Enski boltinn

Segir ekki koma til greina að selja Xhaka

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fer ekki fet.
Fer ekki fet. vísir/getty

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir ekki koma til greina að svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka verði seldur frá Lundúnarliðinu í sumar.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Xhaka í enskum fjölmiðlum í sumar og talið að Arteta hafi viljað losna við leikmanninn.

Viðræður við AS Roma voru sagðar langt komnar fyrr í sumar en eftir æfingaleik Arsenal og Chelsea í dag tók Arteta af allan vafa um framtíð Xhaka.

„Granit verður áfram með okkur. Hann er lykilmaður í okkar hópi,“ sagði Arteta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.