafa áhrif á hversu mikil áhersla er lögð á málefni fatlaðs fólks eftir kosningar og líka hvort stjórnmálamenn öðlist mikilvægan skilning og innsýn í líf og stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu. Þess vegna hvetja Landssamtökin Þroskahjálp allt fatlað fólk sem hefur kosningarétt mjög eindregið til þess að mæta á kjörstað og nýta atkvæði sitt til þess að hafa áhrif á framtíð okkar allra. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri hjá ÞroskahjálpSunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar