Sport

Heimir Guðjónsson: Við ætluðum að svara fyrir síðustu leiki

Andri Már Eggertsson skrifar
Heimir Guðjónsson var kátur með sigurinn
Heimir Guðjónsson var kátur með sigurinn Vísir/Hulda Margrét

Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var afar sáttur með stigin þrjú í leiks lok.

„Ég er mjög sáttur, mér fannst við spila vel sérstaklega í síðari hálfleik þar sem við gerðum tvö góð mörk."

„Við byrjuðum leikinn vel, HK komst síðan inn í leikinn og átti sín tækifæri til að gera fyrsta mark leiksins," sagði Heimir Guðjónsson sáttur í leiks lok.

Patrick Pedersen gerði fyrsta mark leiksins skömmu fyrir hálfleik sem létti Val lundina.

„Ég viðurkenni það, við erum búnir að tapa fjórum leikjum í röð og því slaknar á spilamennskunni en menn fengu sjálfstraust eftir fyrsta markið þar sem boltinn gekk vel á milli manna."

Heimir var ánægður með margt og hrósaði liðsheildinni í sínu liði.

„Ég var ánægður með liðsheildina, menn voru staðráðir í að gera þetta vel, í ljósi þess að við höfum verið í smá brasi í síðustu leikjum svo það var jákvætt að við svöruðum fyrir okkur í kvöld."

Valur sótti mikið á hægri kantinn sem skilaði þeim tveimur mörkum í síðari hálfleik.

„Það var ákveðið upplegg að nýta okkur Birki Má sóknarlega sem mér fannst spila mjög vel í kvöld," sagði Heimir í leiks lok.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.