Ég þoli ekki kóríander Indriði Stefánsson skrifar 4. ágúst 2021 11:01 Ég tilheyri þeim hluta fólks sem upplifir hverja máltíð sem inniheldur kóriander sem hreinan og kláran viðbjóð. Mér finnst það óréttlátt, því að þau sem borða kóríander virðast ekki geta fengið nóg af honum. Eftir því sem ég kemst næst er óþol mitt fyrir kóríander genatengt, bragðlaukarnir mínir eru einfaldlega þannig gerðir að kóríander bragðast meira eins og sápa en nokkuð sem ætlað er til manneldis. Það er því fátt sem ég get gert nema að burðast með þetta óréttlæti út ævina. Fleiri en ég búa hins vegar við annað óréttlæti. Óréttlæti sem er ekki genatengt, þó svo að tregðan til að bæta úr því gefi tilefni til að halda annað. Kóríander kosninganna Það er mikilvægt að stjórnmálamenn skilji og virði afstöðu kjósenda. Sumir kjósendur skipta stjórnmálamenn þó meira máli en aðrir. Í því samhengi má benda á að í Norðvesturkjördæmi voru rúmlega 21 þúsund á kjörskrá í fyrra. Þessir 21 þúsund kjósendur eru í dag með 8 þingmenn á Alþingi. Í Hafnarfirði voru tæplega 21 þúsund manns á kjörskrá í fyrra, eða svipaður fjöldi og í Norðvestur. Þýðir það að Hafnfirðingar fái líka 8 þingmenn? Alls ekki. Hafnfirðingar deila sínum 13 fulltrúum með Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, þar sem um það bil 52 þúsund kjósendur til viðbótar búa. Munurinn er því sá að hver þingmaður í Norðvestur er með í kringum 2600 kjósendur á bak við sig en hver fulltrúi í Suðvestur þarf 5600. Hvers vegna er þetta svona? Kosningakerfið á Íslandi - með sínu innbyggða óréttlæti - er ennþá svona því það hentar ákveðnum flokkum vel, sérstaklega Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Flokkum sem ítrekað hafa verið í aðstöðu til þess að sýna að þeim þyki kjósendur skipta jafn miklu máli. Þeim gafst t.d. þrjú tækifæri á síðasta ári til að laga þetta, eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, rakti í grein á Vísi á dögunum. Þeir flokkar sem vilja breyta þessu geta það ekki og þeir sem geta það vilja það ekki. Á meðan skipti ég, rétt eins og tugir þúsunda annarra kjósenda, helmingi minna máli í augum íhaldsins. Á sama hátt og ég kæri mig ekki um að fá kóríander í matinn minn kæri ég mig ekki um að það þurfi þúsundir fleiri kjósenda til að ná alþingismanni í mínu kjördæmi og íhaldsamir flokkar fái meirihluta fulltrúa á grundvelli minnihluta atkvæða. Ólíkt kóríanderóþolinu mínu er hins vegar auðvelt að bæta úr kjördæmaóréttlætinu. Kjósum flokka sem vilja breytingar. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég tilheyri þeim hluta fólks sem upplifir hverja máltíð sem inniheldur kóriander sem hreinan og kláran viðbjóð. Mér finnst það óréttlátt, því að þau sem borða kóríander virðast ekki geta fengið nóg af honum. Eftir því sem ég kemst næst er óþol mitt fyrir kóríander genatengt, bragðlaukarnir mínir eru einfaldlega þannig gerðir að kóríander bragðast meira eins og sápa en nokkuð sem ætlað er til manneldis. Það er því fátt sem ég get gert nema að burðast með þetta óréttlæti út ævina. Fleiri en ég búa hins vegar við annað óréttlæti. Óréttlæti sem er ekki genatengt, þó svo að tregðan til að bæta úr því gefi tilefni til að halda annað. Kóríander kosninganna Það er mikilvægt að stjórnmálamenn skilji og virði afstöðu kjósenda. Sumir kjósendur skipta stjórnmálamenn þó meira máli en aðrir. Í því samhengi má benda á að í Norðvesturkjördæmi voru rúmlega 21 þúsund á kjörskrá í fyrra. Þessir 21 þúsund kjósendur eru í dag með 8 þingmenn á Alþingi. Í Hafnarfirði voru tæplega 21 þúsund manns á kjörskrá í fyrra, eða svipaður fjöldi og í Norðvestur. Þýðir það að Hafnfirðingar fái líka 8 þingmenn? Alls ekki. Hafnfirðingar deila sínum 13 fulltrúum með Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, þar sem um það bil 52 þúsund kjósendur til viðbótar búa. Munurinn er því sá að hver þingmaður í Norðvestur er með í kringum 2600 kjósendur á bak við sig en hver fulltrúi í Suðvestur þarf 5600. Hvers vegna er þetta svona? Kosningakerfið á Íslandi - með sínu innbyggða óréttlæti - er ennþá svona því það hentar ákveðnum flokkum vel, sérstaklega Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Flokkum sem ítrekað hafa verið í aðstöðu til þess að sýna að þeim þyki kjósendur skipta jafn miklu máli. Þeim gafst t.d. þrjú tækifæri á síðasta ári til að laga þetta, eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, rakti í grein á Vísi á dögunum. Þeir flokkar sem vilja breyta þessu geta það ekki og þeir sem geta það vilja það ekki. Á meðan skipti ég, rétt eins og tugir þúsunda annarra kjósenda, helmingi minna máli í augum íhaldsins. Á sama hátt og ég kæri mig ekki um að fá kóríander í matinn minn kæri ég mig ekki um að það þurfi þúsundir fleiri kjósenda til að ná alþingismanni í mínu kjördæmi og íhaldsamir flokkar fái meirihluta fulltrúa á grundvelli minnihluta atkvæða. Ólíkt kóríanderóþolinu mínu er hins vegar auðvelt að bæta úr kjördæmaóréttlætinu. Kjósum flokka sem vilja breytingar. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar