Sjúkra- og félagsliðar, bæði mikilvæg störf Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir skrifar 6. september 2021 15:31 Í heilbrigðisþjónustu undanfarinna ára og til dagsins í dag hafa miklar og stórar breytingar átt sér stað. Komin er mikil tækni og vísindi í læknaþróun nútímans. Fyrr dóu einstaklingar úr sjúkdómum og flestir fyrirburar, sem í dag er hægt að koma í veg fyrir með tækninni og með góðri heilbrigðisþjónustu og góðu heilbrigðisstarfsfólki. Árið 2021 er heilbrigðisþjónustan mikið að dala, vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki. X – J vill endurbætur í heilbrigðiskerfinu og allri heilbrigðisþjónustu. Meta skal allt heilbrigðisstarfsfólk jafnt hvort um sé að ræða félagsliða, skjúkraliða, lækna, hjúkrunarfræðinga og annað menntað heilbrigðisstarfsfólk. Löng barátta hefur verið fyrir því að félagsliðar fái menntun sína virta og geti starfað við félagsliðastarfið hér á landi. Margir félagsliðar hafa flutt af landinu því menntun þeirra er ekki virt og sýndur áhugi. Áður fyrr þurftu einstaklingar að fara langar leiðir til að fá læknishjálp, fara þurfti langar leiðir yfir hóla og fjöll bara í þeim eina tilgangi að fá læknishjálp. Margir létust áður en komið var á áfangastað. Í dag eru samgöngur betri, einstaklingar deyja ekki vegna vondra samgangna, heldur í sumum tilfellum vegna læknamisstaka og vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, sem treystir sér ekki til að vinna á Íslandi vegna lágra launa, sorgleg staða í íslensku samfélagi. Hvernig getur einstaklingur í fátækt borgað fyrir sjúkraflutning, lyf og heilbrigðisþjónustu. X – J vill að allir geti nýtt sér heilbrigðisþjónustu, líka einstaklingar í fátækt. Leið til þess er að koma á sama kerfi og er víða erlendis. Sú leið er að hafa heilbrigðisþjónustuna á 0 kr. Fría heilbrigðsþjónustu hér á landi, einfalt. Í dag er hægt að veita læknismeðferðir í gegnum fjarbúnað en sú tækni var ekki til fyrr á öldum. Nunnur sáu um sjúkra- og félagsliðastarf en St. Jósepssystur ráku sjúkrahús á nokkrum stöðum á landinu. Núna eru það menntaðir sjúkra- og félagsliðar sem sjá um þau störf. Sjúkra- og félagsliðar eru að aðstoða lækna og hjúkrunarfræðinga eins og nunnurnar gerðu áður. Nunnur voru erlendar, komu til Íslands til að starfa við sjúkra- og líknarstöf. Breyttar aðstæður urðu til þess að starf nunnanna hætti og sjúkra- og félagsliðar hófu þeirra störf. Metum félagsliða jafnt og sjúkraliða, báðar þessar brautir eru kenndar á framhaldsskólastigi og báðar eru þær mikilvæg fyrir störf í heilbrigðisþjónustu. X – J vill heilbrigðiskerfi fyrir alla, bætt aðgengi í heilbrigðisþjónustu og meta skal alla heilbrigðisstéttir jafnt. Höfundur er félagsliði og sjúkraliðanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í heilbrigðisþjónustu undanfarinna ára og til dagsins í dag hafa miklar og stórar breytingar átt sér stað. Komin er mikil tækni og vísindi í læknaþróun nútímans. Fyrr dóu einstaklingar úr sjúkdómum og flestir fyrirburar, sem í dag er hægt að koma í veg fyrir með tækninni og með góðri heilbrigðisþjónustu og góðu heilbrigðisstarfsfólki. Árið 2021 er heilbrigðisþjónustan mikið að dala, vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki. X – J vill endurbætur í heilbrigðiskerfinu og allri heilbrigðisþjónustu. Meta skal allt heilbrigðisstarfsfólk jafnt hvort um sé að ræða félagsliða, skjúkraliða, lækna, hjúkrunarfræðinga og annað menntað heilbrigðisstarfsfólk. Löng barátta hefur verið fyrir því að félagsliðar fái menntun sína virta og geti starfað við félagsliðastarfið hér á landi. Margir félagsliðar hafa flutt af landinu því menntun þeirra er ekki virt og sýndur áhugi. Áður fyrr þurftu einstaklingar að fara langar leiðir til að fá læknishjálp, fara þurfti langar leiðir yfir hóla og fjöll bara í þeim eina tilgangi að fá læknishjálp. Margir létust áður en komið var á áfangastað. Í dag eru samgöngur betri, einstaklingar deyja ekki vegna vondra samgangna, heldur í sumum tilfellum vegna læknamisstaka og vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, sem treystir sér ekki til að vinna á Íslandi vegna lágra launa, sorgleg staða í íslensku samfélagi. Hvernig getur einstaklingur í fátækt borgað fyrir sjúkraflutning, lyf og heilbrigðisþjónustu. X – J vill að allir geti nýtt sér heilbrigðisþjónustu, líka einstaklingar í fátækt. Leið til þess er að koma á sama kerfi og er víða erlendis. Sú leið er að hafa heilbrigðisþjónustuna á 0 kr. Fría heilbrigðsþjónustu hér á landi, einfalt. Í dag er hægt að veita læknismeðferðir í gegnum fjarbúnað en sú tækni var ekki til fyrr á öldum. Nunnur sáu um sjúkra- og félagsliðastarf en St. Jósepssystur ráku sjúkrahús á nokkrum stöðum á landinu. Núna eru það menntaðir sjúkra- og félagsliðar sem sjá um þau störf. Sjúkra- og félagsliðar eru að aðstoða lækna og hjúkrunarfræðinga eins og nunnurnar gerðu áður. Nunnur voru erlendar, komu til Íslands til að starfa við sjúkra- og líknarstöf. Breyttar aðstæður urðu til þess að starf nunnanna hætti og sjúkra- og félagsliðar hófu þeirra störf. Metum félagsliða jafnt og sjúkraliða, báðar þessar brautir eru kenndar á framhaldsskólastigi og báðar eru þær mikilvæg fyrir störf í heilbrigðisþjónustu. X – J vill heilbrigðiskerfi fyrir alla, bætt aðgengi í heilbrigðisþjónustu og meta skal alla heilbrigðisstéttir jafnt. Höfundur er félagsliði og sjúkraliðanemi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar