Ólögmætur stóreignaskattur Teitur Björn Einarsson skrifar 3. september 2021 16:01 Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. Þvert á það sem Jóhann Páll heldur fram hefur Alþingi ekki mikið og rúmt svigrúm til að skattleggja hvern og einn eins og löggjafanum sýnist. Nægir í þeim efnum að líta til 40. gr og 77. gr. stjórnarskrár Íslands. Þá verður Alþingi að leggja á skatt með lögum að teknu tilliti til jafnræðisreglunnar og eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Fordæmi Hæstaréttar um þessa þýðingarmiklu stjórnskipunarreglu eru mörg. Í dómi Hæstaréttar, nr. 726/2013, var fjallað um lögmæti auðlegðarskattsins, sem vinstri stjórnin kom á tímabundið á árunum 2010 til 2012. Hæstiréttur dæmdi skattinn lögmætan á þeim forsendum að hann væri tímabundinn og líta þyrfti til þeirra aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu við fall viðskiptabankanna og tekjuhruns ríkissjóðs. Nánar tiltekið segir í forsendum dómsins um eignarréttarspurninguna: „Við úrlausn um hvort lagaákvæðin um auðlegðarskatt séu stjórnskipulega gild verður að horfa til þess við hvaða aðstæður lögin voru sett og hvert hafi verið markmið þeirra, hvers eðlis skatturinn er og hver sé upphæð hans.“ Hæstiréttur horfði þannig sérstaklega til þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu og að skatturinn væri tímabundinn. Hæstiréttur tiltekur að löggjafinn hafi rúmt svigrúm til að meta þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu. Um það er ekki deilt. En útfærsla skattsins og upphæð hans verða að rúmast innan þeirra skilyrða sem Hæstiréttur tiltekur í dómnum til að slík skattlagning standist áskilnað stjórnarskrárinnar. Jóhann Páll nefnir sérstaklega að Samfylkingin ætli að nýta svigrúm ríkissjóðs til að efna kosningaloforð sín. Augljóslega liggja þau sjónarmið ekki að baki skattlagningunni að slíkur vandi steðji að ríkissjóði að grípa verði til stóreignaskatts. Þá getur Jóhann Páll þess ekki að slíkur skattur verði tímabundinn. Það er merkilegt að flokkur eins og Samfylkinginn, sem leggur mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, skuli ekki bera meiri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá en raun ber vitni. Rétt er að minna Jóhann Pál á að ef hann nú verður kosinn á þing þá ber honum að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni. Hún er í gildi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. Þvert á það sem Jóhann Páll heldur fram hefur Alþingi ekki mikið og rúmt svigrúm til að skattleggja hvern og einn eins og löggjafanum sýnist. Nægir í þeim efnum að líta til 40. gr og 77. gr. stjórnarskrár Íslands. Þá verður Alþingi að leggja á skatt með lögum að teknu tilliti til jafnræðisreglunnar og eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Fordæmi Hæstaréttar um þessa þýðingarmiklu stjórnskipunarreglu eru mörg. Í dómi Hæstaréttar, nr. 726/2013, var fjallað um lögmæti auðlegðarskattsins, sem vinstri stjórnin kom á tímabundið á árunum 2010 til 2012. Hæstiréttur dæmdi skattinn lögmætan á þeim forsendum að hann væri tímabundinn og líta þyrfti til þeirra aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu við fall viðskiptabankanna og tekjuhruns ríkissjóðs. Nánar tiltekið segir í forsendum dómsins um eignarréttarspurninguna: „Við úrlausn um hvort lagaákvæðin um auðlegðarskatt séu stjórnskipulega gild verður að horfa til þess við hvaða aðstæður lögin voru sett og hvert hafi verið markmið þeirra, hvers eðlis skatturinn er og hver sé upphæð hans.“ Hæstiréttur horfði þannig sérstaklega til þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu og að skatturinn væri tímabundinn. Hæstiréttur tiltekur að löggjafinn hafi rúmt svigrúm til að meta þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu. Um það er ekki deilt. En útfærsla skattsins og upphæð hans verða að rúmast innan þeirra skilyrða sem Hæstiréttur tiltekur í dómnum til að slík skattlagning standist áskilnað stjórnarskrárinnar. Jóhann Páll nefnir sérstaklega að Samfylkingin ætli að nýta svigrúm ríkissjóðs til að efna kosningaloforð sín. Augljóslega liggja þau sjónarmið ekki að baki skattlagningunni að slíkur vandi steðji að ríkissjóði að grípa verði til stóreignaskatts. Þá getur Jóhann Páll þess ekki að slíkur skattur verði tímabundinn. Það er merkilegt að flokkur eins og Samfylkinginn, sem leggur mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, skuli ekki bera meiri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá en raun ber vitni. Rétt er að minna Jóhann Pál á að ef hann nú verður kosinn á þing þá ber honum að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni. Hún er í gildi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun