Stöðugleiki fyrir heimilin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2021 07:01 Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið. Pólitískur stöðugleiki er vissulega mikilvægur. Það skiptir máli að ríkisstjórnir sitji stöðugar milli reglubundinna kosninga. Ríkisstjórnin hefur staðið sig í þessu. Hún má eiga það. Það er gott. En vandinn er að forystumenn hennar telja nóg að stöðugri setu þeirra á ráðherrastólum sé ekki raskað. Í mínum huga þarf stöðugleiki að hafa miklu víðtækari skírskotun. Heimilin þarfnast stöðugleika. Og fyrirtækin þarfnast líka stöðugleika, ekki síst litlu vaxtarsprotarnir í þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Ungu fjölskyldurnar, sem eru í miðjum klíðum að koma sér þaki yfir höfuðið, þurfa einmitt núna, þegar við frambjóðendurnir erum í kosningabaráttu, að finna leiðir til að til að greiða tugi þúsunda króna í hærri vexti en þær höfðu reiknað með þegar lánið var tekið. Það er hinn kaldi veruleiki. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja við þessar fjölskyldur að þetta sé heilbrigðismerki og sýni hversu vel henni hafi tekist í glímu við efnahagslegar afleiðingar veirunnar. Á sama tíma eru fjölskyldur á öðrum Norðurlöndum og úti um alla Evrópu að greiða sömu mánaðarlegu afborganirnar af húsnæðislánum sínum. Þær búa við raunverulegan stöðugleika. Þeirra ríkisstjórnir hafa líka glímt við efnahagslegar afleiðingar farsóttarinnar. Munurinn er að þær búa við stöðugan gjaldmiðil. Og þær hafa einmitt þess vegna verið fljótari en við að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur. Til að gæta allrar sanngirni held ég að Seðlabankinn hafi stjórnað krónunni eins og best verður á kosið. En það besta sem við fáum út úr krónunni skapar ekki þann stöðugleika fyrir heimilin sem við viljum berjast fyrir. Fjölskylda á Íslandi á að geta notið sama stöðugleika og fjölskylda í Danmörku. Þegar keypt er í matinn eða fjárfest í fasteign. En það gerist ekki meðan við höfum ríkisstjórn sem lítur á tvöfalt meiri verðbólgu og tvöfalt hraðari vaxtahækkanir en annars staðar sem stöðugleika og góðan árangur. Þetta er líka spurning um réttlæti því að sumir í okkar samfélagi fá að starfa utan krónuhagkerfisins meðan almenningur situr upp með hina flöktandi krónu. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið. Pólitískur stöðugleiki er vissulega mikilvægur. Það skiptir máli að ríkisstjórnir sitji stöðugar milli reglubundinna kosninga. Ríkisstjórnin hefur staðið sig í þessu. Hún má eiga það. Það er gott. En vandinn er að forystumenn hennar telja nóg að stöðugri setu þeirra á ráðherrastólum sé ekki raskað. Í mínum huga þarf stöðugleiki að hafa miklu víðtækari skírskotun. Heimilin þarfnast stöðugleika. Og fyrirtækin þarfnast líka stöðugleika, ekki síst litlu vaxtarsprotarnir í þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Ungu fjölskyldurnar, sem eru í miðjum klíðum að koma sér þaki yfir höfuðið, þurfa einmitt núna, þegar við frambjóðendurnir erum í kosningabaráttu, að finna leiðir til að til að greiða tugi þúsunda króna í hærri vexti en þær höfðu reiknað með þegar lánið var tekið. Það er hinn kaldi veruleiki. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja við þessar fjölskyldur að þetta sé heilbrigðismerki og sýni hversu vel henni hafi tekist í glímu við efnahagslegar afleiðingar veirunnar. Á sama tíma eru fjölskyldur á öðrum Norðurlöndum og úti um alla Evrópu að greiða sömu mánaðarlegu afborganirnar af húsnæðislánum sínum. Þær búa við raunverulegan stöðugleika. Þeirra ríkisstjórnir hafa líka glímt við efnahagslegar afleiðingar farsóttarinnar. Munurinn er að þær búa við stöðugan gjaldmiðil. Og þær hafa einmitt þess vegna verið fljótari en við að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur. Til að gæta allrar sanngirni held ég að Seðlabankinn hafi stjórnað krónunni eins og best verður á kosið. En það besta sem við fáum út úr krónunni skapar ekki þann stöðugleika fyrir heimilin sem við viljum berjast fyrir. Fjölskylda á Íslandi á að geta notið sama stöðugleika og fjölskylda í Danmörku. Þegar keypt er í matinn eða fjárfest í fasteign. En það gerist ekki meðan við höfum ríkisstjórn sem lítur á tvöfalt meiri verðbólgu og tvöfalt hraðari vaxtahækkanir en annars staðar sem stöðugleika og góðan árangur. Þetta er líka spurning um réttlæti því að sumir í okkar samfélagi fá að starfa utan krónuhagkerfisins meðan almenningur situr upp með hina flöktandi krónu. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun