Giannis frábær í nótt en Phoenix Suns komst samt í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2021 07:31 Devin Booker átti mjög flottan leik í nótt og hér fer hann framhjá Khris Middleton. AP/Ross D. Franklin Phoenix Suns vann annan leikinn í röð í úrslitaeinvíginu á móti Milwaukee Bucks en Suns liðið fagnaði tíu stiga sigri í nótt, 118-108. Giannis Antetokounmpo var frábær í liði Milwaukee Bucks með 42 stig og 12 fráköst en hann reyndi nánast upp á sitt einsdæmi að koma liðinu aftur inn í leikinn með því að skorað 20 stig í þriðja leikhlutanum. HUGE Game 2 for @Giannis_An34. #NBAPlayoffs career-high 42 PTS 12 REB, 3 BLK 20 PTS in 3Q (most in #NBAFinals quarter since MJ in 1993)#ThatsGame Game 3: Sunday, 8 PM ET, ABC pic.twitter.com/Nd3GQcVs1F— NBA (@NBA) July 9, 2021 Giannis þyrfti miklu meiri hjálp og á sama tíma röðuðu leikmenn Suns niður þriggja stiga skotunum en þeir hittu alls úr 20 af 40 skotum sínum fyrir utan. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn en tapaði bæði í lokaúrslitunum 1976 og 1993. Þá lenti liðið 2-0 undir en núna er liðið 2-0 yfir. @DevinBook in Game 2:31 PTS7 3PM@Suns go up 2-0 in the #NBAFinals presented by YouTube TV.. Game 3 is Sunday at 8 PM ET on ABC. #ThatsGame pic.twitter.com/E6BV9f6Nr8— NBA (@NBA) July 9, 2021 Fyrstu tveir leikirnir voru í Phoenix en næstu tveir fara fram á heimavelli Milwaukee Bucks. Devin Booker skoraði 31 stig fyrir Phoenix Suns og var einnig með sex stoðsendingar en hann hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum. Chris Paul skoraði 23 stig, gaf 8 stoðsendingar og hitti úr 3 af 5 þriggja stiga skotum. 23 PTS, 8 AST for @CP3 in Game 2. #ThatsGame@Suns lead #NBAFinals presented by YouTube TV 2-0.. Game 3 is Sunday at 8pm/et on ABC. pic.twitter.com/8CAb1YY6Tj— NBA (@NBA) July 9, 2021 Það er óhætt að segja að bakvarðarsveit Suns liðsins hafi verið í fínu lagi en stór strákurinn Deandre Ayton (10 stig, 11 fráköst) var ekki eins sannfærandi. Það voru fleiri að spila vel því Mikal Bridges skoraði 27 stig sem er það mesta sem hann hefur gert í einum leik í úrslitakeppninni. Eins og áður sagði þá brugðust liðsfélagar Giannis honum í þessum leik og besta dæmið um það er Khris Middleton sem skoraði aðeins 11 stig en hann klikkaði á 11 af 16 skotum sínum. Jrue Holiday skoraði 17 stig en hitti aðeins úr 7 af 21 skoti en kom síðan með 14 stig og fjóra þrista af bekknum. @mikal_bridges goes off for an #NBAPlayoffs career-high 27 PTS in Game 2! #ThatsGame @Suns seek 3-0 lead Sunday at 8 PM ET on ABC. #NBAFinals pic.twitter.com/ehqGoGwe9Y— NBA (@NBA) July 9, 2021 Milwaukee vann stigin í teignum 20-0 í fyrsta leikhluta en voru samt bara þremur stigum yfir því Suns skoraði átta af níu körfum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Phoenix tók síðan völdin í leiknum með því að vinna annan leikhlutann 30-16 og voru með frumkvæðið eftir það. NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var frábær í liði Milwaukee Bucks með 42 stig og 12 fráköst en hann reyndi nánast upp á sitt einsdæmi að koma liðinu aftur inn í leikinn með því að skorað 20 stig í þriðja leikhlutanum. HUGE Game 2 for @Giannis_An34. #NBAPlayoffs career-high 42 PTS 12 REB, 3 BLK 20 PTS in 3Q (most in #NBAFinals quarter since MJ in 1993)#ThatsGame Game 3: Sunday, 8 PM ET, ABC pic.twitter.com/Nd3GQcVs1F— NBA (@NBA) July 9, 2021 Giannis þyrfti miklu meiri hjálp og á sama tíma röðuðu leikmenn Suns niður þriggja stiga skotunum en þeir hittu alls úr 20 af 40 skotum sínum fyrir utan. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn en tapaði bæði í lokaúrslitunum 1976 og 1993. Þá lenti liðið 2-0 undir en núna er liðið 2-0 yfir. @DevinBook in Game 2:31 PTS7 3PM@Suns go up 2-0 in the #NBAFinals presented by YouTube TV.. Game 3 is Sunday at 8 PM ET on ABC. #ThatsGame pic.twitter.com/E6BV9f6Nr8— NBA (@NBA) July 9, 2021 Fyrstu tveir leikirnir voru í Phoenix en næstu tveir fara fram á heimavelli Milwaukee Bucks. Devin Booker skoraði 31 stig fyrir Phoenix Suns og var einnig með sex stoðsendingar en hann hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum. Chris Paul skoraði 23 stig, gaf 8 stoðsendingar og hitti úr 3 af 5 þriggja stiga skotum. 23 PTS, 8 AST for @CP3 in Game 2. #ThatsGame@Suns lead #NBAFinals presented by YouTube TV 2-0.. Game 3 is Sunday at 8pm/et on ABC. pic.twitter.com/8CAb1YY6Tj— NBA (@NBA) July 9, 2021 Það er óhætt að segja að bakvarðarsveit Suns liðsins hafi verið í fínu lagi en stór strákurinn Deandre Ayton (10 stig, 11 fráköst) var ekki eins sannfærandi. Það voru fleiri að spila vel því Mikal Bridges skoraði 27 stig sem er það mesta sem hann hefur gert í einum leik í úrslitakeppninni. Eins og áður sagði þá brugðust liðsfélagar Giannis honum í þessum leik og besta dæmið um það er Khris Middleton sem skoraði aðeins 11 stig en hann klikkaði á 11 af 16 skotum sínum. Jrue Holiday skoraði 17 stig en hitti aðeins úr 7 af 21 skoti en kom síðan með 14 stig og fjóra þrista af bekknum. @mikal_bridges goes off for an #NBAPlayoffs career-high 27 PTS in Game 2! #ThatsGame @Suns seek 3-0 lead Sunday at 8 PM ET on ABC. #NBAFinals pic.twitter.com/ehqGoGwe9Y— NBA (@NBA) July 9, 2021 Milwaukee vann stigin í teignum 20-0 í fyrsta leikhluta en voru samt bara þremur stigum yfir því Suns skoraði átta af níu körfum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Phoenix tók síðan völdin í leiknum með því að vinna annan leikhlutann 30-16 og voru með frumkvæðið eftir það.
NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira