Körfubolti

Is­rael Martin mun stýra Sindra á næstu leik­tíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Israel Martin mun þjálfa í 1. deildinni á næstu leiktíð.
Israel Martin mun þjálfa í 1. deildinni á næstu leiktíð. Vísir

Körfuknattleiksþjálfarinn Israel Martin mun stýra Sindra í 1. deild karla á næstu leiktíð. Martin hefur stýrt Haukum og Tindastóli hér á landi í efstu deild en reynir nú fyrir sér deild neðar.

Þetta herma heimildir Körfunnar en körfuknattleiksdeild Sindra á eftir að staðfesta komu Martins.

Hinn 46 ára gamli Martin lét af störfum sem þjálfara Hauka á miðri síðustu leiktíð eftir að hafa stýrt liðinu frá 2019. Hann kom fyrst hingað til lands 2014. Þá þjálfaði hann Tindastól eitt tímabil áður en hann hélt til Danmerkur. Hann sneri svo til baka 2018 og hefur þjálfað hér á landi síðan þá.

Var hann til að mynda valinn þjálfari ársins 2015 ásamt því að vinna bikarkeppnina 2018.

Sindri endaði í 3. sæti í 1. deild karla í vetur en duttu út gegn Selfyssingum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pedro Garcia Rosado stýrði Sindra á síðustu leiktíð en gaf út í maí að hann myndi ekki halda áfram með liðið.

Nú virðist sem Sindri sé búið að finna arftaka Rosado
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.