Sport

Dag­skráin í dag: Þór Þor­láks­höfn getur klárað dæmið, At­lanta mætir Milwaukee og nóg af golfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórsarar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.
Þórsarar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Vísir/Bára

Það er nóg af körfubolta og golfi fyrir íþróttaþyrsta í dag á meðan hvorki EM né íslenski boltinn er í gangi.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.30 hefst upphitun fyrir leik kvöldsins í Þorlákshöfn þar sem Þórsarar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Þeir leiða 2-1 í einvígi sinu gegn Keflavík en gestirnir unnu síðasta leik og ætla sér svo sannarlega að fara með þetta einvígi í oddaleik.

Eftir leik verður farið yfir allt sem gerðist í Domino´s Körfuboltakvöldi, hefst þátturinn klukkan 22.00.

Stöð 2 Sport 2

Annar leikur í einvígi Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubotla hefst klukkan 00.30. Atlanta leiðir 1-0 í einvíginu.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 10.30 hefst Opna BMW International-mótið í golfi en það er hluti af Evrópumótaröðinni.

Stöð 2 Golf

Klukkan 15.00 hefst KPMG meistaramót kvenna í golfi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 19.00 er PGA-mótaröðin á dagskrá. Það hefst að nýju klukkan 21.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×