Innlent

Fólkið sem talið er að hafi sýkst aftur var ekki bólusett

Eiður Þór Árnason skrifar
Kamilla S. Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði landlæknisembættisins, og Alma Möller landlæknir.
Kamilla S. Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði landlæknisembættisins, og Alma Möller landlæknir. Vísir/Sigurjón

Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem grunað er að hafi sýkst aftur af Covid-19 eru bólusettir. Nokkuð langur tími leið frá fyrra smiti áður en smit virtist koma upp aftur.

Þetta kom fram í máli Kamillu S. Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, greindi frá því á sunnudag að vísindamenn við Landspítalann væru að rannaka fjögur tilvik þar sem grunur væri um endursýkingu.

Dæmi eru um að endursýkingar hafi komið upp erlendis og sagði Kamilla að þær væru algengari hjá fólki sem er í ónæmisbælandi meðferð eða með sjúkdóma sem veikla ónæmiskerfið. Hún bætti við að það lægi ekki fyrir hvort slíkir þætti hafi haft áhrif á umrædda einstaklinga.

Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundinum að gögn um delta-afbrigði kórónuveirunnar bendi til að endursýkingar séu alla jafna fátíðar.


Tengdar fréttir

Grunur um að nokkrir hafi sýkst tvisvar af Covid-19 hér á landi

Grunur er um að þrír til fjórir einstaklingar hér á landi hafi sýkst af Covid-19 í annað sinn. Eru tilvikin nú til rannsóknar hjá vísindamönnum Landspítalans. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir að smit virðist almennt vera mun útbreiddari í samfélaginu nú en í fyrri bylgjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×