Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. september 2021 08:01 Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi. Kvótakerfið er heimild útgerða til að veiða ákveðinn hluta leyfilegs afla og veiðigjaldið er árgjaldið sem greitt er, enda eðlilegt að greitt sé fyrir aðgang að takmarkaðri náttúruauðlind. Þessu er oft hrært saman. Kvótakerfið hefur sannað gildi sitt, greinin er gífurlega ábatasöm og sjálfbærni fiskistofna er staðreynd. Okkur hefur ekki tekist eins vel til við að semja um sanngjarna skiptingu ábatans á milli eigenda og kvótahafa. Markmið laga um veiðigjald eru að gjaldið skuli standa undir kostnaði ríkisins og tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í afkomu þeirra sem fá að nýta sjávarauðlind Íslendinga. Í lögunum segir: „Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Veiðigjaldið byggir því á tveimur stoðum, útlögðum kostnaði ríkisins annars vegar og sanngjarnri hlutdeild hins vegar. Það er varla í anda þessa markmiðs að reikna veiðigjaldið einvörðungu sem ákveðið hlutfall af aflaverðmæti útgerðarinnar. Kostnaður ríkisins við að halda utan um kerfið ræðst af öðrum þáttum en aflaverðmæti. Hluta veiðigjaldsins ætti því að miða út frá kostnaði ríkisins við að halda úti eftirliti, öryggi, rannsóknum og alls þess sem til fellur en ágóðahluti þjóðarinnar má vera tengdur aflaverðmæti hvers árs. Stór meirihluti þjóðarinnar vill sanngjarnari skiptingu þess auðs sem sjávarútvegurinn skapar. Nýleg könnun sýnir að 77 prósent þjóðarinnar vilji að greitt sé markaðsgjald fyrir aflaheimildir. Það er því undarlegt að útgerðin vilji ekki leggja sitt af mörkum til að vinna að sameiginlegri sátt um sjávarútveginn. Hættan er alltaf fyrir hendi að gremja landsmanna aukist um of og upp komi sú staða að kvótakerfið verði endurskipulagt út frá heift í stað skynsemi. Þá er voðinn vís bæði fyrir útgerð og þjóð. Hugmyndir Viðreisnar eru hófsamar og til þess fallnar að skapa langþráða sátt um þessa höfuðatvinnugrein landsins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Skoðun Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi. Kvótakerfið er heimild útgerða til að veiða ákveðinn hluta leyfilegs afla og veiðigjaldið er árgjaldið sem greitt er, enda eðlilegt að greitt sé fyrir aðgang að takmarkaðri náttúruauðlind. Þessu er oft hrært saman. Kvótakerfið hefur sannað gildi sitt, greinin er gífurlega ábatasöm og sjálfbærni fiskistofna er staðreynd. Okkur hefur ekki tekist eins vel til við að semja um sanngjarna skiptingu ábatans á milli eigenda og kvótahafa. Markmið laga um veiðigjald eru að gjaldið skuli standa undir kostnaði ríkisins og tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í afkomu þeirra sem fá að nýta sjávarauðlind Íslendinga. Í lögunum segir: „Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Veiðigjaldið byggir því á tveimur stoðum, útlögðum kostnaði ríkisins annars vegar og sanngjarnri hlutdeild hins vegar. Það er varla í anda þessa markmiðs að reikna veiðigjaldið einvörðungu sem ákveðið hlutfall af aflaverðmæti útgerðarinnar. Kostnaður ríkisins við að halda utan um kerfið ræðst af öðrum þáttum en aflaverðmæti. Hluta veiðigjaldsins ætti því að miða út frá kostnaði ríkisins við að halda úti eftirliti, öryggi, rannsóknum og alls þess sem til fellur en ágóðahluti þjóðarinnar má vera tengdur aflaverðmæti hvers árs. Stór meirihluti þjóðarinnar vill sanngjarnari skiptingu þess auðs sem sjávarútvegurinn skapar. Nýleg könnun sýnir að 77 prósent þjóðarinnar vilji að greitt sé markaðsgjald fyrir aflaheimildir. Það er því undarlegt að útgerðin vilji ekki leggja sitt af mörkum til að vinna að sameiginlegri sátt um sjávarútveginn. Hættan er alltaf fyrir hendi að gremja landsmanna aukist um of og upp komi sú staða að kvótakerfið verði endurskipulagt út frá heift í stað skynsemi. Þá er voðinn vís bæði fyrir útgerð og þjóð. Hugmyndir Viðreisnar eru hófsamar og til þess fallnar að skapa langþráða sátt um þessa höfuðatvinnugrein landsins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun