Hamfarir hjá Heilsuvernd - Hvað kemur næst? Einar A. Brynjólfsson skrifar 23. júní 2021 12:31 Á föstudag í síðustu viku bárust þær fréttir að Heilsuvernd - Hjúkrunarheimili, sem tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl., hefði sagt upp vel á þriðja tug starfsfólks, sem sumt átti að baki áratuga starfsreynslu hjá stofnuninni. Þessar fréttir voru veruleg vonbrigði en komu fæstum þó á óvart. Undirritaður hefur fylgst vel með málefnum ÖA til margra ára, m.a. vegna persónulegra tengsla við starfsfólk (og vegna þátttöku í pólitík) og hefur ekki dulist hversu frábært starf hefur verið unnið þarna í þágu þeirra sem þarna eiga sitt heimili eða nýta sér tímabundna og afmarkaða þjónustu á borð við dagþjálfun eða hvíldarinnlagnir, svo dæmi séu nefnd. Undirritaður hefur leitað svara hjá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstýru, varðandi ýmislegt sem snýr að krónum og aurum og er reyndar ýmislegt óljóst enn í þeim efnum. Það er þó ekki efni þessa pistils, heldur er ætlunin að fjalla um fólkið sem þetta hefur áhrif á, starfsfólkið og íbúana. Eitt atriði hefur ekki farið hátt, en það er sú staðreynd að einhverjum einstaklingum var ekki sagt upp heldur var þeim boðið að skrifa undir samkomulag um starfslok. Það hlýtur að teljast aumt þegar einstaklingur, sem er í áfalli vegna uppsagnar, er hálfpartinn plataður til að undirrita plagg þar að lútandi, mjög fljótt eftir að hafa fengið „gleðitíðindin“ um starfslok. Undirritaðan skortir þekkingu til að dæma hvers vegna sumu starfsfólki var stillt upp við vegg með þessu móti, en vonandi þýðir það ekki réttindamissi af neinu tagi. Í útvarpsþætti um liðna helgi svaraði Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, þeirri spurningu hvort þetta væri „síðasta aðgerðin í þessum anda“, þ.e. hópuppsagnir starfsfólks, með eftirfarandi orðum: „Ja, það er auðvitað aldrei hægt að lofa því, en það er í bili hugsunin, já og það er auðvitað það sem við erum að horfa til.“ Svo bætti hann við: „Markmiðið er, bara svo það sé sagt, að viðhalda þeirri frábæru þjónustu sem verið hefur, eins og hægt er, með því góða starfsfólki sem þarna hefur verið og halda áfram en nýta tækifærin.“ Þessi orð virka ekki sérlega traustvekjandi, sérstaklega ef þau eru skoðuð í samhengi við eftirfarandi klausu sem birtist í bréfi sem Teitur sendi starfsfólki öldrunarheimilanna sl. föstudagskvöld: „Unnið er að því að mögulegt verði að bjóða sem flestu núverandi starfsfólki áframhaldandi starf og hyggst HH bjóða þeim nýja ráðningarsamninga sem munu taka við af fyrri samningum og kjörum …“ Nokkrum klukkustundum fyrr, þ.e. föstudaginn 18. júní tilkynnti Teitur starfsfólki að fundur yrði boðaður í næstu viku, þ.e. þessari sem nú er runnin upp og sagði að fólk skyldi búa sig undir hann, hvað sem það á nú að þýða. Umræddur fundur starfsfólks með Teiti hefur verið boðaður föstudaginn 25. júní. Af íbúum er það helst að frétta að þeir fá ekki lengur notið þjónustu eins helsta sérfræðings landsins í heilabilun (Alzheimer), þar sem viðkomandi hjúkrunarfræðingur hefur verið látinn taka pokann sinn. Í því samhengi verður fróðlegt að sjá hvort Heilsuvernd verði gert að framfylgja aðgerðaáætlun Heilbrigðisráðuneytisins um þjónustu við fólk með heilabilun, sem Svandís Svavarsdóttir kynnti með stolti fyrir rúmu ári. íbúarnir fá ekki heldur notið þjónustu þess starfsfólks sem innleiddi Eden-stefnuna fyrir rúmum tíu árum og hefur tryggt framgang hennar og þróun æ síðan. Vonandi verða næstu fréttir af þess þessu máli ánægjulegri en þær sem hingað til hafa borist. Höfundur er ósáttur Akureyringur og oddviti Pírata við Alþingiskosningarnar 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Akureyri Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á föstudag í síðustu viku bárust þær fréttir að Heilsuvernd - Hjúkrunarheimili, sem tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl., hefði sagt upp vel á þriðja tug starfsfólks, sem sumt átti að baki áratuga starfsreynslu hjá stofnuninni. Þessar fréttir voru veruleg vonbrigði en komu fæstum þó á óvart. Undirritaður hefur fylgst vel með málefnum ÖA til margra ára, m.a. vegna persónulegra tengsla við starfsfólk (og vegna þátttöku í pólitík) og hefur ekki dulist hversu frábært starf hefur verið unnið þarna í þágu þeirra sem þarna eiga sitt heimili eða nýta sér tímabundna og afmarkaða þjónustu á borð við dagþjálfun eða hvíldarinnlagnir, svo dæmi séu nefnd. Undirritaður hefur leitað svara hjá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstýru, varðandi ýmislegt sem snýr að krónum og aurum og er reyndar ýmislegt óljóst enn í þeim efnum. Það er þó ekki efni þessa pistils, heldur er ætlunin að fjalla um fólkið sem þetta hefur áhrif á, starfsfólkið og íbúana. Eitt atriði hefur ekki farið hátt, en það er sú staðreynd að einhverjum einstaklingum var ekki sagt upp heldur var þeim boðið að skrifa undir samkomulag um starfslok. Það hlýtur að teljast aumt þegar einstaklingur, sem er í áfalli vegna uppsagnar, er hálfpartinn plataður til að undirrita plagg þar að lútandi, mjög fljótt eftir að hafa fengið „gleðitíðindin“ um starfslok. Undirritaðan skortir þekkingu til að dæma hvers vegna sumu starfsfólki var stillt upp við vegg með þessu móti, en vonandi þýðir það ekki réttindamissi af neinu tagi. Í útvarpsþætti um liðna helgi svaraði Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, þeirri spurningu hvort þetta væri „síðasta aðgerðin í þessum anda“, þ.e. hópuppsagnir starfsfólks, með eftirfarandi orðum: „Ja, það er auðvitað aldrei hægt að lofa því, en það er í bili hugsunin, já og það er auðvitað það sem við erum að horfa til.“ Svo bætti hann við: „Markmiðið er, bara svo það sé sagt, að viðhalda þeirri frábæru þjónustu sem verið hefur, eins og hægt er, með því góða starfsfólki sem þarna hefur verið og halda áfram en nýta tækifærin.“ Þessi orð virka ekki sérlega traustvekjandi, sérstaklega ef þau eru skoðuð í samhengi við eftirfarandi klausu sem birtist í bréfi sem Teitur sendi starfsfólki öldrunarheimilanna sl. föstudagskvöld: „Unnið er að því að mögulegt verði að bjóða sem flestu núverandi starfsfólki áframhaldandi starf og hyggst HH bjóða þeim nýja ráðningarsamninga sem munu taka við af fyrri samningum og kjörum …“ Nokkrum klukkustundum fyrr, þ.e. föstudaginn 18. júní tilkynnti Teitur starfsfólki að fundur yrði boðaður í næstu viku, þ.e. þessari sem nú er runnin upp og sagði að fólk skyldi búa sig undir hann, hvað sem það á nú að þýða. Umræddur fundur starfsfólks með Teiti hefur verið boðaður föstudaginn 25. júní. Af íbúum er það helst að frétta að þeir fá ekki lengur notið þjónustu eins helsta sérfræðings landsins í heilabilun (Alzheimer), þar sem viðkomandi hjúkrunarfræðingur hefur verið látinn taka pokann sinn. Í því samhengi verður fróðlegt að sjá hvort Heilsuvernd verði gert að framfylgja aðgerðaáætlun Heilbrigðisráðuneytisins um þjónustu við fólk með heilabilun, sem Svandís Svavarsdóttir kynnti með stolti fyrir rúmu ári. íbúarnir fá ekki heldur notið þjónustu þess starfsfólks sem innleiddi Eden-stefnuna fyrir rúmum tíu árum og hefur tryggt framgang hennar og þróun æ síðan. Vonandi verða næstu fréttir af þess þessu máli ánægjulegri en þær sem hingað til hafa borist. Höfundur er ósáttur Akureyringur og oddviti Pírata við Alþingiskosningarnar 25. september nk.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun