Ég þoli ekki kóríander Indriði Stefánsson skrifar 4. ágúst 2021 11:01 Ég tilheyri þeim hluta fólks sem upplifir hverja máltíð sem inniheldur kóriander sem hreinan og kláran viðbjóð. Mér finnst það óréttlátt, því að þau sem borða kóríander virðast ekki geta fengið nóg af honum. Eftir því sem ég kemst næst er óþol mitt fyrir kóríander genatengt, bragðlaukarnir mínir eru einfaldlega þannig gerðir að kóríander bragðast meira eins og sápa en nokkuð sem ætlað er til manneldis. Það er því fátt sem ég get gert nema að burðast með þetta óréttlæti út ævina. Fleiri en ég búa hins vegar við annað óréttlæti. Óréttlæti sem er ekki genatengt, þó svo að tregðan til að bæta úr því gefi tilefni til að halda annað. Kóríander kosninganna Það er mikilvægt að stjórnmálamenn skilji og virði afstöðu kjósenda. Sumir kjósendur skipta stjórnmálamenn þó meira máli en aðrir. Í því samhengi má benda á að í Norðvesturkjördæmi voru rúmlega 21 þúsund á kjörskrá í fyrra. Þessir 21 þúsund kjósendur eru í dag með 8 þingmenn á Alþingi. Í Hafnarfirði voru tæplega 21 þúsund manns á kjörskrá í fyrra, eða svipaður fjöldi og í Norðvestur. Þýðir það að Hafnfirðingar fái líka 8 þingmenn? Alls ekki. Hafnfirðingar deila sínum 13 fulltrúum með Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, þar sem um það bil 52 þúsund kjósendur til viðbótar búa. Munurinn er því sá að hver þingmaður í Norðvestur er með í kringum 2600 kjósendur á bak við sig en hver fulltrúi í Suðvestur þarf 5600. Hvers vegna er þetta svona? Kosningakerfið á Íslandi - með sínu innbyggða óréttlæti - er ennþá svona því það hentar ákveðnum flokkum vel, sérstaklega Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Flokkum sem ítrekað hafa verið í aðstöðu til þess að sýna að þeim þyki kjósendur skipta jafn miklu máli. Þeim gafst t.d. þrjú tækifæri á síðasta ári til að laga þetta, eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, rakti í grein á Vísi á dögunum. Þeir flokkar sem vilja breyta þessu geta það ekki og þeir sem geta það vilja það ekki. Á meðan skipti ég, rétt eins og tugir þúsunda annarra kjósenda, helmingi minna máli í augum íhaldsins. Á sama hátt og ég kæri mig ekki um að fá kóríander í matinn minn kæri ég mig ekki um að það þurfi þúsundir fleiri kjósenda til að ná alþingismanni í mínu kjördæmi og íhaldsamir flokkar fái meirihluta fulltrúa á grundvelli minnihluta atkvæða. Ólíkt kóríanderóþolinu mínu er hins vegar auðvelt að bæta úr kjördæmaóréttlætinu. Kjósum flokka sem vilja breytingar. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ég tilheyri þeim hluta fólks sem upplifir hverja máltíð sem inniheldur kóriander sem hreinan og kláran viðbjóð. Mér finnst það óréttlátt, því að þau sem borða kóríander virðast ekki geta fengið nóg af honum. Eftir því sem ég kemst næst er óþol mitt fyrir kóríander genatengt, bragðlaukarnir mínir eru einfaldlega þannig gerðir að kóríander bragðast meira eins og sápa en nokkuð sem ætlað er til manneldis. Það er því fátt sem ég get gert nema að burðast með þetta óréttlæti út ævina. Fleiri en ég búa hins vegar við annað óréttlæti. Óréttlæti sem er ekki genatengt, þó svo að tregðan til að bæta úr því gefi tilefni til að halda annað. Kóríander kosninganna Það er mikilvægt að stjórnmálamenn skilji og virði afstöðu kjósenda. Sumir kjósendur skipta stjórnmálamenn þó meira máli en aðrir. Í því samhengi má benda á að í Norðvesturkjördæmi voru rúmlega 21 þúsund á kjörskrá í fyrra. Þessir 21 þúsund kjósendur eru í dag með 8 þingmenn á Alþingi. Í Hafnarfirði voru tæplega 21 þúsund manns á kjörskrá í fyrra, eða svipaður fjöldi og í Norðvestur. Þýðir það að Hafnfirðingar fái líka 8 þingmenn? Alls ekki. Hafnfirðingar deila sínum 13 fulltrúum með Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, þar sem um það bil 52 þúsund kjósendur til viðbótar búa. Munurinn er því sá að hver þingmaður í Norðvestur er með í kringum 2600 kjósendur á bak við sig en hver fulltrúi í Suðvestur þarf 5600. Hvers vegna er þetta svona? Kosningakerfið á Íslandi - með sínu innbyggða óréttlæti - er ennþá svona því það hentar ákveðnum flokkum vel, sérstaklega Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Flokkum sem ítrekað hafa verið í aðstöðu til þess að sýna að þeim þyki kjósendur skipta jafn miklu máli. Þeim gafst t.d. þrjú tækifæri á síðasta ári til að laga þetta, eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, rakti í grein á Vísi á dögunum. Þeir flokkar sem vilja breyta þessu geta það ekki og þeir sem geta það vilja það ekki. Á meðan skipti ég, rétt eins og tugir þúsunda annarra kjósenda, helmingi minna máli í augum íhaldsins. Á sama hátt og ég kæri mig ekki um að fá kóríander í matinn minn kæri ég mig ekki um að það þurfi þúsundir fleiri kjósenda til að ná alþingismanni í mínu kjördæmi og íhaldsamir flokkar fái meirihluta fulltrúa á grundvelli minnihluta atkvæða. Ólíkt kóríanderóþolinu mínu er hins vegar auðvelt að bæta úr kjördæmaóréttlætinu. Kjósum flokka sem vilja breytingar. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun