Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 09:45 Valsmenn vonast til að geta mætt Porec frá Króatíu í 1. umferð Evrópudeildarinnar um þarnæstu helgi. vísir/Hulda Margrét Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. Frá þessu greinir handbolti.is. Leikmannahópur Vals er kominn í sóttkví en eftir hádegi kemur í ljós hvort fleiri séu smitaðir. Valsmenn áttu að ferðast til Króatíu á morgun en ljóst er að ekkert verður af því. Ekki er þó loku fyrir það skotið að leikirnir gegn Porec fari fram um þarnæstu helgi. „Það eru allavega þrír smitaðir hjá okkur. Það eitt og sér er nógu alvarlegt en núna bíðum við bara eftir niðurstöðu frá restinni af liðinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta atvikaðist þannig að einn greindist á sunnudaginn. Í kjölfarið fóru fleiri í próf í gærmorgun og restin af liðinu fór í skimun í gærkvöldi og við bíðum eftir þeim niðurstöðum. Það er ekki útilokað að fleiri í liðinu séu smitaðir. Auðvitað er þetta leiðinlegt en fyrst og fremst fyrir þá sem eru smitaðir.“ Valur átti að mæta Porec ytra á föstudaginn og laugardaginn í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Valsmenn seldu heimaleikinn og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferðinni fara fram. „Við bíðum eftir upplýsingum frá rakningarteyminu en ég reikna með að við séum enn í sóttkví. Við þurfum bara að bíða aðeins og sjá og vona að fleiri séu ekki smitaðir. Þá getum við hugsanlega frestað leikjunum fram í næstu viku,“ sagði Snorri. „Við höfum verið í sambandi við EHF, Handknattleikssamband Evrópu, og HSÍ hefur verið okkar innan handar hvað þetta varðar. Auðvitað kom þetta bara upp í gær með þessa sem bættust við og þá varð þetta alvarlegra. En þetta er bara fyrri helgin af tveimur sem þessi umferð átti að fara fram og við ætluðum að spila báða leikina úti. Fljótt á litið, ef það eru ekki fleiri smitaðir, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fara út í næstu viku og spila þá. Við erum ekki hættir í Evrópukeppninni, allavega ekki ennþá.“ Olís-deild karla Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Frá þessu greinir handbolti.is. Leikmannahópur Vals er kominn í sóttkví en eftir hádegi kemur í ljós hvort fleiri séu smitaðir. Valsmenn áttu að ferðast til Króatíu á morgun en ljóst er að ekkert verður af því. Ekki er þó loku fyrir það skotið að leikirnir gegn Porec fari fram um þarnæstu helgi. „Það eru allavega þrír smitaðir hjá okkur. Það eitt og sér er nógu alvarlegt en núna bíðum við bara eftir niðurstöðu frá restinni af liðinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta atvikaðist þannig að einn greindist á sunnudaginn. Í kjölfarið fóru fleiri í próf í gærmorgun og restin af liðinu fór í skimun í gærkvöldi og við bíðum eftir þeim niðurstöðum. Það er ekki útilokað að fleiri í liðinu séu smitaðir. Auðvitað er þetta leiðinlegt en fyrst og fremst fyrir þá sem eru smitaðir.“ Valur átti að mæta Porec ytra á föstudaginn og laugardaginn í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Valsmenn seldu heimaleikinn og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferðinni fara fram. „Við bíðum eftir upplýsingum frá rakningarteyminu en ég reikna með að við séum enn í sóttkví. Við þurfum bara að bíða aðeins og sjá og vona að fleiri séu ekki smitaðir. Þá getum við hugsanlega frestað leikjunum fram í næstu viku,“ sagði Snorri. „Við höfum verið í sambandi við EHF, Handknattleikssamband Evrópu, og HSÍ hefur verið okkar innan handar hvað þetta varðar. Auðvitað kom þetta bara upp í gær með þessa sem bættust við og þá varð þetta alvarlegra. En þetta er bara fyrri helgin af tveimur sem þessi umferð átti að fara fram og við ætluðum að spila báða leikina úti. Fljótt á litið, ef það eru ekki fleiri smitaðir, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fara út í næstu viku og spila þá. Við erum ekki hættir í Evrópukeppninni, allavega ekki ennþá.“
Olís-deild karla Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira