Völdin heim í hérað Hrafnkell Brimar Hallmundsson skrifar 19. ágúst 2021 11:30 Eitt þarf ekki að útiloka annað. Ýmsir félagar mínir innan Pírata hafa að undanförnu vakið máls á því óréttlæti sem felst í ójöfnu atkvæðavægi milli kjördæma. Þá hafa þingmenn flokksins sjálfir lagt fram þingmál til að jafna leikinn. Á sama tíma og Píratar berjast gegn þessu óréttlæti vinna þeir jafnframt að því að efla landsbyggðina, með því að styrkja sveitarstjórnarstigið og færa meiri völd heim í hérað, nær fólkinu. Eitt þarf nefnilega ekki að útiloka annað. Við getum hæglega jafnað atkvæðavægi og aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarrétturinn er reyndar grundvallaratriði hjá Pírötum. Sjötta grein sjálfrar grunnstefnunnar, sem allar aðrar stefnur Pírata skulu byggja á, er eftirfarandi: 6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur 6.1. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. 6.2. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. 6.3. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Málefni sem varða fólk beint eru vitanlega af ýmsum toga, en þar undir falla ekki síst þær ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks á hverjum stað fyrir sig. Það er mikilvægt að þau stjórnsýslustig sem þar koma að hafi bæði vald og fjármagn til þess að taka ákvarðanir og framkvæma. Aukin völd og fleiri tekjustofnar Í kosningastefnu Pírata sem samþykkt var af hreyfingunni nýverið er fjallað sérstaklega um byggðir og valdeflingu nærsamfélaga. Þar kemur m.a. fram að skatttekjur sem myndast vegna seldrar vöru og þjónustu eigi að efla samfélagið sem skapaði þær. Þannig skulu skattar á borð við gistináttagjald, fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt renna til sveitarfélaganna. Þá trúa Píratar því að fólk sem býr á hverju svæði fyrir sig viti, öðrum fremur, hvað sé svæðinu fyrir bestu. Þess vegna er stefna Pírata alveg skýr: Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum og íbúum þeirra gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Það er hins vegar ekki nóg að styrkja sveitarstjórnarstigið eitt og sér til að uppfylla grunnstefnu Pírata. Það er einnig lykilatriði að efla beint lýðræði og gagnsæja stjórnsýslu. Hið síðarnefnda má telja forsendu hins fyrrnefnda, þar sem fólk verður að geta fylgst með hvað sé að gerast í stjórnsýslunni. Samspil Alþingis og sveitarfélaga Þar gegnir Alþingi lykilhlutverki, því sveitarstjórnarlögin eins og þau standa í dag ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Þar segir að 10% íbúa þurfi til að fara fram á borgarafund og 20% til að knýja fram íbúakosningu. Þá eru íbúakosningunni sett ýmis skilyrði og sveitarstjórn heimilt að virða hana að vettugi. Það gerði bæjarstjórn Reykjanesbæjar einmitt þegar knúin var fram íbúakosning um kísilver þar í bæ. Í stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitastjórnarstigi er sérstaklega kveðið á um að þessu skuli breytt þannig að sveitarfélögum sé heimilt að lækka þessi lágmörk og íbúum gert kleift að fresta umdeildum stjórnvaldsákvörðunum sveitarfélags í framkvæmd og vísa þeim í bindandi íbúakosningu. Þar er einnig fjallað um að íbúar geti kosið framkvæmdastjóra sveitarfélags með beinum hætti. Stjórnsýslustigin þurfa nefnilega að vinna saman, í þjónustu þjóðarinnar allrar. Því er erfitt að halda fram byggðasjónarmiðum sem rökum gegn því að jafna atkvæðavægi í landinu. Löggjafinn og framkvæmdavaldið eiga nefnilega fyrst og fremst að sjá um málefni sem snerta íbúa landsins jafnt, málefni nærumhverfis á að leysa heima í héraði. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Eitt þarf ekki að útiloka annað. Ýmsir félagar mínir innan Pírata hafa að undanförnu vakið máls á því óréttlæti sem felst í ójöfnu atkvæðavægi milli kjördæma. Þá hafa þingmenn flokksins sjálfir lagt fram þingmál til að jafna leikinn. Á sama tíma og Píratar berjast gegn þessu óréttlæti vinna þeir jafnframt að því að efla landsbyggðina, með því að styrkja sveitarstjórnarstigið og færa meiri völd heim í hérað, nær fólkinu. Eitt þarf nefnilega ekki að útiloka annað. Við getum hæglega jafnað atkvæðavægi og aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarrétturinn er reyndar grundvallaratriði hjá Pírötum. Sjötta grein sjálfrar grunnstefnunnar, sem allar aðrar stefnur Pírata skulu byggja á, er eftirfarandi: 6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur 6.1. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. 6.2. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. 6.3. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Málefni sem varða fólk beint eru vitanlega af ýmsum toga, en þar undir falla ekki síst þær ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks á hverjum stað fyrir sig. Það er mikilvægt að þau stjórnsýslustig sem þar koma að hafi bæði vald og fjármagn til þess að taka ákvarðanir og framkvæma. Aukin völd og fleiri tekjustofnar Í kosningastefnu Pírata sem samþykkt var af hreyfingunni nýverið er fjallað sérstaklega um byggðir og valdeflingu nærsamfélaga. Þar kemur m.a. fram að skatttekjur sem myndast vegna seldrar vöru og þjónustu eigi að efla samfélagið sem skapaði þær. Þannig skulu skattar á borð við gistináttagjald, fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt renna til sveitarfélaganna. Þá trúa Píratar því að fólk sem býr á hverju svæði fyrir sig viti, öðrum fremur, hvað sé svæðinu fyrir bestu. Þess vegna er stefna Pírata alveg skýr: Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum og íbúum þeirra gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Það er hins vegar ekki nóg að styrkja sveitarstjórnarstigið eitt og sér til að uppfylla grunnstefnu Pírata. Það er einnig lykilatriði að efla beint lýðræði og gagnsæja stjórnsýslu. Hið síðarnefnda má telja forsendu hins fyrrnefnda, þar sem fólk verður að geta fylgst með hvað sé að gerast í stjórnsýslunni. Samspil Alþingis og sveitarfélaga Þar gegnir Alþingi lykilhlutverki, því sveitarstjórnarlögin eins og þau standa í dag ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Þar segir að 10% íbúa þurfi til að fara fram á borgarafund og 20% til að knýja fram íbúakosningu. Þá eru íbúakosningunni sett ýmis skilyrði og sveitarstjórn heimilt að virða hana að vettugi. Það gerði bæjarstjórn Reykjanesbæjar einmitt þegar knúin var fram íbúakosning um kísilver þar í bæ. Í stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitastjórnarstigi er sérstaklega kveðið á um að þessu skuli breytt þannig að sveitarfélögum sé heimilt að lækka þessi lágmörk og íbúum gert kleift að fresta umdeildum stjórnvaldsákvörðunum sveitarfélags í framkvæmd og vísa þeim í bindandi íbúakosningu. Þar er einnig fjallað um að íbúar geti kosið framkvæmdastjóra sveitarfélags með beinum hætti. Stjórnsýslustigin þurfa nefnilega að vinna saman, í þjónustu þjóðarinnar allrar. Því er erfitt að halda fram byggðasjónarmiðum sem rökum gegn því að jafna atkvæðavægi í landinu. Löggjafinn og framkvæmdavaldið eiga nefnilega fyrst og fremst að sjá um málefni sem snerta íbúa landsins jafnt, málefni nærumhverfis á að leysa heima í héraði. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun