Heilsa og heilbrigðisvarnir, út fyrir boxið Geir Sigurður Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 13:32 Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga. Hann spjallaði við okkur foreldra í 2 klukkustundir um reynsluheim barna sem eru að verða unglingar, hvernig þeim líður, hvernig þau bregðast við umhverfinu og hvað hann hefur lært í áratuga samskiptum við þennan aldurshóp. Þjónusta óháð efnahag Við fæðumst ekki fullkomnir foreldrar og flest viljum við gjarnan nýta þjónustu sérfræðinga við að fást við litlu eftirmyndir okkar. Það hefði tekið sálfræðinginn óbókaðan mánuð að veita öllum þessum 80 foreldrum fyrsta viðtal og ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrarnir hefðu hvort sem er hikað lengi við að taka upp símann og panta viðtal fyrir 17 þúsund krónur klukkutímann. Þjónusta óháð búsetu Þetta örlitla dæmi sýnir líka hvernig hugkvæmni og tækni er notuð til að greiða aðgengi allra að þjónustu, óháð staðsetningu. Af hverju gerum við þetta ekki í ríkara mæli? Af hverju erum við ekki að nýta tæknina betur, til þess að tryggja öllum landsmönnum sem jafnast aðgengi? Við þurfum ekki lengur að hugsa alltaf um heilbrigðisþjónustu sem eitthvað sem gerist í lokuðu boxi milli læknis og sjúklings eftir að vandamál er komið upp. Forvarnir fyrirbyggja slökkvistarf Með þessu dæmi er ég alls ekki að draga úr mikilvægi sálfræði- og annarra geðmeðferða, og þaðan af síður mikilvægi þess að aðgengi að þeirri þjónustu sé aukið og fjármagnað. Ég er aðeins að benda á að oft er hægt að fara aðrar og hagkvæmari leiðir, án þess að það komi niður á þjónustunni. Þarna mótaði sálfræðingurinn, með stuðningi skólastjórnenda, þjónustu sína við samfélagið í það form sem hentaði notendum þjónustunnar best og skapaði um leið gríðarleg þjóðfélagsleg verðmæti. Hann færði forvarnirnar heim og hjálpaði til við að byggja upp andlega heilsu heima fyrir, þannig nærði hann moldina sem heilbrigðu sprotarnir okkar spretta úr. Forvarnir og forverk spara heilbrigðiskerfinu gríðarlegar upphæðir til langs tíma og við verðum að endurhugsa viðhorf okkar til heilbrigðisþjónustu. Við eigum að líta meira til heilsuvarna (sbr. brunavarnir) til að koma í veg fyrir að hættumerki verði að fullburða vandamáli sem okkar allra hæfasta, besta og dýrasta fólk þarf að sinna. Reynum að hugsa málin aðeins út fyrir boxið. Höfundur er viðskiptafræðingur og tölvunarfræðingur og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Börn og uppeldi Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga. Hann spjallaði við okkur foreldra í 2 klukkustundir um reynsluheim barna sem eru að verða unglingar, hvernig þeim líður, hvernig þau bregðast við umhverfinu og hvað hann hefur lært í áratuga samskiptum við þennan aldurshóp. Þjónusta óháð efnahag Við fæðumst ekki fullkomnir foreldrar og flest viljum við gjarnan nýta þjónustu sérfræðinga við að fást við litlu eftirmyndir okkar. Það hefði tekið sálfræðinginn óbókaðan mánuð að veita öllum þessum 80 foreldrum fyrsta viðtal og ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrarnir hefðu hvort sem er hikað lengi við að taka upp símann og panta viðtal fyrir 17 þúsund krónur klukkutímann. Þjónusta óháð búsetu Þetta örlitla dæmi sýnir líka hvernig hugkvæmni og tækni er notuð til að greiða aðgengi allra að þjónustu, óháð staðsetningu. Af hverju gerum við þetta ekki í ríkara mæli? Af hverju erum við ekki að nýta tæknina betur, til þess að tryggja öllum landsmönnum sem jafnast aðgengi? Við þurfum ekki lengur að hugsa alltaf um heilbrigðisþjónustu sem eitthvað sem gerist í lokuðu boxi milli læknis og sjúklings eftir að vandamál er komið upp. Forvarnir fyrirbyggja slökkvistarf Með þessu dæmi er ég alls ekki að draga úr mikilvægi sálfræði- og annarra geðmeðferða, og þaðan af síður mikilvægi þess að aðgengi að þeirri þjónustu sé aukið og fjármagnað. Ég er aðeins að benda á að oft er hægt að fara aðrar og hagkvæmari leiðir, án þess að það komi niður á þjónustunni. Þarna mótaði sálfræðingurinn, með stuðningi skólastjórnenda, þjónustu sína við samfélagið í það form sem hentaði notendum þjónustunnar best og skapaði um leið gríðarleg þjóðfélagsleg verðmæti. Hann færði forvarnirnar heim og hjálpaði til við að byggja upp andlega heilsu heima fyrir, þannig nærði hann moldina sem heilbrigðu sprotarnir okkar spretta úr. Forvarnir og forverk spara heilbrigðiskerfinu gríðarlegar upphæðir til langs tíma og við verðum að endurhugsa viðhorf okkar til heilbrigðisþjónustu. Við eigum að líta meira til heilsuvarna (sbr. brunavarnir) til að koma í veg fyrir að hættumerki verði að fullburða vandamáli sem okkar allra hæfasta, besta og dýrasta fólk þarf að sinna. Reynum að hugsa málin aðeins út fyrir boxið. Höfundur er viðskiptafræðingur og tölvunarfræðingur og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun