Innlent

Árekstur í Hvalfjarðargöngum

Árni Sæberg skrifar
Frá slysstað í kvöld.
Frá slysstað í kvöld. Vísir

Tilkynnt var um árekstur í Hvalfjarðargöngum í kvöld.

Þrír bílar lentu saman í Hvalfjarðargöngunum í kvöld. Viðbragðsaðilar hafa lokið störfum á vettvangi og búið er að opna göngin aftur.

Lögregla, sjúkralið og slökkvilið fóru frá Akranesi að slysstað. Viðbragðsaðilar lögðu einnig af stað frá Reykjavík en sneru við á miðri leið.

Slysið var ekki alvarlegt en nokkrir fóru þó með sjúkrabílum á spítala til aðhlynningar. Slökkviliðsmaður þakkaði, í samtali við Vísi, hægum umferðarhraða að ekki fór verr. Mikil umferð hefur verið í Hvalfjarðargöngum í dag og kvöld og hraði því hægur.

Unnt var að aka tveimur bílanna þriggja af vettvangi.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.