Sport

Róbert Ísak stór­bætti Ís­lands­metið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Róbert Ísak stingur sér til sunds.
Róbert Ísak stingur sér til sunds. ÍF

Róbert Ísak Jónsson endaði í 6. sæti í 200 metra fjórsundi í flokki S 14 á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Synti hann á nýju Íslandsmeti.

Róbert Ísak synti á 2:12,89 mínútum í dag og stórbætti þar með eigið Íslandsmet í greininni. Fyrir átti hann best 2:14,16 og bætti Róbert Ísak því metið töluvert.

Í undanrásunum synti Róbert Ísak á 2:15,37 mínútum og bætti því þann tíma um næstum tvær og hálfa sekúndu.

Var þetta síðasta sund Róberts Ísak á Ólympíumótinu í Tókýó. Alls tók hann þátt í þremur greinum á mótinu. Hann endaði í sjötta sæti í 100 metra flugsundi, tíunda sæti í 100 metra bringusundi og nú sjötta sæti í 200 metra fjórsundi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.