Sha'Carri ekki í vinaleit þegar hún keppir við Ólympíumeistarann um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 12:30 Sha'Carri Richardson hefur breytt um háralit og mætir því ekki appelsínugul til leiks um helgina. Getty/Cliff Hawkins Bandaríska frjálsíþróttakonan Sha’Carri Richardson er farin að kynda vel upp fyrir athyglisvert spretthlaup sem fer fram um helgina. Richardson keppir á Prefontaine Classic mótinu og við besti hlauparana á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum. Sha Carri Richardson will race Elaine Thompson-Herah and Shelly-Ann Fraser-Pryce over 100m at the Eugene Diamond League (@nikepreclassic) The line-up also includes Shericka Jackson, Marie-Josée Ta Lou, Mujinga Kambundji, Javianne Oliver, Briana Williams and Teahna Daniels. pic.twitter.com/cKsIJN80xG— AW (@AthleticsWeekly) August 13, 2021 Richardson mátti ekki keppa á leikunum í Tókýó eftir að hún féll á lyfjaprófi fyrir að reykja gras. Hún er mikil týpa og það voru því margir spenntir að sjá hana keppa um gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Svekkelsið var því talsvert þegar sigur hennar á bandaríska úrtökumótinu var ógildur. Sha'Carri sagði frá því að hún hefði leitað í að reykja marijúana eftir að hafa fengið fréttir af því að líffræðileg móðir hennar hefði dáið. Eftir öll þessi vonbrigði þá fær Sha’Carri tækifæri um helgina til að keppa við allan verðlaunapallinn í 100 metra hlaupinu á ÓL. Jamaíka átti þrjá fljótustu hlauparana í 100 metra úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum og fengu því gull, silfur og brons. Verðlaunahafarnir þrír, Elaine Thompson-Herah, Shelly-Ann Fraser-Pryce og Shericka Jackson, mun allar mæta til leiks á Prefontaine Classic mótinu og við fáum því úrslitahlaupið sem allir vildu sjá í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by ShaCarri "FGTX" Richardson (@carririchardson_) Richardson hljóp hundrað metrana á 10,86 sekúndum á úrtökumótinu. Thompson-Herah vann úrslitahlaupið á Ólympíuleikunum á 10,61 og setti nýtt Ólympíumet. Fraser-Pryce og Jackson voru báðar undir fyrrnefndum tíma hjá Richardson. Sha’Carri birti Tik Tok myndband á Instagram síðu sinni þar sem má sjá hana gera sig klára fyrir keppni helgarinnar. Hún mætir litrík til leiks og lofaði því líka að það sé ekki markmiðið að eignast vini heldur vinna hlaupið. „August 21 and I’m not playing nice,“ skrifaði Sha’Carri Richardson við myndbandið eins og sjá má hér fyrir ofan. „21. ágúst og ég mæti ekki til að eignast vini,“ skrifaði Sha’Carri ef við umorðum þetta á íslensku. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Richardson keppir á Prefontaine Classic mótinu og við besti hlauparana á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum. Sha Carri Richardson will race Elaine Thompson-Herah and Shelly-Ann Fraser-Pryce over 100m at the Eugene Diamond League (@nikepreclassic) The line-up also includes Shericka Jackson, Marie-Josée Ta Lou, Mujinga Kambundji, Javianne Oliver, Briana Williams and Teahna Daniels. pic.twitter.com/cKsIJN80xG— AW (@AthleticsWeekly) August 13, 2021 Richardson mátti ekki keppa á leikunum í Tókýó eftir að hún féll á lyfjaprófi fyrir að reykja gras. Hún er mikil týpa og það voru því margir spenntir að sjá hana keppa um gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Svekkelsið var því talsvert þegar sigur hennar á bandaríska úrtökumótinu var ógildur. Sha'Carri sagði frá því að hún hefði leitað í að reykja marijúana eftir að hafa fengið fréttir af því að líffræðileg móðir hennar hefði dáið. Eftir öll þessi vonbrigði þá fær Sha’Carri tækifæri um helgina til að keppa við allan verðlaunapallinn í 100 metra hlaupinu á ÓL. Jamaíka átti þrjá fljótustu hlauparana í 100 metra úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum og fengu því gull, silfur og brons. Verðlaunahafarnir þrír, Elaine Thompson-Herah, Shelly-Ann Fraser-Pryce og Shericka Jackson, mun allar mæta til leiks á Prefontaine Classic mótinu og við fáum því úrslitahlaupið sem allir vildu sjá í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by ShaCarri "FGTX" Richardson (@carririchardson_) Richardson hljóp hundrað metrana á 10,86 sekúndum á úrtökumótinu. Thompson-Herah vann úrslitahlaupið á Ólympíuleikunum á 10,61 og setti nýtt Ólympíumet. Fraser-Pryce og Jackson voru báðar undir fyrrnefndum tíma hjá Richardson. Sha’Carri birti Tik Tok myndband á Instagram síðu sinni þar sem má sjá hana gera sig klára fyrir keppni helgarinnar. Hún mætir litrík til leiks og lofaði því líka að það sé ekki markmiðið að eignast vini heldur vinna hlaupið. „August 21 and I’m not playing nice,“ skrifaði Sha’Carri Richardson við myndbandið eins og sjá má hér fyrir ofan. „21. ágúst og ég mæti ekki til að eignast vini,“ skrifaði Sha’Carri ef við umorðum þetta á íslensku.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira