Golf

Hlynur Bergsson og Hulda Clara Gestsdóttir í forystu eftir fyrsta dag Íslandsmótsins í golfi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hlynur Bergsson jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli í dag.
Hlynur Bergsson jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli í dag. GSÍMYNDIR/SETH

Hlynur Bergsson úr GKG er í forystu karlameginn eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi eftir frábæran hring þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hulda Clara Gestsdóttir, einnig úr GKG, leiðir í kvennaflokki.

Hlynur átti frábæran dag þar sem hann lék á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hann lék fyrri níu á tveim höggum undir pari, en á seinni níu náði hann sér í fjóra fugla, þar af þrjá á seinustu fjórum holunum.

Hann er þrem höggum á undan næstu mönnum, en Jóhannes Guðmundsson úr GR, Rúnar Arnórsson úr GK og Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR eru allir á tveimur höggum undir pari.

Fyrri níu voru kaflaskiptar hjá Huldu þar sem hún náði sér í þrjá fugla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan. Hún spilaði seinni níu þó mun betur þar sem hún fékk aðeins einn skolla og fjóra fugla. Hulda lék því samtals á 70 höggum, eða einu höggi undir pari.

Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG og Helga Signý Pálsdóttir úr GR eru sem stendur í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Huldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×