Hamfarir hjá Heilsuvernd - Hvað kemur næst? Einar A. Brynjólfsson skrifar 23. júní 2021 12:31 Á föstudag í síðustu viku bárust þær fréttir að Heilsuvernd - Hjúkrunarheimili, sem tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl., hefði sagt upp vel á þriðja tug starfsfólks, sem sumt átti að baki áratuga starfsreynslu hjá stofnuninni. Þessar fréttir voru veruleg vonbrigði en komu fæstum þó á óvart. Undirritaður hefur fylgst vel með málefnum ÖA til margra ára, m.a. vegna persónulegra tengsla við starfsfólk (og vegna þátttöku í pólitík) og hefur ekki dulist hversu frábært starf hefur verið unnið þarna í þágu þeirra sem þarna eiga sitt heimili eða nýta sér tímabundna og afmarkaða þjónustu á borð við dagþjálfun eða hvíldarinnlagnir, svo dæmi séu nefnd. Undirritaður hefur leitað svara hjá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstýru, varðandi ýmislegt sem snýr að krónum og aurum og er reyndar ýmislegt óljóst enn í þeim efnum. Það er þó ekki efni þessa pistils, heldur er ætlunin að fjalla um fólkið sem þetta hefur áhrif á, starfsfólkið og íbúana. Eitt atriði hefur ekki farið hátt, en það er sú staðreynd að einhverjum einstaklingum var ekki sagt upp heldur var þeim boðið að skrifa undir samkomulag um starfslok. Það hlýtur að teljast aumt þegar einstaklingur, sem er í áfalli vegna uppsagnar, er hálfpartinn plataður til að undirrita plagg þar að lútandi, mjög fljótt eftir að hafa fengið „gleðitíðindin“ um starfslok. Undirritaðan skortir þekkingu til að dæma hvers vegna sumu starfsfólki var stillt upp við vegg með þessu móti, en vonandi þýðir það ekki réttindamissi af neinu tagi. Í útvarpsþætti um liðna helgi svaraði Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, þeirri spurningu hvort þetta væri „síðasta aðgerðin í þessum anda“, þ.e. hópuppsagnir starfsfólks, með eftirfarandi orðum: „Ja, það er auðvitað aldrei hægt að lofa því, en það er í bili hugsunin, já og það er auðvitað það sem við erum að horfa til.“ Svo bætti hann við: „Markmiðið er, bara svo það sé sagt, að viðhalda þeirri frábæru þjónustu sem verið hefur, eins og hægt er, með því góða starfsfólki sem þarna hefur verið og halda áfram en nýta tækifærin.“ Þessi orð virka ekki sérlega traustvekjandi, sérstaklega ef þau eru skoðuð í samhengi við eftirfarandi klausu sem birtist í bréfi sem Teitur sendi starfsfólki öldrunarheimilanna sl. föstudagskvöld: „Unnið er að því að mögulegt verði að bjóða sem flestu núverandi starfsfólki áframhaldandi starf og hyggst HH bjóða þeim nýja ráðningarsamninga sem munu taka við af fyrri samningum og kjörum …“ Nokkrum klukkustundum fyrr, þ.e. föstudaginn 18. júní tilkynnti Teitur starfsfólki að fundur yrði boðaður í næstu viku, þ.e. þessari sem nú er runnin upp og sagði að fólk skyldi búa sig undir hann, hvað sem það á nú að þýða. Umræddur fundur starfsfólks með Teiti hefur verið boðaður föstudaginn 25. júní. Af íbúum er það helst að frétta að þeir fá ekki lengur notið þjónustu eins helsta sérfræðings landsins í heilabilun (Alzheimer), þar sem viðkomandi hjúkrunarfræðingur hefur verið látinn taka pokann sinn. Í því samhengi verður fróðlegt að sjá hvort Heilsuvernd verði gert að framfylgja aðgerðaáætlun Heilbrigðisráðuneytisins um þjónustu við fólk með heilabilun, sem Svandís Svavarsdóttir kynnti með stolti fyrir rúmu ári. íbúarnir fá ekki heldur notið þjónustu þess starfsfólks sem innleiddi Eden-stefnuna fyrir rúmum tíu árum og hefur tryggt framgang hennar og þróun æ síðan. Vonandi verða næstu fréttir af þess þessu máli ánægjulegri en þær sem hingað til hafa borist. Höfundur er ósáttur Akureyringur og oddviti Pírata við Alþingiskosningarnar 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Akureyri Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Á föstudag í síðustu viku bárust þær fréttir að Heilsuvernd - Hjúkrunarheimili, sem tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl., hefði sagt upp vel á þriðja tug starfsfólks, sem sumt átti að baki áratuga starfsreynslu hjá stofnuninni. Þessar fréttir voru veruleg vonbrigði en komu fæstum þó á óvart. Undirritaður hefur fylgst vel með málefnum ÖA til margra ára, m.a. vegna persónulegra tengsla við starfsfólk (og vegna þátttöku í pólitík) og hefur ekki dulist hversu frábært starf hefur verið unnið þarna í þágu þeirra sem þarna eiga sitt heimili eða nýta sér tímabundna og afmarkaða þjónustu á borð við dagþjálfun eða hvíldarinnlagnir, svo dæmi séu nefnd. Undirritaður hefur leitað svara hjá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstýru, varðandi ýmislegt sem snýr að krónum og aurum og er reyndar ýmislegt óljóst enn í þeim efnum. Það er þó ekki efni þessa pistils, heldur er ætlunin að fjalla um fólkið sem þetta hefur áhrif á, starfsfólkið og íbúana. Eitt atriði hefur ekki farið hátt, en það er sú staðreynd að einhverjum einstaklingum var ekki sagt upp heldur var þeim boðið að skrifa undir samkomulag um starfslok. Það hlýtur að teljast aumt þegar einstaklingur, sem er í áfalli vegna uppsagnar, er hálfpartinn plataður til að undirrita plagg þar að lútandi, mjög fljótt eftir að hafa fengið „gleðitíðindin“ um starfslok. Undirritaðan skortir þekkingu til að dæma hvers vegna sumu starfsfólki var stillt upp við vegg með þessu móti, en vonandi þýðir það ekki réttindamissi af neinu tagi. Í útvarpsþætti um liðna helgi svaraði Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, þeirri spurningu hvort þetta væri „síðasta aðgerðin í þessum anda“, þ.e. hópuppsagnir starfsfólks, með eftirfarandi orðum: „Ja, það er auðvitað aldrei hægt að lofa því, en það er í bili hugsunin, já og það er auðvitað það sem við erum að horfa til.“ Svo bætti hann við: „Markmiðið er, bara svo það sé sagt, að viðhalda þeirri frábæru þjónustu sem verið hefur, eins og hægt er, með því góða starfsfólki sem þarna hefur verið og halda áfram en nýta tækifærin.“ Þessi orð virka ekki sérlega traustvekjandi, sérstaklega ef þau eru skoðuð í samhengi við eftirfarandi klausu sem birtist í bréfi sem Teitur sendi starfsfólki öldrunarheimilanna sl. föstudagskvöld: „Unnið er að því að mögulegt verði að bjóða sem flestu núverandi starfsfólki áframhaldandi starf og hyggst HH bjóða þeim nýja ráðningarsamninga sem munu taka við af fyrri samningum og kjörum …“ Nokkrum klukkustundum fyrr, þ.e. föstudaginn 18. júní tilkynnti Teitur starfsfólki að fundur yrði boðaður í næstu viku, þ.e. þessari sem nú er runnin upp og sagði að fólk skyldi búa sig undir hann, hvað sem það á nú að þýða. Umræddur fundur starfsfólks með Teiti hefur verið boðaður föstudaginn 25. júní. Af íbúum er það helst að frétta að þeir fá ekki lengur notið þjónustu eins helsta sérfræðings landsins í heilabilun (Alzheimer), þar sem viðkomandi hjúkrunarfræðingur hefur verið látinn taka pokann sinn. Í því samhengi verður fróðlegt að sjá hvort Heilsuvernd verði gert að framfylgja aðgerðaáætlun Heilbrigðisráðuneytisins um þjónustu við fólk með heilabilun, sem Svandís Svavarsdóttir kynnti með stolti fyrir rúmu ári. íbúarnir fá ekki heldur notið þjónustu þess starfsfólks sem innleiddi Eden-stefnuna fyrir rúmum tíu árum og hefur tryggt framgang hennar og þróun æ síðan. Vonandi verða næstu fréttir af þess þessu máli ánægjulegri en þær sem hingað til hafa borist. Höfundur er ósáttur Akureyringur og oddviti Pírata við Alþingiskosningarnar 25. september nk.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun