Golf

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson efst fyrir lokahring Íslandsmótsins í golfi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hulda Clara Gestsdóttir er langefst fyrir lokahringinn.
Hulda Clara Gestsdóttir er langefst fyrir lokahringinn. GSÍMYNDIR/SETH

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson, bæði úr GKG, eru með forystu fyrir lokadag Íslandsmótsins í golfi. Hulda er með 14 högga forystu á næsta kylfing og það þarf því ótrúlega sveiflu til að hún verði ekki Íslandsmeistari.

Hulda Clara ber höfuð og herðar yfir aðra kylfinga á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri. Hún hefur leikið samtals á fjórum höggum undir pari, en Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, báðar úr GR, hafa leikið á tíu höggum yfir pari og eru jafnar í öðru sæti.

Hringur Huldu í dag var hennar stöðugasti hingað til, en hún fékk þrjá fugla og tvo skolla. Hún endaði daginn því á 70 höggum, eða einu höggi undir pari.

Keppnin í karlaflokki er heldur jafnari en í kvennaflokki. Þar er Aron Snær Júlíusson í efsta sæti á sjö höggum undir pari, en Hlynur Bergsson úr GKG er í öðru sæti, einu höggi á eftir Aroni. 

Þar á eftir er Jóhannes Guðmundsson úr GR á fimm höggum undir pari, en hann jafnaði vallarmetið í dag þegar hann lék á 66 höggum.


Tengdar fréttir

Aron Snær í forystu þegar keppni er hálfnuð

Aron Snær Júlíusson, kylfingur úr GKG, er efstur á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Annar hringur mótsins var leikinn á Jaðarsvelli á Akureyri í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×