Sport

Róbert Ísak í úr­slit í 200 metra fjór­sundi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Róbert Ísak synti inn í úrslitin í 200 metra fjórsundi í nótt.
Róbert Ísak synti inn í úrslitin í 200 metra fjórsundi í nótt. ÍF/JBÓ

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson synti í undanrásum 200 metra fjórsunds í morgun. Þar er synt 50 metra skriðsund, 50 metra bringusund, 50 metra baksund og 50 metra flugsund.

Róbert Ísak kom annar í mark í sínum undanriðli á 2:15,37 mínútum. Eftir að hans riðill kláraðist fóru tveir undanriðlar til viðbótar fram og þurfti hann því að bíða eftir að þeir kláruðust til að vita hvort hann væri kominn í úrslit.

Fór það svo að Róbert Ísak synti á sjöunda besta tímanum í heildina og er því kominn í úrslit. Úrslitasundið hefst klukkan 08.34 að íslenskum tíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.