SELMA, sérhæft öldrunarteymi í heimaþjónustu Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2021 14:00 Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans. Samstarf Heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur verið afar farsælt síðustu ár. Samningur um samþætta heimahjúkrun og félagslegra heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og betri þjónustu. Með stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar, SELMU, bætum við þjónustu við aldraða í heimahúsum enn frekar. Stofnun teymisins á uppruna sinn í þungu ástandi á Landspítala. Heilbrigðisráðuneytið fól Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að stofna og sjá um rekstur teymisins og nú stendur til að útvíkka starfsemi þess í samningi við Sjúkratryggingar Íslands, til að ná yfir allt höfuðborgarsvæðið og vera starfrækt um helgar. Þjónusta SELMU miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka þannig gæði þjónustunnar. Starfssemin er tvíþætt og felst í vitjunum hjúkrunarfræðinga og lækna í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Alls fengu 92 einstaklingar þjónustu teymisins á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 og komið var í veg fyrir ferð á bráðamóttöku fyrir alls 75 einstaklinga á tímabilinu. Auk vitjana og símaráðgjafar hefur SELMA leitt að borðinu ólíka meðferðaraðila úr öllu félags- og heilbrigðiskerfinu til finna farsæla lausn á flóknum málum. Hingað til hefur verið mikil vöntun á slíkri samhæfingu milli kerfa, og ljóst að SELMA gegnir þar lykilhlutverki. Niðurstöður könnunar meðal hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sýna fram á mikla gagnsemi SELMU, en tæp 90% hjúkrunarfræðinga töldu aðgengið að þjónustunni gott og rúm 80% töldu þjónustuna nýtast í að leysa þung og flókin mál innan heimahjúkrunar. Starfsemi sérhæfðs öldrunartreymis miðar að því að auka lífsgæði fólks sem fær þjónustu heim, styrkja innviði heimahjúkrunar og auka samstarf aðila innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ljóst er að um mikilvægt samstarfsverkefni ríkis og borgar er að ræða sem mikilvægt er að efla enn frekar til framtíðar með áherslu á þverfaglegt samstarf og frekari samþættingu þjónustu. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, með fleiri sérhæfðum teymum til að sinna eldra fólki í heimahúsum. Mikilvægt er að hugmyndir um heilabilunarteymi og teymi til að sinna einstaklingum með fjölþættan vanda verði sem fyrst að veruleika. Leggja þarf áframhaldandi áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Með því sköpum við aldursvænt samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans. Samstarf Heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur verið afar farsælt síðustu ár. Samningur um samþætta heimahjúkrun og félagslegra heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og betri þjónustu. Með stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar, SELMU, bætum við þjónustu við aldraða í heimahúsum enn frekar. Stofnun teymisins á uppruna sinn í þungu ástandi á Landspítala. Heilbrigðisráðuneytið fól Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að stofna og sjá um rekstur teymisins og nú stendur til að útvíkka starfsemi þess í samningi við Sjúkratryggingar Íslands, til að ná yfir allt höfuðborgarsvæðið og vera starfrækt um helgar. Þjónusta SELMU miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka þannig gæði þjónustunnar. Starfssemin er tvíþætt og felst í vitjunum hjúkrunarfræðinga og lækna í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Alls fengu 92 einstaklingar þjónustu teymisins á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 og komið var í veg fyrir ferð á bráðamóttöku fyrir alls 75 einstaklinga á tímabilinu. Auk vitjana og símaráðgjafar hefur SELMA leitt að borðinu ólíka meðferðaraðila úr öllu félags- og heilbrigðiskerfinu til finna farsæla lausn á flóknum málum. Hingað til hefur verið mikil vöntun á slíkri samhæfingu milli kerfa, og ljóst að SELMA gegnir þar lykilhlutverki. Niðurstöður könnunar meðal hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sýna fram á mikla gagnsemi SELMU, en tæp 90% hjúkrunarfræðinga töldu aðgengið að þjónustunni gott og rúm 80% töldu þjónustuna nýtast í að leysa þung og flókin mál innan heimahjúkrunar. Starfsemi sérhæfðs öldrunartreymis miðar að því að auka lífsgæði fólks sem fær þjónustu heim, styrkja innviði heimahjúkrunar og auka samstarf aðila innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ljóst er að um mikilvægt samstarfsverkefni ríkis og borgar er að ræða sem mikilvægt er að efla enn frekar til framtíðar með áherslu á þverfaglegt samstarf og frekari samþættingu þjónustu. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, með fleiri sérhæfðum teymum til að sinna eldra fólki í heimahúsum. Mikilvægt er að hugmyndir um heilabilunarteymi og teymi til að sinna einstaklingum með fjölþættan vanda verði sem fyrst að veruleika. Leggja þarf áframhaldandi áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Með því sköpum við aldursvænt samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun