Körfubolti

Kefla­vík fær liðs­styrk frá Ís­lands­meisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halldór Garðar Hermannsson í baráttu við Val Orra Valsson, verðandi samherja sinn hjá Keflavík.
Halldór Garðar Hermannsson í baráttu við Val Orra Valsson, verðandi samherja sinn hjá Keflavík. vísir/Bára Dröfn

Körfuboltamaðurinn Halldór Garðar Hermannsson er genginn í raðir Keflavíkur frá Íslandsmeisturum Þórs Þ.

Halldór skrifaði undir tveggja ára samning við Keflavík. Á síðasta tímabili urðu Keflvíkingar deildarmeistarar með miklum yfirburðum en töpuðu fyrir Halldóri og félögum í Þór í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Halldór hefur leikið með Þór allan sinn feril. Hann hefur verið í öllum yngri landsliðunum og leikið fjóra leiki fyrir A-landsliðið.

Á síðasta tímabili var Halldór 8,5 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildakeppninni og 6,5 stig og 4,2 stoðsendingar í úrslitakeppninni.

Auk Halldórs hefur Keflavík fengið Slóvenann Jaka Brodnik frá Tindastóli.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.