Innlent

Nýjar sprungur á Gónhóli við eldstöðvarnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Veðurstofan vaktar sprungumyndun á hinum svokallaða Gónhóli.
Veðurstofan vaktar sprungumyndun á hinum svokallaða Gónhóli. Vísir/Vilhelm

Nýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól, þar sem þyrlum hefur meðal annars verið lent með farþega.

Gónhóll fékk þetta lýsandi nafn fljótlega eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst, þar sem hóllinn reyndist afar góður og fjölfarinn útsýnistaður yfir gosið.

Nú er hans hinsvegrar umlukinn hrauni og einungis aðgengilegur á þyrlum.

Á vef Veðurstofunnar segir að umræddar sprungur séu líklega togsprungur og raða þær sér nyrst í Gónhóli í stefnu kvikugangsins, suðaustur af megin gígnum. Nokkrar kenningar hafa verið nefndar um hvað veldur sprungunum, til að mynda litlir jarðskjálfta, það er minni en 2 að stærð, sig í kjölfar minnkandi kvikuþrýstings eða hraunfargið sem umlykur hólinn.

Sprungurnar eru merktar með rauðu inn á kortið. Megin gígurinn sést efst í vinstra horninu. Loftmyndin og landlíkanið er unnið út frá myndum frá Náttúrufræðistofnun Íslands.Mynd/Veðurstofa Íslands

Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól að því er segir á vef Veðurstofunnar.

„Ef að kvika kemst nærri yfirborði þá má gera ráð fyrir að sprungurnar gliðni enn frekar og að gas og gufur sjáist stíga upp úr þeim. Við slík skilyrði er ekki ráðlegt að vera á Gónhóli. Veðurstofan beinir því þeim tilmælum til þyrluflugmanna sem lenda á Gónhóli að gæta varúðar.“

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavél Vísis sem er einmitt á Gónhóli, ekki langt frá nýju sprungunum.


Tengdar fréttir

Týnda prinsessan skoðaði eld­gosið

Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×