Stór áfangi í loftslagsaðgerðum Christoph Gebald skrifar 13. ágúst 2021 10:00 Það er okkur ánægja að tilkynna að þann 8. september næstkomandi tökum við í notkun á Hellisheiði fyrstu heildstæðu föngunar- og förgunarstöðina sem byggð hefur verið á heimsvísu, þar sem koldíoxíð úr andrúmslofti verður fangað og því fargað í stórum stíl. Með þessari lofthreinsistöð, sem ber nafnið Orca, er föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti tekin á næsta stig með því að samnýta loftsugutækni Climeworks og förgunartækni Carbfix til að breyta CO₂ í stein neðanjarðar. Á undanförnum árum hefur verið mikil og hröð nýsköpun á sviði loftslagsaðgerða og hafa ýmis áhugaverð tilraunaverkefni verið í þróun. Nú erum við tilbúin fyrir næsta áfanga sem felur í sér að stórauka og efla þessa starfsemi. Við byrjuðum á að fanga nokkur milligröm en á síðustu 3-4 árum höfum við náð að 80-falda koldíoxíðsföngun okkar á hverju ári. Orca mun fanga 4.000 tonn af CO₂ á ári og verður þar með, í gegnum beina loftföngun og förgun, stærsta loftslags-bætandi stöð sem byggð hefur verið á heimsvísu. Stefnt er að því að fyrir lok þessa áratugar verði hægt að fanga fleiri milljónir tonna CO₂ úr andrúmslofti og er Orca meginforsenda þess að það verður hægt. Með hinni framsæknu tækni Climeworks og í samstarfi við íslensku samstarfsaðilana okkar, Carbfix og Orku náttúrunnar, er fundin ein áhrifaríkasta leiðin til að stöðva loftslagsbreytingar. Saman getum við virkilega skipt sköpum. Svissneskt-íslenskt samstarf Að snúa loftslagsbreytingum við er sannarlega verkefni sem skiptir alla heimsbyggðina máli. Carbfix hefur sýnt fram á að yfir 95% þess CO₂ sem fangað er og dælt ofan í jörðina með þeirra tækni, breytist í stein á innan við tveimur árum. Þau 5% sem eftir standa steingerast stuttu síðar. Carbfix, líkt og Climeworks, byggir á sterkum vísindalegum grunni og getur mælt og greint það CO₂ sem dælt er niður, en það er lykilforsenda þess að hægt sé að sannreyna að koldíoxíðinu hafi verið fargað varanlega og á öruggan hátt. Samstarf okkar og Carbfix nær aftur til 2017 þegar við þróuðum tilraunstöð í loftföngun og -förgun, Arctic Fox, í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Samnýting framúrskarandi tæknilausna bæði Climeworks og Carbfix hefur reynst afar árangursrík. Jarðhitagarður ON hefur skapað fullkomnar aðstæður fyrir vöxt og þróun þessarar nýsköpunar, en ON hefur lagt til hita og rafmagn, með lítil kolefnisspor, sem þarf til að starfrækja Climeworks stöðina. Allar loftslagsaðgerðir eru lífsnauðynlegar Til að ná markmiðum í loftslagsmálum þurfum við ekki einungis að draga stórkostlega úr útblæstri; við þurfum líka að fjarlægja koldíoxíð úr lofti á virkan hátt. Bein loftföngun og förgun er ein þeirra lausna sem mestar vonir eru bundnar við til að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmslofti. Tækni Climeworks er einstök því hún byggir á einingum og er sveigjanleg, krefst lítils landsvæðis og ógnar því ekki matvæla- eða vatnsöryggi. Lausnin er varanleg og hægt er að sannreyna förgunina með einföldum hætti. Samvinnu okkar er ætlað að snúa loftslagsbreytingum við og mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Við erum stolt af Orcu því hún er stórt skref í þessa átt og hið fyrsta af mörgum! Höfundur er annar tveggja stofnenda og framkvæmdastjóra Climeworks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er okkur ánægja að tilkynna að þann 8. september næstkomandi tökum við í notkun á Hellisheiði fyrstu heildstæðu föngunar- og förgunarstöðina sem byggð hefur verið á heimsvísu, þar sem koldíoxíð úr andrúmslofti verður fangað og því fargað í stórum stíl. Með þessari lofthreinsistöð, sem ber nafnið Orca, er föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti tekin á næsta stig með því að samnýta loftsugutækni Climeworks og förgunartækni Carbfix til að breyta CO₂ í stein neðanjarðar. Á undanförnum árum hefur verið mikil og hröð nýsköpun á sviði loftslagsaðgerða og hafa ýmis áhugaverð tilraunaverkefni verið í þróun. Nú erum við tilbúin fyrir næsta áfanga sem felur í sér að stórauka og efla þessa starfsemi. Við byrjuðum á að fanga nokkur milligröm en á síðustu 3-4 árum höfum við náð að 80-falda koldíoxíðsföngun okkar á hverju ári. Orca mun fanga 4.000 tonn af CO₂ á ári og verður þar með, í gegnum beina loftföngun og förgun, stærsta loftslags-bætandi stöð sem byggð hefur verið á heimsvísu. Stefnt er að því að fyrir lok þessa áratugar verði hægt að fanga fleiri milljónir tonna CO₂ úr andrúmslofti og er Orca meginforsenda þess að það verður hægt. Með hinni framsæknu tækni Climeworks og í samstarfi við íslensku samstarfsaðilana okkar, Carbfix og Orku náttúrunnar, er fundin ein áhrifaríkasta leiðin til að stöðva loftslagsbreytingar. Saman getum við virkilega skipt sköpum. Svissneskt-íslenskt samstarf Að snúa loftslagsbreytingum við er sannarlega verkefni sem skiptir alla heimsbyggðina máli. Carbfix hefur sýnt fram á að yfir 95% þess CO₂ sem fangað er og dælt ofan í jörðina með þeirra tækni, breytist í stein á innan við tveimur árum. Þau 5% sem eftir standa steingerast stuttu síðar. Carbfix, líkt og Climeworks, byggir á sterkum vísindalegum grunni og getur mælt og greint það CO₂ sem dælt er niður, en það er lykilforsenda þess að hægt sé að sannreyna að koldíoxíðinu hafi verið fargað varanlega og á öruggan hátt. Samstarf okkar og Carbfix nær aftur til 2017 þegar við þróuðum tilraunstöð í loftföngun og -förgun, Arctic Fox, í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Samnýting framúrskarandi tæknilausna bæði Climeworks og Carbfix hefur reynst afar árangursrík. Jarðhitagarður ON hefur skapað fullkomnar aðstæður fyrir vöxt og þróun þessarar nýsköpunar, en ON hefur lagt til hita og rafmagn, með lítil kolefnisspor, sem þarf til að starfrækja Climeworks stöðina. Allar loftslagsaðgerðir eru lífsnauðynlegar Til að ná markmiðum í loftslagsmálum þurfum við ekki einungis að draga stórkostlega úr útblæstri; við þurfum líka að fjarlægja koldíoxíð úr lofti á virkan hátt. Bein loftföngun og förgun er ein þeirra lausna sem mestar vonir eru bundnar við til að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmslofti. Tækni Climeworks er einstök því hún byggir á einingum og er sveigjanleg, krefst lítils landsvæðis og ógnar því ekki matvæla- eða vatnsöryggi. Lausnin er varanleg og hægt er að sannreyna förgunina með einföldum hætti. Samvinnu okkar er ætlað að snúa loftslagsbreytingum við og mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Við erum stolt af Orcu því hún er stórt skref í þessa átt og hið fyrsta af mörgum! Höfundur er annar tveggja stofnenda og framkvæmdastjóra Climeworks.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun