Á það að vera óskhyggja að geta lifað á sauðfjárbúskap? Guðný Harðardóttir skrifar 8. september 2021 23:30 Nú er árið 2021, við erum búin að ganga í gegnum heimsfaraldur sem hefur ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Vissulega erfiðir tímar og krefjandi. Erfiðari fyrir suma enn aðra og skal ekki gert lítið úr því. Þetta hefur samt sem áður kennt okkur margt. Kennt mörgum að lifa í núinu, meta landið okkar fagra og það sem er í nærumhverfinu okkar, jafnvel að meta okkar heilnæmu landbúnaðarafurðir. Stærsti lærdómurinn er þó sá að við erum alltaf háð móðir náttúru. Við hemjum hana ekki, erum alltaf háð henni og hennar duttlungum. Það vitum við bændur, vörslumenn lands og búfjár. Margir bændur, líkt og ég sjálf, hafa margra kynslóða þekkingu og reynslu af því að haga segli eftir vindum. Enn nú er komið að þolmörkum. Ég þakka á hverjum degi fyrir að vera heilsuhraust, geta tekist á við verkefnin sem bíða mín þann daginn, því þau eru ófá! Sama hvað ég vinn og vinn eru alltaf einhver verkefni sem sitja á hakanum, mála hlöðuna, slá garðinn, klippa limgerðið, reita arfann í stéttinni og svo má lengi áfram telja. Því þessi verkefni eru ekki þau sem geta hugsanlega gefið tekjur seinna, eða eru til þess að ég geti smalað lömbunum mínum af fjalli og komið þeim í sláturhús. Eða heyjað í þær kindur sem ég ætla að halda í vetur til að fá lömb næsta vor. Ég verð því að einbeita mér að þeim verkum sem vonandi gefa mér tekjur eftir rúmt ár. Margir bændur eru í annarri vinnu með sínum búrekstri. Það er erfitt að halda uppi heimili með þessum búrekstri,sem sumir vilja kenna við lífstíl eða ajafnvel hobbý. Sumir reyna að auka verðmæti afurða sinna með fullvinnslu. Ég er ein þeirra. Það er ekki auðvelt. Mjög erfitt í jaðarbyggðum þar sem flutnings- og rafmagnskostnaður er mikill og við enn háðari móður náttúru eins og sést þegar allt verður ófært, flutningabíllinn veltur eða rafmagnið fer. Tala nú ekki um aðgengi að vinnuafli. Enn allt það er efni í aðra stóra grein. Svo er það stóra báknið sem fylgir landbúnaðarkerfinu okkar. Regluverkið og eftirlitsaðilar sem eiga að þjóna okkur (okkur bændum, búfénaði og neytendum). Reglunum fjölgar með hverju árinu, hverri skýrslunni á eftir annarri á að skila, nýjum kröfum um skýrslur skýtur stöðugt upp kollinum og þessu þurfum við að bæta á yfirfulla vinnudaga okkar. Ég ætla ekki að setja mig á móti því að skila þessum skýrslum, er mjög hlynnt því og það er óhjákvæmilegt til að geta talað um gæðastýringu. Aftur á móti má kerfið ekki vera of flókið, regluverkið má ekki verða það stórt að það kosti mikið fjármagn að halda því gangandi. Þegar nýtt regluverk er smíðað ætti að fella annað út! Jafnvel taka út tvær reglugerðir þegar ný er smíðuð! Gerum það einfaldara að vera bóndi, enn sláum ekki af kröfunum. Látum fjármagnið vinna fyrir okkur enn ekki báknið að éta það upp. Höfundur skipar 6. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Landbúnaður Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er árið 2021, við erum búin að ganga í gegnum heimsfaraldur sem hefur ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Vissulega erfiðir tímar og krefjandi. Erfiðari fyrir suma enn aðra og skal ekki gert lítið úr því. Þetta hefur samt sem áður kennt okkur margt. Kennt mörgum að lifa í núinu, meta landið okkar fagra og það sem er í nærumhverfinu okkar, jafnvel að meta okkar heilnæmu landbúnaðarafurðir. Stærsti lærdómurinn er þó sá að við erum alltaf háð móðir náttúru. Við hemjum hana ekki, erum alltaf háð henni og hennar duttlungum. Það vitum við bændur, vörslumenn lands og búfjár. Margir bændur, líkt og ég sjálf, hafa margra kynslóða þekkingu og reynslu af því að haga segli eftir vindum. Enn nú er komið að þolmörkum. Ég þakka á hverjum degi fyrir að vera heilsuhraust, geta tekist á við verkefnin sem bíða mín þann daginn, því þau eru ófá! Sama hvað ég vinn og vinn eru alltaf einhver verkefni sem sitja á hakanum, mála hlöðuna, slá garðinn, klippa limgerðið, reita arfann í stéttinni og svo má lengi áfram telja. Því þessi verkefni eru ekki þau sem geta hugsanlega gefið tekjur seinna, eða eru til þess að ég geti smalað lömbunum mínum af fjalli og komið þeim í sláturhús. Eða heyjað í þær kindur sem ég ætla að halda í vetur til að fá lömb næsta vor. Ég verð því að einbeita mér að þeim verkum sem vonandi gefa mér tekjur eftir rúmt ár. Margir bændur eru í annarri vinnu með sínum búrekstri. Það er erfitt að halda uppi heimili með þessum búrekstri,sem sumir vilja kenna við lífstíl eða ajafnvel hobbý. Sumir reyna að auka verðmæti afurða sinna með fullvinnslu. Ég er ein þeirra. Það er ekki auðvelt. Mjög erfitt í jaðarbyggðum þar sem flutnings- og rafmagnskostnaður er mikill og við enn háðari móður náttúru eins og sést þegar allt verður ófært, flutningabíllinn veltur eða rafmagnið fer. Tala nú ekki um aðgengi að vinnuafli. Enn allt það er efni í aðra stóra grein. Svo er það stóra báknið sem fylgir landbúnaðarkerfinu okkar. Regluverkið og eftirlitsaðilar sem eiga að þjóna okkur (okkur bændum, búfénaði og neytendum). Reglunum fjölgar með hverju árinu, hverri skýrslunni á eftir annarri á að skila, nýjum kröfum um skýrslur skýtur stöðugt upp kollinum og þessu þurfum við að bæta á yfirfulla vinnudaga okkar. Ég ætla ekki að setja mig á móti því að skila þessum skýrslum, er mjög hlynnt því og það er óhjákvæmilegt til að geta talað um gæðastýringu. Aftur á móti má kerfið ekki vera of flókið, regluverkið má ekki verða það stórt að það kosti mikið fjármagn að halda því gangandi. Þegar nýtt regluverk er smíðað ætti að fella annað út! Jafnvel taka út tvær reglugerðir þegar ný er smíðuð! Gerum það einfaldara að vera bóndi, enn sláum ekki af kröfunum. Látum fjármagnið vinna fyrir okkur enn ekki báknið að éta það upp. Höfundur skipar 6. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar