„Frábær ferill og algjör fagmaður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2021 23:01 Jakob Örn Sigurðarson fagnar eftir sigurinn á Val í oddaleiknum í átta liða úrslitum Domino's deildarinnar. vísir/bára Eftir leikinn gegn Keflvíkingum í gær tilkynnti KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson að hann væri hættur í körfubolta. KR tapaði leiknum, féll úr leik og því er ljóst að annað lið verður Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2014. Jakob átti langan og farsælan feril og lék lengi sem atvinnumaður, meðal annars í Svíþjóð þar sem hann var í hópi bestu leikmanna deildarinnar. „Hann var búinn að tala um að þetta væri hans síðasta tímabil en vildi ekki gefa það út fyrr en eftir síðasta leik. Enn einn leikmaðurinn sem verður sjónarsviptir af,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Jón Arnór Stefánsson er einnig hættur og Helgi Már Magnússon hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Þeir eru úr frægum 1982-árgangi í KR sem Benedikt þjálfaði. „Jakob var atvinnumaður til margra ára og var einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð í mörg ár. Hann fór í háskólaboltann, spilaði á Spáni og í Þýskalandi. Frábær ferill og algjör fagmaður.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Jakob og KR Benedikt segir að leitun sé að manni sem er í jafn góðu formi og Jakob. „Menn geta verið í ágætis formi, frábæru formi og svo er Kobbaform eins og við töluðum um í KR. Hann er búinn að hugsa fáránlega vel um sig. Ég hugsa að hann fari að sofa klukkan hálf tíu á hverju kvöldi,“ sagði Benedikt. „Hann getur kannski farið eitthvað út á lífið núna. Ég hugsa að hann hafi ekki gert það í áratugi.“ Í innslaginu sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan ræddu þeir Benedikt, Kjartan Atli Kjartansson og Kristinn Friðriksson einnig um framtíð KR-liðsins. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist. 8. júní 2021 10:30 „Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 7. júní 2021 23:53 „Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. 7. júní 2021 23:39 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. 7. júní 2021 23:49 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Jakob átti langan og farsælan feril og lék lengi sem atvinnumaður, meðal annars í Svíþjóð þar sem hann var í hópi bestu leikmanna deildarinnar. „Hann var búinn að tala um að þetta væri hans síðasta tímabil en vildi ekki gefa það út fyrr en eftir síðasta leik. Enn einn leikmaðurinn sem verður sjónarsviptir af,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Jón Arnór Stefánsson er einnig hættur og Helgi Már Magnússon hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Þeir eru úr frægum 1982-árgangi í KR sem Benedikt þjálfaði. „Jakob var atvinnumaður til margra ára og var einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð í mörg ár. Hann fór í háskólaboltann, spilaði á Spáni og í Þýskalandi. Frábær ferill og algjör fagmaður.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Jakob og KR Benedikt segir að leitun sé að manni sem er í jafn góðu formi og Jakob. „Menn geta verið í ágætis formi, frábæru formi og svo er Kobbaform eins og við töluðum um í KR. Hann er búinn að hugsa fáránlega vel um sig. Ég hugsa að hann fari að sofa klukkan hálf tíu á hverju kvöldi,“ sagði Benedikt. „Hann getur kannski farið eitthvað út á lífið núna. Ég hugsa að hann hafi ekki gert það í áratugi.“ Í innslaginu sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan ræddu þeir Benedikt, Kjartan Atli Kjartansson og Kristinn Friðriksson einnig um framtíð KR-liðsins. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist. 8. júní 2021 10:30 „Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 7. júní 2021 23:53 „Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. 7. júní 2021 23:39 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. 7. júní 2021 23:49 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist. 8. júní 2021 10:30
„Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 7. júní 2021 23:53
„Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. 7. júní 2021 23:39
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. 7. júní 2021 23:49