Hitti óvænt íslensku hetjuna sína og fékk flotta kveðjugjöf frá KAT Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir tók heldur betur vel á móti hinni fimmtán ára gömul Paige frá Montana. Instagram/paige_gersh Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir á sér fullt af aðdáendum út um allan heim eftir frábæran árangur sinn í mörg ár í CrossFit íþróttinni. Það er samt ekki víst að það séu til meiri aðdáendur en einn táningur frá Montana fylki. Paige Gershmel er fimmtán ára gömul bandarísk íþróttastelpa sem elskar CrossFit, amerískan fótbolta og glímu. Um helgina fékk hún að hitta hetjuna sína á heimsleikunum í CrossFit. Frá níu ára aldri hefur Paige haldið mest upp á íslensku CrossFit stjörnuna Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Um helgina upplifði hún því sannkallaðan draum. Þetta byrjaði allt þegar Paige náði athygli Dave Castro, hæstráðandi á heimsleikunum. Hún ætlaði að biðja hann um að koma umslagi til hetjunnar sinnar. Dave hugsaði málið og ákvað síðan að taka Paige með sér og leyfa henni að tala við Katrínu sína í eigin persónu. Hann sagði síðan söguna af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Page nálgaðist Katrínu full aðdáunar og leit út eins að hún hafi verið að komast að því að einhyrningar séu til í alvörunni,“ skrifaði Dave, skáldlegur í lýsingunum. Hann hélt áfram: „Þegar Katrín sagði halló, þá roðnaði hún öll og leit út fyrir að ætla deyja úr spennu og ótta,“ skrifaði Dave. „Þú ert búinn að vera hetjan mín frá því að ég var níu ára,“ útskýrði Paige Gershmel og lét Katrínu fá teikningu sína af Sleðahundinum sem er gælunafn Katrínar í CrossFit heiminum. „Frábæra hugarfarið sem þú leggur í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Þegar þú ferð í gegnum allt mótlæti eins og að hlutirnir eigi bara að vera svona,“ sagði Paige. Katrín var ánægð með að heyra þetta. „Þú veist ekki hversu máli þetta skiptir mig,“ sagði hvíslaði Katrín í eyra Paige. watch on YouTube Stelpurnar hittu líka Anníe Mist Þórisdóttur og þegar kom að því að kveðja þá fór Katrín ofan í pokann sinn og náði í bol merktum sér. Hún lét Paige hafa hann í kveðjugjöf. Dave er áfram í skáldlegum ham. „Paige horfir á bolinn eins og þetta sé Gryffindor sverðið. Hún þakkar Katrínu fyrir og setur aðra höndina á hjarta sér, lýsti Dave Castro. Hér fyrir ofan má sjá myndband af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. Paige sagði líka sína sögu af deginum sem má sjá hér fyrir neðan. Svo skemmtilega vill til að Katrín Tanja var auðvitað búin að skrifa skilaboð og segist hlakka til að fylgjast með Paige keppa á heimsleikunum í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Paige Gershmel (@paige_gersh) CrossFit Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
Paige Gershmel er fimmtán ára gömul bandarísk íþróttastelpa sem elskar CrossFit, amerískan fótbolta og glímu. Um helgina fékk hún að hitta hetjuna sína á heimsleikunum í CrossFit. Frá níu ára aldri hefur Paige haldið mest upp á íslensku CrossFit stjörnuna Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Um helgina upplifði hún því sannkallaðan draum. Þetta byrjaði allt þegar Paige náði athygli Dave Castro, hæstráðandi á heimsleikunum. Hún ætlaði að biðja hann um að koma umslagi til hetjunnar sinnar. Dave hugsaði málið og ákvað síðan að taka Paige með sér og leyfa henni að tala við Katrínu sína í eigin persónu. Hann sagði síðan söguna af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Page nálgaðist Katrínu full aðdáunar og leit út eins að hún hafi verið að komast að því að einhyrningar séu til í alvörunni,“ skrifaði Dave, skáldlegur í lýsingunum. Hann hélt áfram: „Þegar Katrín sagði halló, þá roðnaði hún öll og leit út fyrir að ætla deyja úr spennu og ótta,“ skrifaði Dave. „Þú ert búinn að vera hetjan mín frá því að ég var níu ára,“ útskýrði Paige Gershmel og lét Katrínu fá teikningu sína af Sleðahundinum sem er gælunafn Katrínar í CrossFit heiminum. „Frábæra hugarfarið sem þú leggur í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Þegar þú ferð í gegnum allt mótlæti eins og að hlutirnir eigi bara að vera svona,“ sagði Paige. Katrín var ánægð með að heyra þetta. „Þú veist ekki hversu máli þetta skiptir mig,“ sagði hvíslaði Katrín í eyra Paige. watch on YouTube Stelpurnar hittu líka Anníe Mist Þórisdóttur og þegar kom að því að kveðja þá fór Katrín ofan í pokann sinn og náði í bol merktum sér. Hún lét Paige hafa hann í kveðjugjöf. Dave er áfram í skáldlegum ham. „Paige horfir á bolinn eins og þetta sé Gryffindor sverðið. Hún þakkar Katrínu fyrir og setur aðra höndina á hjarta sér, lýsti Dave Castro. Hér fyrir ofan má sjá myndband af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. Paige sagði líka sína sögu af deginum sem má sjá hér fyrir neðan. Svo skemmtilega vill til að Katrín Tanja var auðvitað búin að skrifa skilaboð og segist hlakka til að fylgjast með Paige keppa á heimsleikunum í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Paige Gershmel (@paige_gersh)
CrossFit Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira