Katrín Tanja vonaðist eftir meiru en gaf loforð strax eftir heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á ferðinni á heimsleikunum um helgina. Instagram/@katrintanja Ísland átti enn á ný fulltrúa á verðlaunapalli heimsleikanna í CrossFit en þó ekki þá sömu og í fyrra. Anníe Mist Þórisdóttir tók sæti vinkonu sinnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur. Gleðin var mikil hjá Anníe en Katrín náði ekki markmiðum sínum. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir var á verðlaunapalli á heimsleikunum fyrir ári síðan en hún varð að sætta sig við tíunda sætið um helgina. Katrín Tanja var að keppa á heimsleikunum í níunda skiptið í ár og það þarf að fara átta ár aftur í tímann til að finna heimsleika þar sem hún var ekki meðal fimm efstu þegar hún var í hópi keppenda. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja missti af leikunum árið 2014 en frá árunum 2015 til 2020 þá var hún alltaf meðal fimm efstu þar af fjórum sinnum á verðlaunapallinum. Katrín gerði upp leikana stuttlega eftir keppnina og gaf þá loforð um að mæta aftur að ári. Hún er ekkert að fara að hætta en hún verður 29 ára á næsta ári og á því nóg eftir. „Ég elska að keppa. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í þessum heimi,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir í pistli á Instagram síðu sinni. Hún hætti heldur aldrei að keppa og sýndi það á lokadeginum þegar hún varð i áttunda sæti eða ofar í öllum greinunum. „Þrátt fyrir að ég hafi gert mér vonir um að enda ofar um helgina þá er ég mjög stolt af þeirri vinnu sem ég lagði í þetta tímabil. Ég gaf allt mitt um þessa helgi,“ skrifaði Katrín. Þetta var hennar lægsta sæti á heimsleikunum síðan að hún endaði í 24. sæti árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Þegar þú ert að reyna að verða sú besta í heimi þá getur því fylgt bæði möguleikinn á stórsigri sem og sorg. Við sem íþróttamenn verðum að viðurkenna það að við værum ekki til nema fyrir hvert annað. Það mun aldrei þó koma í veg fyrir að við reynum,“ skrifaði Katrín. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að stíga út á gólf með öllum þessum ótrúlegu konum í okkar íþrótt. Við leggjum allar mikla vinnu á okkur og fyrir vikið þá hækkum við ránna yfir það sem er mögulegt. Núna er bara að nota næsta ár til að verða betri,“ skrifaði Katrín og það er enginn uppgjafartónn í okkar konu. „og ég mun sjá ykkur aftur á næsta ári í Madison. Þakkir til allra fyrir stuðninginn um helgina. Það eru þið sem gerið heimsleikanna að mest töfrandi tíma ársins,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir var á verðlaunapalli á heimsleikunum fyrir ári síðan en hún varð að sætta sig við tíunda sætið um helgina. Katrín Tanja var að keppa á heimsleikunum í níunda skiptið í ár og það þarf að fara átta ár aftur í tímann til að finna heimsleika þar sem hún var ekki meðal fimm efstu þegar hún var í hópi keppenda. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja missti af leikunum árið 2014 en frá árunum 2015 til 2020 þá var hún alltaf meðal fimm efstu þar af fjórum sinnum á verðlaunapallinum. Katrín gerði upp leikana stuttlega eftir keppnina og gaf þá loforð um að mæta aftur að ári. Hún er ekkert að fara að hætta en hún verður 29 ára á næsta ári og á því nóg eftir. „Ég elska að keppa. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í þessum heimi,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir í pistli á Instagram síðu sinni. Hún hætti heldur aldrei að keppa og sýndi það á lokadeginum þegar hún varð i áttunda sæti eða ofar í öllum greinunum. „Þrátt fyrir að ég hafi gert mér vonir um að enda ofar um helgina þá er ég mjög stolt af þeirri vinnu sem ég lagði í þetta tímabil. Ég gaf allt mitt um þessa helgi,“ skrifaði Katrín. Þetta var hennar lægsta sæti á heimsleikunum síðan að hún endaði í 24. sæti árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Þegar þú ert að reyna að verða sú besta í heimi þá getur því fylgt bæði möguleikinn á stórsigri sem og sorg. Við sem íþróttamenn verðum að viðurkenna það að við værum ekki til nema fyrir hvert annað. Það mun aldrei þó koma í veg fyrir að við reynum,“ skrifaði Katrín. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að stíga út á gólf með öllum þessum ótrúlegu konum í okkar íþrótt. Við leggjum allar mikla vinnu á okkur og fyrir vikið þá hækkum við ránna yfir það sem er mögulegt. Núna er bara að nota næsta ár til að verða betri,“ skrifaði Katrín og það er enginn uppgjafartónn í okkar konu. „og ég mun sjá ykkur aftur á næsta ári í Madison. Þakkir til allra fyrir stuðninginn um helgina. Það eru þið sem gerið heimsleikanna að mest töfrandi tíma ársins,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira