Gefið ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum þótt hann spili ekki sókn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2021 14:45 Einar Þorsteinn Ólafsson kom með beinum hætti að sex mörkum Vals gegn Haukum í gær. vísir/Hulda Margrét Einari Þorsteini Ólafssyni er fleira til lista lagt en að spila vörn. Hann hefur nefnilega gefið samtals ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Vals þrátt fyrir að spila ekki í einni einustu uppstilltri sókn. Einar gaf sex stoðsendingar þegar Valur vann Hauka, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær samkvæmt tölfræði HB Statz. Hann skoraði auk þess eitt mark. Í leiknum gegn ÍBV á föstudaginn skoraði Einar eitt mark og gaf fimm stoðsendingar. Hann stal svo boltanum í lokasókn Eyjamanna eins og frægt er orðið. Það sem vekur helst athygli við þessa stoðsendingatölfræði er að Einar spilar bara vörn og skokkar alltaf af velli þegar Valsmenn stilla upp í sókn. Hann keyrir hins vegar með fram í hraðaupphlaup og er afar naskur á að finna samherja sína í góðum færum eins og hann hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum. Honum gengur öllu verr að nýta þau færi sem hann fær sjálfur en Einar hefur klikkað á fjórum af sex skotum sínum í síðustu tveimur leikjum Vals. Einar Þorsteinn í fanginu á Darra Aronssyni.vísir/Hulda Margrét Samkvæmt tíðindamanni Vísis voru Einar og félagar í Val mættir á veitingastaðinn Ask í hádeginu þar sem þeir fylltu á tankinn eftir átök gærkvöldsins. Einar hefur slegið í gegn með Val á tímabilinu en hann hefur nýtt óvænt tækifæri sitt til hins ítrasta. „Ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar þegar hann mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn gegn ÍBV á föstudaginn. Valur og Haukar mætast öðru sinni á Ásvöllum á föstudagskvöldið. Eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum í gær standa Valsmenn vel að vígi og svo lengi sem þeir tapa ekki með meira en þremur mörkum verða þeir Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Einar gaf sex stoðsendingar þegar Valur vann Hauka, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær samkvæmt tölfræði HB Statz. Hann skoraði auk þess eitt mark. Í leiknum gegn ÍBV á föstudaginn skoraði Einar eitt mark og gaf fimm stoðsendingar. Hann stal svo boltanum í lokasókn Eyjamanna eins og frægt er orðið. Það sem vekur helst athygli við þessa stoðsendingatölfræði er að Einar spilar bara vörn og skokkar alltaf af velli þegar Valsmenn stilla upp í sókn. Hann keyrir hins vegar með fram í hraðaupphlaup og er afar naskur á að finna samherja sína í góðum færum eins og hann hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum. Honum gengur öllu verr að nýta þau færi sem hann fær sjálfur en Einar hefur klikkað á fjórum af sex skotum sínum í síðustu tveimur leikjum Vals. Einar Þorsteinn í fanginu á Darra Aronssyni.vísir/Hulda Margrét Samkvæmt tíðindamanni Vísis voru Einar og félagar í Val mættir á veitingastaðinn Ask í hádeginu þar sem þeir fylltu á tankinn eftir átök gærkvöldsins. Einar hefur slegið í gegn með Val á tímabilinu en hann hefur nýtt óvænt tækifæri sitt til hins ítrasta. „Ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar þegar hann mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn gegn ÍBV á föstudaginn. Valur og Haukar mætast öðru sinni á Ásvöllum á föstudagskvöldið. Eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum í gær standa Valsmenn vel að vígi og svo lengi sem þeir tapa ekki með meira en þremur mörkum verða þeir Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira