Lífið í „nýsjálensku leiðinni“ Sigurgeir Pétursson skrifar 1. ágúst 2021 19:25 Þann 25.júli skrifaði Gunnar Smári Egilsson pistil á þessum vettvangi þar sem hann lofar það sem hann kallar „nýsjálensku leiðina“ i baráttunni við COVID. Þar týnir hann til tölur um tilfelli af veirunni og dauðsföll á Nýja Sjálandi, sem eru mun lægri en í flestum öðrum löndum, eins og hann réttilega bendir á. Hálfgerð „útópía“ að hans mati. Ég bý í útópíunni Nýja Sjálandi og hef gert í yfir 30 ár og þekki því ágætlega til. Það er alveg rétt hjá Gunnari Smára að hér hefur veiran lítið angrað okkur og lífið því nokkurn veginn gengið sinn vanagang innanlands síðan í maí 2020, án nánast nokkurra takmarkanna innan landamæranna. En hinsvegar hafa verið í gildi mjög svo strangar reglur á landamærunum sem Gunnar Smári tiltekur ekki í grein sinni. Mér finnst því rétt, ef ætlunin er að skoða „nýsjálensku leiðina“ af alvöru, að tína til sumar fórnirnar sem við Nýsjálendingar höfum þurft að færa og gerum enn. Landamærin Nýja Sjálands hafa verið lokuð öllum nema Nýsjálendingum síðan í mars í fyrra. Nýsjálendingar sem vilja koma til Nýja Sjálands þurfa allir að fara á sóttvarnarhótel í 14 daga og borga fyrir það sem samsvarar 280.000 krónum. Þá skiptir engu máli hvort fólk sé bólusett eður ei. Allir þurfa að gera það sama. Það sem verra er, er að það þarf að bóka herbergi á þessum sóttvarnarhótelum áður en keyptur er flugmiði. Það eru einungis 4000 herbergi sem gegna þessu hlutverki og ca. 500 þeirra eru ekki á „almenna markaðinum“ þar sem þau eru frátekin vegna sérstakra tilfella sem fá undanþágur. Það hafa helst verið „vinir“ ríkisstjórnarinnar, oft og tíðum mjög ríkir, sem fá slíkar undanþágur. Herbergin eru sett á síðu ráðuneytisins af og til og enginn veit hvenær. Herbergin hafa undanfarna mánuði selst upp á ca. ¾ úr sekúndu eftir að þau eru sett i sölu. Þar hafa svokölluð „BOTS“ tekið yfirhöndina. Fyrir þá sem ekki vita, þá er BOTS tölvuforrit sem er ætlað til ákveðins tilgangs, í þessu tilfelli að bóka sóttkvíarherbergin. Það er orðið vonlaust fyrir venjulegt fólk að bóka þessi herbergi þar sem það tekur mun lengri tíma að fara í gegnum bókunarferlið sjálft en þær millisekúndur sem forritin þurfa. Svo eru þessi herbergi seld og í dag er hægt að „kaupa“ slík herbergi á ca. 260.000 krónur, sem margir Nýsjálendingar eru því miður að gera. Þar ofan á bætist svo 290.000 króna hótelkostnaðurinn sem minnst er á hér að ofan. Það er því ekki óvarlegt að áætla að Nýsjálendingar sem vilja komast heim, þurfi í dag að borga ca. 550.000 krónur til þess eins að fá aðgang að sóttkvíarhóteli, einhvern tímann á næstu mánuðum. Ef ég vildi t.d. bóka í dag, eru engin herbergi á lausu og allt fullbókað fram í lok nóvember. Næsta lota af herbergjum sem sett verður í sölu, en enginn veit hvenær, verður fyrir desember og janúar. Ég er sjómaður sem hef stundað mína vinnu erlendis í yfir 20 ár og flogið heim til Nýja Sjálands í mínum fríum. Það er nú orðið ógerningur og mín síðasta fjarvera sem venjulega er 2 mánuðir, varð að 7 mánuðum þar sem ég hreinlega fékk ekki sóttkvíarhótel herbergi á Nýja Sjálandi við heimkomu til míns heimalands. Annað dæmi af mínum persónulegu högum er að tengdamamma mín sem bjó í Wales lést í maí í fyrra. Hvorki ég né eiginkona mín komumst í jarðarför hennar né höfum getað heimsótt tengdapabba minn síðan. Við eigum einnig þrjú dásamleg barnabörn a Íslandi sem við höfum ekki getað heimsótt síðan faraldurinn skall á, þar af eina dásamlega litla afadóttur sem við hofum ekki séð í persónu síðan hún fæddist i janúar 2020. Það er rétt hjá Gunnari Smára að hingað til hefur stór hluti Nýsjálendinga stutt þessi mjög svo sterku landamærahöft. Hvort sem ríkisstjórnin er búin að segja að verði ekki breytt á þessu ári og hugsanlega ekki fyrr en vel er liðið á 2022. Ríkisstjórnin er ráðþrota og hefur engar raunverulegar áætlanir til að koma okkur út úr þessari stöðu. Það er mjög auðvelt að loka eyjum styðst suður í Kyrrahafi en virðist mun erfiðara að opna aftur. Það er mikið vegna þess að hér hefur ríkisstjórnin sofið algjörlega á verðinum varðandi bólusetningar og hafa einungis 10% þjóðarinnar verið fullbólusettir núna þegar þessi orð eru skrifuð. Ekkert útlit er á að það lagist að neinu ráði fyrr en í lok þessa árs. Í dag getum við Nýsjálendingar einungis ferðast til Cook Islands, þaðan sem greinarhöfundur skrifar þessa grein, án þess að þurfa í kostnaðarsama sóttkví við heimkomu. Heimkoma frá öllum öðrum löndum þarfnast 14 daga og mikils kostnaðar vegna sóttkvíar. Íbúar Nýja Sjálands eru flestir innflytjendur líkt og greinarhöfundur, af öllum þjóðernum og alls staðar að úr heiminum. Okkur er öllum ógjörningur að heimsækja fjölskyldur erlendis og vonlaust fyrir þær að heimsækja okkur. Í fjölmiðlum hefur undanfarið verid fjallað um stöðu nokkur hundruða fólks sem fékk atvinnuleyfi á Nýja Sjálandi og flutti hingað áður en faraldurinn skall á. Oft er þetta hámenntað starfsfólk sem vöntun er á á Nýja Sjálandi svo sem læknar, sjúkraliðar og kennarar. Þau hafa í hundruðum tilfella ekki getað hitt maka sína og börn síðan landamærunum var lokað þar sem þau eru ekki Nýsjálendingar og komast því ekki aftur inn í landið. Eins og lesendur skilja er þetta afskaplega erfitt og deilt er um það hér á Nýja Sjálandi hvort þetta hreinlega stenst Mannréttindasáttmala Sameinuðu Þjóðanna. Efnahagurinn hér hefur þrátt fyrir þetta haldist nokkuð góður hingað til, sem skýrist af endalausri prentun peninga. Ríkið dælir tugum milljarða dollara inn í hagkerfið, nánast vaxtalaust. Þetta hefur leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði sem hefur að meðaltali hækkað um 30% s.l. 12 mánuði og er nú orðið nánast ógerningur fyrir fyrstu kaupendur að eignast húsnæði. Einnig hefur mikið af þessum nánast fríu peningum farið i allslags viðhald og endurbætur á húsnæði og er nú nánast vonlaust að fá efni eða menn til slíkrar vinnu og verðið hefur rokið upp. Á meðan er ferðamannaiðnaðurinn í rústum og á sér ekki viðreisnarvon. Ráðherrar hafa hreinlega sagt að þegar þeir ákveða einhverntímann í framtíðinni að opna landamærin aftur, sjái þeir ekki fjöldatúrisma sem hluta af framtíðinni. Ferðaþjónustufyrirtækin standa ráðþrota frammi fyrir þessari framtíðarsýn. Þúsundir fyrirtækja og tugþúsundir starfa standa og falla með þessu. Það eru margar starfsgreinar sem standa frammi fyrir slíku. Eitt dæmi er þjónustuiðnaður við lúxus snekkjur sem var orðinn mjög stór hér á Nýja Sjálandi. Þetta var iðnaður sem byggðist á mikilli sérþekkingu. Þessi iðnaður er nú hruninn og starfsfólkið búið að missa vinnuna. Út frá þessu skapaðist annar iðnaður þar sem Nýsjálendingar voru afar vinsælir sem áhafnir á lúxussnekkjunum, oft i mjög eftirsóttum og hálaunuðum störfum. Þetta er nánast ógerningur i dag. Efnahagurinn hefur að miklu leyti haldist þokkalegur vegna þess hvað Nýja Sjáland er mikil matarkista. Hér framleiðum við matvörur á hverju ári sem myndi endast Nýsjálendingum í 13 ár og er mjög mikið af því flutt út. Hér er ég að tala um mjólkurvörur, kjöt, fisk, ávexti, léttvín og allslags annan varning. Vinna við þetta er oft i miklum skorpum, t.d. við ávaxtatínsluna sem stendur yfir í 2-3 mánuði. Í gegnum tíðina höfum við fengið mikið af erlendu vinnuafli til að sinna þessum störfum. Í dag er það ekki hægt og er talið að t.d. hafi um 20% af öllum eplum hér ekki verið tínd á þessu ári og hreinlega rotnað á jörðinni. Annað dæmi sem ég þekki persónulega er að fyrirtæki hafa keypt og flutt inn tæki og vélbúnað til að auka framleiðslu sína, en hafa ekki getað fengið tæknimenn inn í landið til að sjá um uppsetningu á slíkum búnaði. Ég þekki dæmi um fyrirtæki sem er búið að vera með nýjan búnað liggjandi síðan í mars 2020 og er ekki enn búið að koma af stað og enginn veit hvenær það verður. Allavega ekki á þessu ári. Annar stórmunur á „nýsjálensku leiðinni“ og „íslensku leiðinni“ er að hér á Nýja Sjálandi hefur öll ákvarðanataka varðandi þetta ferli allt saman verið há pólitískt. Mér finnst betur staðið að málum á Íslandi með sóttvarnarteymið sem tekur pólitík að miklu leyti út úr þessu mjög svo erfiða máli. En ætli Ísland alvarlega að skoða „nýsjálensku leiðina“ eins og Gunnar Smári leggur til, mæli ég eindregið með því að tekið verði tillit til þess sem ég hef nefnt i þessum pistli. Höfundur er skipstjóri og ræðismaður Íslands á Nýja Sjálandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Íslendingar erlendis Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þann 25.júli skrifaði Gunnar Smári Egilsson pistil á þessum vettvangi þar sem hann lofar það sem hann kallar „nýsjálensku leiðina“ i baráttunni við COVID. Þar týnir hann til tölur um tilfelli af veirunni og dauðsföll á Nýja Sjálandi, sem eru mun lægri en í flestum öðrum löndum, eins og hann réttilega bendir á. Hálfgerð „útópía“ að hans mati. Ég bý í útópíunni Nýja Sjálandi og hef gert í yfir 30 ár og þekki því ágætlega til. Það er alveg rétt hjá Gunnari Smára að hér hefur veiran lítið angrað okkur og lífið því nokkurn veginn gengið sinn vanagang innanlands síðan í maí 2020, án nánast nokkurra takmarkanna innan landamæranna. En hinsvegar hafa verið í gildi mjög svo strangar reglur á landamærunum sem Gunnar Smári tiltekur ekki í grein sinni. Mér finnst því rétt, ef ætlunin er að skoða „nýsjálensku leiðina“ af alvöru, að tína til sumar fórnirnar sem við Nýsjálendingar höfum þurft að færa og gerum enn. Landamærin Nýja Sjálands hafa verið lokuð öllum nema Nýsjálendingum síðan í mars í fyrra. Nýsjálendingar sem vilja koma til Nýja Sjálands þurfa allir að fara á sóttvarnarhótel í 14 daga og borga fyrir það sem samsvarar 280.000 krónum. Þá skiptir engu máli hvort fólk sé bólusett eður ei. Allir þurfa að gera það sama. Það sem verra er, er að það þarf að bóka herbergi á þessum sóttvarnarhótelum áður en keyptur er flugmiði. Það eru einungis 4000 herbergi sem gegna þessu hlutverki og ca. 500 þeirra eru ekki á „almenna markaðinum“ þar sem þau eru frátekin vegna sérstakra tilfella sem fá undanþágur. Það hafa helst verið „vinir“ ríkisstjórnarinnar, oft og tíðum mjög ríkir, sem fá slíkar undanþágur. Herbergin eru sett á síðu ráðuneytisins af og til og enginn veit hvenær. Herbergin hafa undanfarna mánuði selst upp á ca. ¾ úr sekúndu eftir að þau eru sett i sölu. Þar hafa svokölluð „BOTS“ tekið yfirhöndina. Fyrir þá sem ekki vita, þá er BOTS tölvuforrit sem er ætlað til ákveðins tilgangs, í þessu tilfelli að bóka sóttkvíarherbergin. Það er orðið vonlaust fyrir venjulegt fólk að bóka þessi herbergi þar sem það tekur mun lengri tíma að fara í gegnum bókunarferlið sjálft en þær millisekúndur sem forritin þurfa. Svo eru þessi herbergi seld og í dag er hægt að „kaupa“ slík herbergi á ca. 260.000 krónur, sem margir Nýsjálendingar eru því miður að gera. Þar ofan á bætist svo 290.000 króna hótelkostnaðurinn sem minnst er á hér að ofan. Það er því ekki óvarlegt að áætla að Nýsjálendingar sem vilja komast heim, þurfi í dag að borga ca. 550.000 krónur til þess eins að fá aðgang að sóttkvíarhóteli, einhvern tímann á næstu mánuðum. Ef ég vildi t.d. bóka í dag, eru engin herbergi á lausu og allt fullbókað fram í lok nóvember. Næsta lota af herbergjum sem sett verður í sölu, en enginn veit hvenær, verður fyrir desember og janúar. Ég er sjómaður sem hef stundað mína vinnu erlendis í yfir 20 ár og flogið heim til Nýja Sjálands í mínum fríum. Það er nú orðið ógerningur og mín síðasta fjarvera sem venjulega er 2 mánuðir, varð að 7 mánuðum þar sem ég hreinlega fékk ekki sóttkvíarhótel herbergi á Nýja Sjálandi við heimkomu til míns heimalands. Annað dæmi af mínum persónulegu högum er að tengdamamma mín sem bjó í Wales lést í maí í fyrra. Hvorki ég né eiginkona mín komumst í jarðarför hennar né höfum getað heimsótt tengdapabba minn síðan. Við eigum einnig þrjú dásamleg barnabörn a Íslandi sem við höfum ekki getað heimsótt síðan faraldurinn skall á, þar af eina dásamlega litla afadóttur sem við hofum ekki séð í persónu síðan hún fæddist i janúar 2020. Það er rétt hjá Gunnari Smára að hingað til hefur stór hluti Nýsjálendinga stutt þessi mjög svo sterku landamærahöft. Hvort sem ríkisstjórnin er búin að segja að verði ekki breytt á þessu ári og hugsanlega ekki fyrr en vel er liðið á 2022. Ríkisstjórnin er ráðþrota og hefur engar raunverulegar áætlanir til að koma okkur út úr þessari stöðu. Það er mjög auðvelt að loka eyjum styðst suður í Kyrrahafi en virðist mun erfiðara að opna aftur. Það er mikið vegna þess að hér hefur ríkisstjórnin sofið algjörlega á verðinum varðandi bólusetningar og hafa einungis 10% þjóðarinnar verið fullbólusettir núna þegar þessi orð eru skrifuð. Ekkert útlit er á að það lagist að neinu ráði fyrr en í lok þessa árs. Í dag getum við Nýsjálendingar einungis ferðast til Cook Islands, þaðan sem greinarhöfundur skrifar þessa grein, án þess að þurfa í kostnaðarsama sóttkví við heimkomu. Heimkoma frá öllum öðrum löndum þarfnast 14 daga og mikils kostnaðar vegna sóttkvíar. Íbúar Nýja Sjálands eru flestir innflytjendur líkt og greinarhöfundur, af öllum þjóðernum og alls staðar að úr heiminum. Okkur er öllum ógjörningur að heimsækja fjölskyldur erlendis og vonlaust fyrir þær að heimsækja okkur. Í fjölmiðlum hefur undanfarið verid fjallað um stöðu nokkur hundruða fólks sem fékk atvinnuleyfi á Nýja Sjálandi og flutti hingað áður en faraldurinn skall á. Oft er þetta hámenntað starfsfólk sem vöntun er á á Nýja Sjálandi svo sem læknar, sjúkraliðar og kennarar. Þau hafa í hundruðum tilfella ekki getað hitt maka sína og börn síðan landamærunum var lokað þar sem þau eru ekki Nýsjálendingar og komast því ekki aftur inn í landið. Eins og lesendur skilja er þetta afskaplega erfitt og deilt er um það hér á Nýja Sjálandi hvort þetta hreinlega stenst Mannréttindasáttmala Sameinuðu Þjóðanna. Efnahagurinn hér hefur þrátt fyrir þetta haldist nokkuð góður hingað til, sem skýrist af endalausri prentun peninga. Ríkið dælir tugum milljarða dollara inn í hagkerfið, nánast vaxtalaust. Þetta hefur leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði sem hefur að meðaltali hækkað um 30% s.l. 12 mánuði og er nú orðið nánast ógerningur fyrir fyrstu kaupendur að eignast húsnæði. Einnig hefur mikið af þessum nánast fríu peningum farið i allslags viðhald og endurbætur á húsnæði og er nú nánast vonlaust að fá efni eða menn til slíkrar vinnu og verðið hefur rokið upp. Á meðan er ferðamannaiðnaðurinn í rústum og á sér ekki viðreisnarvon. Ráðherrar hafa hreinlega sagt að þegar þeir ákveða einhverntímann í framtíðinni að opna landamærin aftur, sjái þeir ekki fjöldatúrisma sem hluta af framtíðinni. Ferðaþjónustufyrirtækin standa ráðþrota frammi fyrir þessari framtíðarsýn. Þúsundir fyrirtækja og tugþúsundir starfa standa og falla með þessu. Það eru margar starfsgreinar sem standa frammi fyrir slíku. Eitt dæmi er þjónustuiðnaður við lúxus snekkjur sem var orðinn mjög stór hér á Nýja Sjálandi. Þetta var iðnaður sem byggðist á mikilli sérþekkingu. Þessi iðnaður er nú hruninn og starfsfólkið búið að missa vinnuna. Út frá þessu skapaðist annar iðnaður þar sem Nýsjálendingar voru afar vinsælir sem áhafnir á lúxussnekkjunum, oft i mjög eftirsóttum og hálaunuðum störfum. Þetta er nánast ógerningur i dag. Efnahagurinn hefur að miklu leyti haldist þokkalegur vegna þess hvað Nýja Sjáland er mikil matarkista. Hér framleiðum við matvörur á hverju ári sem myndi endast Nýsjálendingum í 13 ár og er mjög mikið af því flutt út. Hér er ég að tala um mjólkurvörur, kjöt, fisk, ávexti, léttvín og allslags annan varning. Vinna við þetta er oft i miklum skorpum, t.d. við ávaxtatínsluna sem stendur yfir í 2-3 mánuði. Í gegnum tíðina höfum við fengið mikið af erlendu vinnuafli til að sinna þessum störfum. Í dag er það ekki hægt og er talið að t.d. hafi um 20% af öllum eplum hér ekki verið tínd á þessu ári og hreinlega rotnað á jörðinni. Annað dæmi sem ég þekki persónulega er að fyrirtæki hafa keypt og flutt inn tæki og vélbúnað til að auka framleiðslu sína, en hafa ekki getað fengið tæknimenn inn í landið til að sjá um uppsetningu á slíkum búnaði. Ég þekki dæmi um fyrirtæki sem er búið að vera með nýjan búnað liggjandi síðan í mars 2020 og er ekki enn búið að koma af stað og enginn veit hvenær það verður. Allavega ekki á þessu ári. Annar stórmunur á „nýsjálensku leiðinni“ og „íslensku leiðinni“ er að hér á Nýja Sjálandi hefur öll ákvarðanataka varðandi þetta ferli allt saman verið há pólitískt. Mér finnst betur staðið að málum á Íslandi með sóttvarnarteymið sem tekur pólitík að miklu leyti út úr þessu mjög svo erfiða máli. En ætli Ísland alvarlega að skoða „nýsjálensku leiðina“ eins og Gunnar Smári leggur til, mæli ég eindregið með því að tekið verði tillit til þess sem ég hef nefnt i þessum pistli. Höfundur er skipstjóri og ræðismaður Íslands á Nýja Sjálandi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun