Raðsvik ríkisstjórnarinnar! Vilhjálmur Birgisson skrifar 14. júní 2021 12:31 Nú liggur fyrir að Alþingi er komið í sumarfrí og ljóst að enn og aftur víla stjórnvöld ekki fyrir sér að svíkja verkalýðshreyfinguna gróflega. Svikin núna byggjast á því að við undirritun á lífskjarasamningnum 3. apríl 2019 lofaði ríkisstjórnin í yfirlýsingu að styðja við lífskjarasamninginn m.a. með því að stíga markviss skref til afnáms verðtryggingar. Ég tel mikilvægt að upplýsa hvernig stjórnvöld hika ekki við að svíkja skýr loforð en það kom í minn hlut sem fyrsti varaforseti ASÍ á þessum tíma að fá stjórnvöld til að styðja við lífskjarasamninginn hvað afnám verðtryggingar varðar. En rétt er að geta þess að þing ASÍ hefur samþykkt að verkalýðshreyfingin vinni að því með stjórnvöldum að afnema fjárskuldbindingar heimilanna, enda hefur verðtrygging leikið íslensk heimili skelfilega og nægir í því samhengi að rifja upp að verðtryggðar skuldir heimilanna stökkbreyttust á einni nóttu í bankahruninu um 400 milljarða. Afleiðingarnar þekkja allir en tugþúsundir fjölskyldna misstu heimili sín í kjölfarið. Á þessum forsendum hefur verkalýðshreyfingin viljað koma í veg fyrir að fortíðarvandi verði að framtíðarvanda með því að berjast fyrir afnámi verðtryggingar á fjárskuldbindingum heimilanna en allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið eins og t.d. sem Hagsmunasamtök hemilanna hafa framkvæmt sýna að uppundir 90% landsmanna vill að verðtrygging verði afnumin af skuldum heimilanna. Ég sem fyrsti varaforseti ASÍ vann með stjórnvöldum að yfirlýsingu til að styðja við lífskjarasamninginn sem laut að því að ríkisstjórnin lofaði að stíga markviss skref til afnáms verðtryggingar. Ég átti samtöl við fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra sem leiddu til þess að ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í sex liðum. Þar var m.a. lofað að frá og með ársbyrjun 2020 yrði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Í þessari yfirlýsingu var því einnig lofað að fyrir lok árs 2020 myndi liggja fyrir ákvörðun um frekari takmarkanir við veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána að gefnum forsendum um stöðugleika og vaxtastig. Því var einnig lofað að leitað yrði leiða til að stemma stigu við sjálfvirkum vísitöluhækkunum vöru og þjónustu og skammtímasamninga. Slíkar sjálfvirkar hækkanir kynda undir verðbólgu og hækka þar af leiðandi verðtryggðar skuldir með beinum hætti og óverðtryggðrar skuldir með óbeinum hætti. Samkvæmt könnun frá 2015 er um helmingur innlendra samninga og aðfanga tengdur við vísitölur. Mjög vel gekk að vinna með stjórnvöldum að þessari yfirlýsingu, enda voru þessi atriði inni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar enda hefur Framsóknarflokkurinn ítrekað lofað kjósendum sínum fyrir kosningar að verðtrygging á fjárskuldbindingum heimilanna verði afnumdar. En orðrétt kom fram í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar: „Ríkisstjórnin mun taka markviss skref á kjörtímabilinu til afnáms verðtryggingar á lánum en samhliða þeim verður ráðist í mótvægisaðgerðir til að standa vörð um möguleika ungs fólks og tekjulágra til að eignast húsnæði. Sérstök áhersla verður lögð á að gæta efnahagslegs stöðugleika. Ríkisstjórnin vill enn fremur skapa hvata og stuðning til þess að heimili sem það kjósa geti breytt verðtryggðum lánum í óverðtryggð“ Eins og áður sagði þá hefur núna komið í ljós að enn og aftur svíkja stjórnvöld verkalýðshreyfinguna með því að standa ekki við yfirlýsingu um að styðja við lífskjarasamningin og ekki bara það heldur kemur Framsóknarflokkurinn enn og aftur fram með loforð fyrir kosningar sem þeir svíkja blygðunarlaust en í síðustu tveimur kosningum hefur flokkurinn verðið með afnám verðtryggingar sem eitt af sínum aðalkosningaloforðum. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem mynduðu ríkisstjórn 2013 lofuðu afnámi verðtryggingar enda vann Framsóknarflokkurinn stórsigur vegna þessa loforðs í þeim kosningum. Strax eftir kosningar 2013 var skipaður sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar sem hafði það hlutverk að koma með útfærðar tillögur um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum heimilanna. Hann skilaði ítarlegri skýrslu um að banna þyrfti strax lánveitingu á verðtryggðum 40 ára jafngreiðslulánum enda væru slík lán baneitraður kokteill eins og fram kom í kynningu frá sérfæðingahópnum. Þrátt fyrir þessa ítarlegu skýrslu um skaðsemi verðtryggðra jafngreiðslulána var þetta svikið og aftur núna þrátt fyrir yfirlýsingu samhliða undirritun á lífskjarasamningum og loforð um marksviss skref um afnám verðtryggingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Já, Framsóknarflokkurinn og ríkisstjórnin í heild sinni blikkar ekki auga þegar þau framkvæma raðsvik bæði gagnvart kjósendum sem og verkalýðshreyfingunni. Svo koma stjórnmálamenn sem tilheyra stjórnarsamstarfinu og segja að verkalýðshreyfingin sé óalandi og ekki traustsins verð og sýni ekki ábyrgð í sínu starfi. Ég held að stjórnvöld ættu að líta sér nær því þau hafa svikið loforð ekki einu sinni, ekki tvisvar sinnum heldur slag í slag. Ekki munu kjósendur þurfa að bíða lengi í viðbót þar til kosningaflaumur loforða fyrir komandi kosningar mun streyma yfir þá. Ég hef tamið mér það í mínum störfum sem formaður í stéttarfélagi að standa ætíð við það sem ég sem um við mína viðsemjendur, enda byggist samstarf milli verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda á trausti og að staðið sé við það sem samið er um. Hjá stjórnvöldum er það greinilega algert aukaatriði enda orðnir Íslandsmeistarar í að svíkja kjósendur og það sem samið er um við verkalýðshreyfinguna. Það er ömurlegt að sjá það óréttlæti sem verðtryggingin er og sem dæmi þá hafa verðtryggðar skuldir heimilanna hækkað á síðustu 12 mánuðum um 64 milljarða og þessi lán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25 árin sem þau eru tekin eins og fram kom í skýrslu áðurnefnds sérfræðingahóps. Þetta lánafyrirkomulag sem verðtrygging er þekkist ekki í neinu siðmenntuðu landi, enda dettur ekki nokkurri þjóð að níðast svona á þegnum sínum eins og hefur líðst hefur hér allt frá árinu 1979. Nei, stjórnvöld hafa enn og aftur sýnt að þeim er alls ekki treystandi og allt samstarf við þau í aðdraganda kjarasamninga er í fullkomnu uppnámi en eins og ég hef áður sagt þá er eitt mesta hagsmunamál skuldsettra heimila að þau búi við sambærilegt vaxtaumhverfi og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. En raðsvikararnir hafa enn og aftur sýnt það í verki að þeir slá skjaldborg um fjármálaelítuna á kostnað launafólks og skuldsettra heimila. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að Alþingi er komið í sumarfrí og ljóst að enn og aftur víla stjórnvöld ekki fyrir sér að svíkja verkalýðshreyfinguna gróflega. Svikin núna byggjast á því að við undirritun á lífskjarasamningnum 3. apríl 2019 lofaði ríkisstjórnin í yfirlýsingu að styðja við lífskjarasamninginn m.a. með því að stíga markviss skref til afnáms verðtryggingar. Ég tel mikilvægt að upplýsa hvernig stjórnvöld hika ekki við að svíkja skýr loforð en það kom í minn hlut sem fyrsti varaforseti ASÍ á þessum tíma að fá stjórnvöld til að styðja við lífskjarasamninginn hvað afnám verðtryggingar varðar. En rétt er að geta þess að þing ASÍ hefur samþykkt að verkalýðshreyfingin vinni að því með stjórnvöldum að afnema fjárskuldbindingar heimilanna, enda hefur verðtrygging leikið íslensk heimili skelfilega og nægir í því samhengi að rifja upp að verðtryggðar skuldir heimilanna stökkbreyttust á einni nóttu í bankahruninu um 400 milljarða. Afleiðingarnar þekkja allir en tugþúsundir fjölskyldna misstu heimili sín í kjölfarið. Á þessum forsendum hefur verkalýðshreyfingin viljað koma í veg fyrir að fortíðarvandi verði að framtíðarvanda með því að berjast fyrir afnámi verðtryggingar á fjárskuldbindingum heimilanna en allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið eins og t.d. sem Hagsmunasamtök hemilanna hafa framkvæmt sýna að uppundir 90% landsmanna vill að verðtrygging verði afnumin af skuldum heimilanna. Ég sem fyrsti varaforseti ASÍ vann með stjórnvöldum að yfirlýsingu til að styðja við lífskjarasamninginn sem laut að því að ríkisstjórnin lofaði að stíga markviss skref til afnáms verðtryggingar. Ég átti samtöl við fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra sem leiddu til þess að ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í sex liðum. Þar var m.a. lofað að frá og með ársbyrjun 2020 yrði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Í þessari yfirlýsingu var því einnig lofað að fyrir lok árs 2020 myndi liggja fyrir ákvörðun um frekari takmarkanir við veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána að gefnum forsendum um stöðugleika og vaxtastig. Því var einnig lofað að leitað yrði leiða til að stemma stigu við sjálfvirkum vísitöluhækkunum vöru og þjónustu og skammtímasamninga. Slíkar sjálfvirkar hækkanir kynda undir verðbólgu og hækka þar af leiðandi verðtryggðar skuldir með beinum hætti og óverðtryggðrar skuldir með óbeinum hætti. Samkvæmt könnun frá 2015 er um helmingur innlendra samninga og aðfanga tengdur við vísitölur. Mjög vel gekk að vinna með stjórnvöldum að þessari yfirlýsingu, enda voru þessi atriði inni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar enda hefur Framsóknarflokkurinn ítrekað lofað kjósendum sínum fyrir kosningar að verðtrygging á fjárskuldbindingum heimilanna verði afnumdar. En orðrétt kom fram í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar: „Ríkisstjórnin mun taka markviss skref á kjörtímabilinu til afnáms verðtryggingar á lánum en samhliða þeim verður ráðist í mótvægisaðgerðir til að standa vörð um möguleika ungs fólks og tekjulágra til að eignast húsnæði. Sérstök áhersla verður lögð á að gæta efnahagslegs stöðugleika. Ríkisstjórnin vill enn fremur skapa hvata og stuðning til þess að heimili sem það kjósa geti breytt verðtryggðum lánum í óverðtryggð“ Eins og áður sagði þá hefur núna komið í ljós að enn og aftur svíkja stjórnvöld verkalýðshreyfinguna með því að standa ekki við yfirlýsingu um að styðja við lífskjarasamningin og ekki bara það heldur kemur Framsóknarflokkurinn enn og aftur fram með loforð fyrir kosningar sem þeir svíkja blygðunarlaust en í síðustu tveimur kosningum hefur flokkurinn verðið með afnám verðtryggingar sem eitt af sínum aðalkosningaloforðum. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem mynduðu ríkisstjórn 2013 lofuðu afnámi verðtryggingar enda vann Framsóknarflokkurinn stórsigur vegna þessa loforðs í þeim kosningum. Strax eftir kosningar 2013 var skipaður sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar sem hafði það hlutverk að koma með útfærðar tillögur um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum heimilanna. Hann skilaði ítarlegri skýrslu um að banna þyrfti strax lánveitingu á verðtryggðum 40 ára jafngreiðslulánum enda væru slík lán baneitraður kokteill eins og fram kom í kynningu frá sérfæðingahópnum. Þrátt fyrir þessa ítarlegu skýrslu um skaðsemi verðtryggðra jafngreiðslulána var þetta svikið og aftur núna þrátt fyrir yfirlýsingu samhliða undirritun á lífskjarasamningum og loforð um marksviss skref um afnám verðtryggingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Já, Framsóknarflokkurinn og ríkisstjórnin í heild sinni blikkar ekki auga þegar þau framkvæma raðsvik bæði gagnvart kjósendum sem og verkalýðshreyfingunni. Svo koma stjórnmálamenn sem tilheyra stjórnarsamstarfinu og segja að verkalýðshreyfingin sé óalandi og ekki traustsins verð og sýni ekki ábyrgð í sínu starfi. Ég held að stjórnvöld ættu að líta sér nær því þau hafa svikið loforð ekki einu sinni, ekki tvisvar sinnum heldur slag í slag. Ekki munu kjósendur þurfa að bíða lengi í viðbót þar til kosningaflaumur loforða fyrir komandi kosningar mun streyma yfir þá. Ég hef tamið mér það í mínum störfum sem formaður í stéttarfélagi að standa ætíð við það sem ég sem um við mína viðsemjendur, enda byggist samstarf milli verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda á trausti og að staðið sé við það sem samið er um. Hjá stjórnvöldum er það greinilega algert aukaatriði enda orðnir Íslandsmeistarar í að svíkja kjósendur og það sem samið er um við verkalýðshreyfinguna. Það er ömurlegt að sjá það óréttlæti sem verðtryggingin er og sem dæmi þá hafa verðtryggðar skuldir heimilanna hækkað á síðustu 12 mánuðum um 64 milljarða og þessi lán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25 árin sem þau eru tekin eins og fram kom í skýrslu áðurnefnds sérfræðingahóps. Þetta lánafyrirkomulag sem verðtrygging er þekkist ekki í neinu siðmenntuðu landi, enda dettur ekki nokkurri þjóð að níðast svona á þegnum sínum eins og hefur líðst hefur hér allt frá árinu 1979. Nei, stjórnvöld hafa enn og aftur sýnt að þeim er alls ekki treystandi og allt samstarf við þau í aðdraganda kjarasamninga er í fullkomnu uppnámi en eins og ég hef áður sagt þá er eitt mesta hagsmunamál skuldsettra heimila að þau búi við sambærilegt vaxtaumhverfi og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. En raðsvikararnir hafa enn og aftur sýnt það í verki að þeir slá skjaldborg um fjármálaelítuna á kostnað launafólks og skuldsettra heimila. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun