Handbolti

Stór­leikur Bjarka dugði ekki til á meðan Arnór Þór tryggði sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már skoraði átta í dag.
Bjarki Már skoraði átta í dag. Axel Heimken/Getty Images

Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk er Lemgo tapaði fyrir HSG Wetzlar í þýska handboltanum í dag. Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk í sigri Bergischer á Hamburg.

Bjarki Már heldur uppteknum hætti í Þýskalandi og raðaði inn mörkum í dag. Því miður dugði það ekki til er Lemgo tapaði 27-25 á útivelli gegn Wetzlar. Lemgo er með aðeins eitt stig að loknum tveimur leikjum.

Arnór Þór fór mikinn með Bergischer er liðið vann fimm marka sigur á Hamburg í dag, lokatölur 31-26. Hornamaðurinn skoraði fimm mörk og var markahæstur leikmanna Bergischer í dag. Hefur liðið nú unnið báða leiki sína til þessa á tímabilinu.

Þá skoraði Janus Daði Smárason tvö mörk í þriggja marka sigri Goppingen á N-Lubecke, lokatölur 27-24. Goppingen er einnig með tvo sigra að loknum tveimur leikjum.

Fyrr í dag skoraði Ómar Ingi Magnússon svo tvö mörk í þriggja marka sigri Magdeburg á Rhein Neckar-Löwen. Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen.


Tengdar fréttir

Ómar Ingi með tvö mörk í sigri Magdeburg

Magdeburg bar sigurorð af Rhein-Neckar Löwen í annarri umferð þýsku bundesligunnar í handbolta í dag, 25-28. Lið Magdeburg leiddi mestallan leikinn og höfðu meðal annars fjögurra marka forystu í hálfleik 11-15
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.