Lífið

Íslenski hesturinn með Gretu Thunberg í Vogue

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Greta Thunberg og hesturinn Strengur. Ljósmynd frá listræna dúóinu Alexandrov Klum.
Greta Thunberg og hesturinn Strengur. Ljósmynd frá listræna dúóinu Alexandrov Klum. Skjáskot/Instagram

Greta Thunberg situr fyrir á forsíðu fyrsta tölublaðs Vogue Scandinavia. Með henni á forsíðunni er Íslenski hesturinn Strengur. Í blaðinu má finna nokkrar fallegar myndir af þeim saman.

Í viðtalinu ræðir Thunberg um umhverfismál og það hvernig tískuheimurinn hefur slæm áhrif á loftlagsmálin. Sænski loftslagsaðgerðasinninn segist vera mjög mikið á móti fjöldaframleiðslu á tískufatnaði og hefur sjálf ekki keypt sér flík í þrjú ár. 

„Ég keypti mér síðast eitthvað fyrir þremur árum síðan og það var notað. Ég fæ bara lánað frá fólki sem ég þekki,“ segir Thunberg meðal annars í viðtalinu. 

Vogue myndirnar af Thunberg og Streng tók listræna dúóið Iris og Mattias Alexandrov Klum en á Instagram síðu Vogue Scandinavia má einnig finna myndband frá tökustað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.