Körfubolti

Mirza skiptir Garða­bænum út fyrir Grafar­voginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mirza mun spila með Fjölni í vetur.
Mirza mun spila með Fjölni í vetur. Vísir/Hulda Margrét

Mirza Sarajlija hefur samið við Fjölni í 1. deild karla í körfubolta og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Mirza lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en mun nú færa sig niður um deild.

Slóveninn Mirza hefur komið víða við á ferli sínum og hefur leikið með 13 liðum frá árinu 2007 þrátt fyrir að vera aðeins þrítugur. 

Hann skilaði góðum tölum með Stjörnunni á síðustu leiktíð. Skoraði 14 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar. Stjarnan datt út í undanúrslitum Íslandsmótsins gegn verðandi meisturum í Þór Þorlákshöfn. 

Mirza á nú að hjálpa Fjölni að reyna vinna sér inn sæti í efstu deild karla. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.