„Ó“fyrirmyndir Geir Gunnar Markússon skrifar 1. september 2021 12:31 Ég var með einstakling hjá mér í næringar- og heilsuráðgjöf um daginn og við vorum að ræða fyrirmyndir hans í lífinu, tengt betri heilsu. Hann sagði mér að hann hefði nú fáar fyrirmyndir en hann ætti sér því miður eina ófyrirmynd sem væri faðir hans, sem væri alvarlega veikur og með mjög skert lífsgæði vegna óheilbrigðs lífernis. Þessi einstaklingur sagðist láta áfengi alveg vera eftir að hafa séð hvernig faðir hans hefði farið með heilsu sína og líf af mikilli áfengisneyslu. Einnig passaði hann oftast ágætlega að matarskammtarnir yrðu ekki of stórir, því faðir hans borðaði mjög stóra skammta og virtist ekkert þekkja sitt magamál. Þetta er ákveðin uppgötvun fyrir mig sem er að leiðbeina fólki í átt að hollari lífsháttum og reyni að finna kraftinn í fólki til að fara að sinna sinni heilsu að alvöru. Í því samhengi er ég oft að tala um góðar fyrirmyndir en auðvitað eru líka allar hinar slæmu „ófyrirmyndirnar“ sem eru sannarlega frábær dæmi um óheilsusamlegt líf. Það er reyndar mjög sorglegt að þurfa að horfa upp á það einhver eigi sér „ófyrirmynd“ í sínu nánasta umhverfi. Í kaldhæðni má segja að þeir sem lifa mjög óheilbrigðu lífi geti „kætt“ sig við það þeir séu „ófyrirmyndir“ einhvers, svokallað, lán í óláni. Við sjáum þessar ófyrirmyndir út um allt. Má þar nefna dæmi: Þú þekkir einhvern sem drekkur ótæpilega af kaffi eða koffíndrykkjum og sefur illa, er morgunfúll, er stressaður og kvartar um orkuleysi seinnipartinn (vegna ofneyslu koffíns) – Þarna er komið góð ástæða til þess að minnka eða sleppa á koffíni til að efla svefninn, auka náttúrulega orku og andlega heilsu. Þú sérð að þegar þú ert að horfa á leikina í enska boltanum með vinunum, að mjög margir miðaldra vinir þínir eru með mikla bumbu en um leið tekur þú eftir því að flestir af þessum bumbuvinum eru mjög miklir bjórsvelgir – Ef þú vilt sleppa við bjórvömbina, vertu andstæðan við bjórsvelgina og drekktu bjór í miklu hófi. Einhver nátengdur þér er alltaf í símanum en það er eins og því meira sem þessi einstaklingur er í símanum þeim mun meiri virðist óhamingja og eirðarleysi hans/hennar vera – Takmarkaðu símanotkun, taktu t.d. upp símalausa sunnudaga til að auka hamingju þína. Nákominn frændi þinn er alltaf í megrun og í átökum með heilsuna en samt er hann alltof þungur og frekar óheilbrigður – Slepptu kúrum og átökum tengt heilsunni og tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl án átaka. Einstaklingur í vinnunni þinni á alltaf einhver sætindi og maular það mikið yfir daginn en mætir aldrei í hádegismatinn, segist ekki mega við því. En hann er samt of þungur og segist líka vera með háþrýsting – Þarna er komin ástæða til að borða reglulega og sleppa sem mest gotteríinu í vinnunni. Það er vissulega mikið alhæft hér að ofan um ástæður heilsuleysis, því heilsuleysi fólks getur verið mjög flókið og verið samspil margra þátta. En lífsstíll okkar segir svo mikið um okkar heilsu og við erum það sem við „gerum og borðum“ í langflestum tilvikum, a.m.k. tengt lífsstílssjúkdómum sem eru þeir sjúkdómar sem eru að skerða lífsgæði okkar hvað mest. Þó að „ófyrirmyndirnar“ séu ansi margar þá hvet ég alla sem lesa þennan pistil að vera frekar fyrirmynd í heilsueflingu en „ófyrirmynd“, því fórnarkostnaðurinn er ansi mikill! Höfundur er næringarfræðingur og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Heilsa Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var með einstakling hjá mér í næringar- og heilsuráðgjöf um daginn og við vorum að ræða fyrirmyndir hans í lífinu, tengt betri heilsu. Hann sagði mér að hann hefði nú fáar fyrirmyndir en hann ætti sér því miður eina ófyrirmynd sem væri faðir hans, sem væri alvarlega veikur og með mjög skert lífsgæði vegna óheilbrigðs lífernis. Þessi einstaklingur sagðist láta áfengi alveg vera eftir að hafa séð hvernig faðir hans hefði farið með heilsu sína og líf af mikilli áfengisneyslu. Einnig passaði hann oftast ágætlega að matarskammtarnir yrðu ekki of stórir, því faðir hans borðaði mjög stóra skammta og virtist ekkert þekkja sitt magamál. Þetta er ákveðin uppgötvun fyrir mig sem er að leiðbeina fólki í átt að hollari lífsháttum og reyni að finna kraftinn í fólki til að fara að sinna sinni heilsu að alvöru. Í því samhengi er ég oft að tala um góðar fyrirmyndir en auðvitað eru líka allar hinar slæmu „ófyrirmyndirnar“ sem eru sannarlega frábær dæmi um óheilsusamlegt líf. Það er reyndar mjög sorglegt að þurfa að horfa upp á það einhver eigi sér „ófyrirmynd“ í sínu nánasta umhverfi. Í kaldhæðni má segja að þeir sem lifa mjög óheilbrigðu lífi geti „kætt“ sig við það þeir séu „ófyrirmyndir“ einhvers, svokallað, lán í óláni. Við sjáum þessar ófyrirmyndir út um allt. Má þar nefna dæmi: Þú þekkir einhvern sem drekkur ótæpilega af kaffi eða koffíndrykkjum og sefur illa, er morgunfúll, er stressaður og kvartar um orkuleysi seinnipartinn (vegna ofneyslu koffíns) – Þarna er komið góð ástæða til þess að minnka eða sleppa á koffíni til að efla svefninn, auka náttúrulega orku og andlega heilsu. Þú sérð að þegar þú ert að horfa á leikina í enska boltanum með vinunum, að mjög margir miðaldra vinir þínir eru með mikla bumbu en um leið tekur þú eftir því að flestir af þessum bumbuvinum eru mjög miklir bjórsvelgir – Ef þú vilt sleppa við bjórvömbina, vertu andstæðan við bjórsvelgina og drekktu bjór í miklu hófi. Einhver nátengdur þér er alltaf í símanum en það er eins og því meira sem þessi einstaklingur er í símanum þeim mun meiri virðist óhamingja og eirðarleysi hans/hennar vera – Takmarkaðu símanotkun, taktu t.d. upp símalausa sunnudaga til að auka hamingju þína. Nákominn frændi þinn er alltaf í megrun og í átökum með heilsuna en samt er hann alltof þungur og frekar óheilbrigður – Slepptu kúrum og átökum tengt heilsunni og tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl án átaka. Einstaklingur í vinnunni þinni á alltaf einhver sætindi og maular það mikið yfir daginn en mætir aldrei í hádegismatinn, segist ekki mega við því. En hann er samt of þungur og segist líka vera með háþrýsting – Þarna er komin ástæða til að borða reglulega og sleppa sem mest gotteríinu í vinnunni. Það er vissulega mikið alhæft hér að ofan um ástæður heilsuleysis, því heilsuleysi fólks getur verið mjög flókið og verið samspil margra þátta. En lífsstíll okkar segir svo mikið um okkar heilsu og við erum það sem við „gerum og borðum“ í langflestum tilvikum, a.m.k. tengt lífsstílssjúkdómum sem eru þeir sjúkdómar sem eru að skerða lífsgæði okkar hvað mest. Þó að „ófyrirmyndirnar“ séu ansi margar þá hvet ég alla sem lesa þennan pistil að vera frekar fyrirmynd í heilsueflingu en „ófyrirmynd“, því fórnarkostnaðurinn er ansi mikill! Höfundur er næringarfræðingur og fyrirlesari.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun