Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 19:11 Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður hjá Sævari Þór og partners. Vísir/Sigurjón Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns. Mál kvennanna hafa komið inn á borð lögmannsstofunnar Sævars Þórs og partners frá því í september í fyrra; sum eru nokkurra ára gömul en önnur nýrri, þau nýjustu síðan í fyrra. Þá eru málin misalvarleg en eitt þeirra varðar, að sögn lögmanns, konu sem eftir mánaðabið komst loks í skimun sem sýndi ekkert óeðlilegt. Konan hafi verið ósátt þar sem hnúður í brjósti hafi farið stækkandi - en henni hafi þá ítrekað verið synjað um sérskoðun þar sem hún væri ekki nógu gömul. Að endingu hafi hún komist í skoðun að kröfu heimilislæknis. „En núna var að koma í ljós að hún er með brjóstakrabbamein og fjögur mein í öðru brjósti og stærsta er sjö sentímetrar að stærð og komið í eitla. Hún er á næstu dögum á leið í brjóstnám,“ segir Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður. Drep eftir leka í sílíkonpúða Önnur kona hafi leitað heilbrigðisþjónustu vegna brjóstakrabbameinseinkenna í fyrra en verið vísað frá vegna Covid-lokana. „Það dróst á langinn að hún fékk að komast að til læknis og fékk þá viðeigandi uppvinnslu og þá kemur í ljós að hún er komin með brjóstakrabbamein sem hafði dreift sér.“ Þriðja konan hafi farið í sérskoðun vegna gruns um brjóstakrabbamein. Framkvæmd hafi verið ástunga á brjósti en síðar komið sýking - sem valdið hafi miklum skaða. „Þá kom í ljós að læknirinn hafði stungið á sílikonpúðann sem hafði þá vætanlega farið að leka og myndað þetta drep í brjóstinu,“ segir Hilma. Konur sem leiti til þeirra á stofunni finni fyrir óöryggi. „Það er ekki hægt að svara þessu á annan hátt en bara það að konur treysta ekki kerfinu,“ segir Hilma. Kröfurnar eru ýmist gagnvart leitarstöð eða Landspítala en spítalinn kvaðst í dag ekki geta veitt viðbrögð vegna einstakra mála. Þá hefur fréttastofa sent embætti landlæknis fyrirspurn vegna málsins. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Mál kvennanna hafa komið inn á borð lögmannsstofunnar Sævars Þórs og partners frá því í september í fyrra; sum eru nokkurra ára gömul en önnur nýrri, þau nýjustu síðan í fyrra. Þá eru málin misalvarleg en eitt þeirra varðar, að sögn lögmanns, konu sem eftir mánaðabið komst loks í skimun sem sýndi ekkert óeðlilegt. Konan hafi verið ósátt þar sem hnúður í brjósti hafi farið stækkandi - en henni hafi þá ítrekað verið synjað um sérskoðun þar sem hún væri ekki nógu gömul. Að endingu hafi hún komist í skoðun að kröfu heimilislæknis. „En núna var að koma í ljós að hún er með brjóstakrabbamein og fjögur mein í öðru brjósti og stærsta er sjö sentímetrar að stærð og komið í eitla. Hún er á næstu dögum á leið í brjóstnám,“ segir Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður. Drep eftir leka í sílíkonpúða Önnur kona hafi leitað heilbrigðisþjónustu vegna brjóstakrabbameinseinkenna í fyrra en verið vísað frá vegna Covid-lokana. „Það dróst á langinn að hún fékk að komast að til læknis og fékk þá viðeigandi uppvinnslu og þá kemur í ljós að hún er komin með brjóstakrabbamein sem hafði dreift sér.“ Þriðja konan hafi farið í sérskoðun vegna gruns um brjóstakrabbamein. Framkvæmd hafi verið ástunga á brjósti en síðar komið sýking - sem valdið hafi miklum skaða. „Þá kom í ljós að læknirinn hafði stungið á sílikonpúðann sem hafði þá vætanlega farið að leka og myndað þetta drep í brjóstinu,“ segir Hilma. Konur sem leiti til þeirra á stofunni finni fyrir óöryggi. „Það er ekki hægt að svara þessu á annan hátt en bara það að konur treysta ekki kerfinu,“ segir Hilma. Kröfurnar eru ýmist gagnvart leitarstöð eða Landspítala en spítalinn kvaðst í dag ekki geta veitt viðbrögð vegna einstakra mála. Þá hefur fréttastofa sent embætti landlæknis fyrirspurn vegna málsins.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira