Allt of fáir að leita sér hjálpar vegna þunglyndis Fanney Björk Guðmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 08:00 Að vakna á morgnanna, klæða sig í föt og halda af stað til vinnu eða skóla er eitthvað sem flestir gera án þess að hugsa frekar út í. Einungis partur af rútínunni sem gerir lífið að því sem það er. En margir þarna úti, fleiri en gert er grein fyrir, eiga alls ekki auðvelt með að fylgja þessari rútínu. Að þurfa að mæta í vinnunna, jafnvel að standa upp úr rúminu, er mörgum um megn. Einstaklingar mæta til vinnu, með bros á vör og heilsa vinnufélögum, en það sem enginn veit er að þetta bros er gríma, gríma sem sett er upp til að fela djöfla sálarinnar og dökku skýin sem fljóta yfir þeim allan daginn. Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur haft gríðarleg áhrif á hversdagslegt líf fólks. Einstaklingar geta misst áhuga á hlutum sem þeim þóttu skemmtilegir, hætt að hitta fólkið sem þeim þykir vænt um og lokað sig af frá umheiminum. En eins og við erum mörg þá geta einkennin verið margvísleg og því erfitt að sjá hvort einstaklingur þjáist af þunglyndi eða ekki. Þeir sem þjást af þunglyndi eiga oft erfitt með að tala um það við þá sem eru þeim hvað nánastir. Margir telja sig líklega geta gengið í gegnum þetta sjálfir og vilja ekki íþyngja öðrum með ,,smávægilegum’’ vandamálum. Margir skammast sín fyrir að finna fyrir vanlíðan og hugsa ,,það eru svo margir þarna úti sem hafa það verr en ég.’’ Því einstaklingur getur haft allt sem hægt er að hugsa sér. Góða fjölskyldu og vini, líkamlega heilsu, vinnu og möguleika á að mennta sig, en andlega heilsan getur þrátt fyrir það verið í molum. Oft á tíðum án þess að hafa hugmynd um af hverju, þá líður fólki illa. Ef ekkert er gert í því getur ástandið versnað og líðan fólks orðið verri. Í stað þess að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi eru því miður of margir sem fara aðrar leiðir til að bæla niður sársaukann, þar á meðal að stunda sjálfsskaða. Sársaukinn sem hvílir á sálinni er orðinn það mikill að fólk skaðar sjálft sig fyrir 30 sekúndna létti á sálina. Aðrir leiðast oft út í áfengisdrykkju og notkun vímuefna. Rétt eins og krabbamein og aðrir líkamlegir sjúkdómar geta drepið einstakling, þá getur þunglyndi gert það líka. Hvort sem það er af völdum þeirra leiða sem fólk fer til að bæla sársaukann niður, eða að sársaukinn var orðinn það mikill að einstaklingur sá enga aðra leið en að yfirgefa þetta líf. Síðastliðin ár hefur umræðan um mikilvægi andlegrar heilsu sem betur fer aukist til muna. Auðvelt er að fá þá hjálp sem þörf er á, hvort sem um lyf er að ræða eða faglega hjálp hjá sálfræðingi. Af hverju eru þá ennþá svo margir sem sleppa því? Er það skömm, eða er það eitthvað allt annað? Ungt fólk sem glímir við þunglyndi er margt í skóla og örlítilli vinnu með til að fá inn smá laun. Eldra fólk á margt fjölskyldur og er að reka heimili og því fer sá hluti launanna sem eftir er, eftir alla reikninga sem hafa verið greiddir, í það að lifa. Kaupa inn mat á heimilið, bensín á bílinn og fleira. Því er ekki forgangsatriði að finna sér sálfræðing sem kostar 18.000 krónur á klukkutímann. Örfáir einstaklingar hafa tök á því að mæta í vikulega tíma, klukkutíma í senn og borga þar af leiðandi auka 72.000 krónur á mánuði. Er ekki kominn tími á að taka í gildi niðurgreiðsu sálfræði- og geðhjálpar? Hvert líf skiptir máli, og það myndi bjarga lífum ef allir gætu fengið þá hjálp sem þeir þurfa. Ég skora því á stjórnvöld að bíða ekki lengur og taka þetta í gildi strax. Bæði til að bjarga lífum og auka vellíðan fólks í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Að vakna á morgnanna, klæða sig í föt og halda af stað til vinnu eða skóla er eitthvað sem flestir gera án þess að hugsa frekar út í. Einungis partur af rútínunni sem gerir lífið að því sem það er. En margir þarna úti, fleiri en gert er grein fyrir, eiga alls ekki auðvelt með að fylgja þessari rútínu. Að þurfa að mæta í vinnunna, jafnvel að standa upp úr rúminu, er mörgum um megn. Einstaklingar mæta til vinnu, með bros á vör og heilsa vinnufélögum, en það sem enginn veit er að þetta bros er gríma, gríma sem sett er upp til að fela djöfla sálarinnar og dökku skýin sem fljóta yfir þeim allan daginn. Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur haft gríðarleg áhrif á hversdagslegt líf fólks. Einstaklingar geta misst áhuga á hlutum sem þeim þóttu skemmtilegir, hætt að hitta fólkið sem þeim þykir vænt um og lokað sig af frá umheiminum. En eins og við erum mörg þá geta einkennin verið margvísleg og því erfitt að sjá hvort einstaklingur þjáist af þunglyndi eða ekki. Þeir sem þjást af þunglyndi eiga oft erfitt með að tala um það við þá sem eru þeim hvað nánastir. Margir telja sig líklega geta gengið í gegnum þetta sjálfir og vilja ekki íþyngja öðrum með ,,smávægilegum’’ vandamálum. Margir skammast sín fyrir að finna fyrir vanlíðan og hugsa ,,það eru svo margir þarna úti sem hafa það verr en ég.’’ Því einstaklingur getur haft allt sem hægt er að hugsa sér. Góða fjölskyldu og vini, líkamlega heilsu, vinnu og möguleika á að mennta sig, en andlega heilsan getur þrátt fyrir það verið í molum. Oft á tíðum án þess að hafa hugmynd um af hverju, þá líður fólki illa. Ef ekkert er gert í því getur ástandið versnað og líðan fólks orðið verri. Í stað þess að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi eru því miður of margir sem fara aðrar leiðir til að bæla niður sársaukann, þar á meðal að stunda sjálfsskaða. Sársaukinn sem hvílir á sálinni er orðinn það mikill að fólk skaðar sjálft sig fyrir 30 sekúndna létti á sálina. Aðrir leiðast oft út í áfengisdrykkju og notkun vímuefna. Rétt eins og krabbamein og aðrir líkamlegir sjúkdómar geta drepið einstakling, þá getur þunglyndi gert það líka. Hvort sem það er af völdum þeirra leiða sem fólk fer til að bæla sársaukann niður, eða að sársaukinn var orðinn það mikill að einstaklingur sá enga aðra leið en að yfirgefa þetta líf. Síðastliðin ár hefur umræðan um mikilvægi andlegrar heilsu sem betur fer aukist til muna. Auðvelt er að fá þá hjálp sem þörf er á, hvort sem um lyf er að ræða eða faglega hjálp hjá sálfræðingi. Af hverju eru þá ennþá svo margir sem sleppa því? Er það skömm, eða er það eitthvað allt annað? Ungt fólk sem glímir við þunglyndi er margt í skóla og örlítilli vinnu með til að fá inn smá laun. Eldra fólk á margt fjölskyldur og er að reka heimili og því fer sá hluti launanna sem eftir er, eftir alla reikninga sem hafa verið greiddir, í það að lifa. Kaupa inn mat á heimilið, bensín á bílinn og fleira. Því er ekki forgangsatriði að finna sér sálfræðing sem kostar 18.000 krónur á klukkutímann. Örfáir einstaklingar hafa tök á því að mæta í vikulega tíma, klukkutíma í senn og borga þar af leiðandi auka 72.000 krónur á mánuði. Er ekki kominn tími á að taka í gildi niðurgreiðsu sálfræði- og geðhjálpar? Hvert líf skiptir máli, og það myndi bjarga lífum ef allir gætu fengið þá hjálp sem þeir þurfa. Ég skora því á stjórnvöld að bíða ekki lengur og taka þetta í gildi strax. Bæði til að bjarga lífum og auka vellíðan fólks í þjóðfélaginu.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun