SELMA, sérhæft öldrunarteymi í heimaþjónustu Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2021 14:00 Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans. Samstarf Heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur verið afar farsælt síðustu ár. Samningur um samþætta heimahjúkrun og félagslegra heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og betri þjónustu. Með stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar, SELMU, bætum við þjónustu við aldraða í heimahúsum enn frekar. Stofnun teymisins á uppruna sinn í þungu ástandi á Landspítala. Heilbrigðisráðuneytið fól Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að stofna og sjá um rekstur teymisins og nú stendur til að útvíkka starfsemi þess í samningi við Sjúkratryggingar Íslands, til að ná yfir allt höfuðborgarsvæðið og vera starfrækt um helgar. Þjónusta SELMU miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka þannig gæði þjónustunnar. Starfssemin er tvíþætt og felst í vitjunum hjúkrunarfræðinga og lækna í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Alls fengu 92 einstaklingar þjónustu teymisins á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 og komið var í veg fyrir ferð á bráðamóttöku fyrir alls 75 einstaklinga á tímabilinu. Auk vitjana og símaráðgjafar hefur SELMA leitt að borðinu ólíka meðferðaraðila úr öllu félags- og heilbrigðiskerfinu til finna farsæla lausn á flóknum málum. Hingað til hefur verið mikil vöntun á slíkri samhæfingu milli kerfa, og ljóst að SELMA gegnir þar lykilhlutverki. Niðurstöður könnunar meðal hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sýna fram á mikla gagnsemi SELMU, en tæp 90% hjúkrunarfræðinga töldu aðgengið að þjónustunni gott og rúm 80% töldu þjónustuna nýtast í að leysa þung og flókin mál innan heimahjúkrunar. Starfsemi sérhæfðs öldrunartreymis miðar að því að auka lífsgæði fólks sem fær þjónustu heim, styrkja innviði heimahjúkrunar og auka samstarf aðila innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ljóst er að um mikilvægt samstarfsverkefni ríkis og borgar er að ræða sem mikilvægt er að efla enn frekar til framtíðar með áherslu á þverfaglegt samstarf og frekari samþættingu þjónustu. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, með fleiri sérhæfðum teymum til að sinna eldra fólki í heimahúsum. Mikilvægt er að hugmyndir um heilabilunarteymi og teymi til að sinna einstaklingum með fjölþættan vanda verði sem fyrst að veruleika. Leggja þarf áframhaldandi áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Með því sköpum við aldursvænt samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans. Samstarf Heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur verið afar farsælt síðustu ár. Samningur um samþætta heimahjúkrun og félagslegra heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og betri þjónustu. Með stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar, SELMU, bætum við þjónustu við aldraða í heimahúsum enn frekar. Stofnun teymisins á uppruna sinn í þungu ástandi á Landspítala. Heilbrigðisráðuneytið fól Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að stofna og sjá um rekstur teymisins og nú stendur til að útvíkka starfsemi þess í samningi við Sjúkratryggingar Íslands, til að ná yfir allt höfuðborgarsvæðið og vera starfrækt um helgar. Þjónusta SELMU miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka þannig gæði þjónustunnar. Starfssemin er tvíþætt og felst í vitjunum hjúkrunarfræðinga og lækna í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Alls fengu 92 einstaklingar þjónustu teymisins á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 og komið var í veg fyrir ferð á bráðamóttöku fyrir alls 75 einstaklinga á tímabilinu. Auk vitjana og símaráðgjafar hefur SELMA leitt að borðinu ólíka meðferðaraðila úr öllu félags- og heilbrigðiskerfinu til finna farsæla lausn á flóknum málum. Hingað til hefur verið mikil vöntun á slíkri samhæfingu milli kerfa, og ljóst að SELMA gegnir þar lykilhlutverki. Niðurstöður könnunar meðal hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sýna fram á mikla gagnsemi SELMU, en tæp 90% hjúkrunarfræðinga töldu aðgengið að þjónustunni gott og rúm 80% töldu þjónustuna nýtast í að leysa þung og flókin mál innan heimahjúkrunar. Starfsemi sérhæfðs öldrunartreymis miðar að því að auka lífsgæði fólks sem fær þjónustu heim, styrkja innviði heimahjúkrunar og auka samstarf aðila innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ljóst er að um mikilvægt samstarfsverkefni ríkis og borgar er að ræða sem mikilvægt er að efla enn frekar til framtíðar með áherslu á þverfaglegt samstarf og frekari samþættingu þjónustu. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, með fleiri sérhæfðum teymum til að sinna eldra fólki í heimahúsum. Mikilvægt er að hugmyndir um heilabilunarteymi og teymi til að sinna einstaklingum með fjölþættan vanda verði sem fyrst að veruleika. Leggja þarf áframhaldandi áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Með því sköpum við aldursvænt samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun