„Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Atli Arason skrifar 7. júní 2021 23:39 Jakob Örn Sigurðarson er hluti af 1982 árgangi KR þaðan sem landsliðsmenn á borð við Jón Arnór Stefánsson og Helgi Magnússon komu. Vísir/Bára Dröfn Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. „Mér líður rosalega vel í líkamanum en ég var fyrir löngu búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil og ég stend við það. Þetta er komið gott og búinn að vera langur ferill,“ sagði Jakob í leikslok. „Það er auðvitað sárt að tapa í síðasta leik en þegar maður spilar lengi þá kynnist maður því að maður tapar og maður sigrar. Þetta er upp og niður. Maður reynir bara að hugsa út í það jákvæða á ferlinum og hvað þetta var allt skemmtilegt. Ég reyni bara að vera sáttur,“ sagði Jakob Örn. Bakvörðurinn sem er uppalinn í Vesturbænum spilaði stóran hluta ferilsins í Svíþjóð áður en hann sneri aftur heim árið 2019. Engin úrslitakeppni var spiluð í fyrra og frestaðist því titilvörn KR-inga um eitt ár en liðið hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð. „Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna. Mér fannst við koma flatir inn í leikinn og náðum aldrei að komast í takt við leikinn og náðum heldur ekki að komast nálægt þeim. Þeir voru alltaf með þessa forystu 10-12 stig og hún endaði í 18. Þeir voru alltaf með stjórn á leiknum og við vorum að elta. Þetta var bara erfitt.“ Aðspurður að því hvers vegna KR-ingar komu svona flatir inn í leikinn var Jakob ekki alveg viss. „Það er erfitt að segja. Við höfum alltaf byrjað leikina vel, alla leiki á móti Keflavík í vetur. Fyrri hálfleikur hefur verið flottur hjá okkur en það var ekki þannig í dag. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvers vegna en það er alltaf erfitt að spila á móti svona góðu liði og sérstaklega þegar þú þarft að elta allan leikinn. Þeir eru með frábæran leikstjórnanda, þeir spila sem lið og kunna körfubolta, þannig þetta var erfitt,“ svaraði Jakob Örn. KR lagði mikla áherslu á því að stöðva Deane Williams og Dominykas Milka í leiknum og það gekk ágætlega framan af fyrsta leikhluta. KR-ingar þvinguðu þá í erfið skot og af gólfinu var Milka í 1/3 og Deane 3/6. Við það opnaðist þó fyrir aðra menn eins og Calvin Burks sem lét vaða að vild og var stigahæstur Keflvíkinga í fyrsta leikhluta með 9 stig. „Þeir spila saman og þeir taka það sem vörnin gefur þeim. Við stóluðum kannski of mikið á að reyna að stoppa þá [Williams og Milka] og sjá hvað hinir myndu gera en þeir bara stigu upp og settu skot og þá varð þetta enn erfiðara. Þeir voru alltaf með menn tilbúna inn á. Það er erfitt að stoppa þá þegar þeir finna alltaf besta opna skotið,“ sagði Jakob að lokum í sínu síðasta viðtali sem körfuboltaleikmaður. Dominos-deild karla KR Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira
„Mér líður rosalega vel í líkamanum en ég var fyrir löngu búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil og ég stend við það. Þetta er komið gott og búinn að vera langur ferill,“ sagði Jakob í leikslok. „Það er auðvitað sárt að tapa í síðasta leik en þegar maður spilar lengi þá kynnist maður því að maður tapar og maður sigrar. Þetta er upp og niður. Maður reynir bara að hugsa út í það jákvæða á ferlinum og hvað þetta var allt skemmtilegt. Ég reyni bara að vera sáttur,“ sagði Jakob Örn. Bakvörðurinn sem er uppalinn í Vesturbænum spilaði stóran hluta ferilsins í Svíþjóð áður en hann sneri aftur heim árið 2019. Engin úrslitakeppni var spiluð í fyrra og frestaðist því titilvörn KR-inga um eitt ár en liðið hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð. „Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna. Mér fannst við koma flatir inn í leikinn og náðum aldrei að komast í takt við leikinn og náðum heldur ekki að komast nálægt þeim. Þeir voru alltaf með þessa forystu 10-12 stig og hún endaði í 18. Þeir voru alltaf með stjórn á leiknum og við vorum að elta. Þetta var bara erfitt.“ Aðspurður að því hvers vegna KR-ingar komu svona flatir inn í leikinn var Jakob ekki alveg viss. „Það er erfitt að segja. Við höfum alltaf byrjað leikina vel, alla leiki á móti Keflavík í vetur. Fyrri hálfleikur hefur verið flottur hjá okkur en það var ekki þannig í dag. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvers vegna en það er alltaf erfitt að spila á móti svona góðu liði og sérstaklega þegar þú þarft að elta allan leikinn. Þeir eru með frábæran leikstjórnanda, þeir spila sem lið og kunna körfubolta, þannig þetta var erfitt,“ svaraði Jakob Örn. KR lagði mikla áherslu á því að stöðva Deane Williams og Dominykas Milka í leiknum og það gekk ágætlega framan af fyrsta leikhluta. KR-ingar þvinguðu þá í erfið skot og af gólfinu var Milka í 1/3 og Deane 3/6. Við það opnaðist þó fyrir aðra menn eins og Calvin Burks sem lét vaða að vild og var stigahæstur Keflvíkinga í fyrsta leikhluta með 9 stig. „Þeir spila saman og þeir taka það sem vörnin gefur þeim. Við stóluðum kannski of mikið á að reyna að stoppa þá [Williams og Milka] og sjá hvað hinir myndu gera en þeir bara stigu upp og settu skot og þá varð þetta enn erfiðara. Þeir voru alltaf með menn tilbúna inn á. Það er erfitt að stoppa þá þegar þeir finna alltaf besta opna skotið,“ sagði Jakob að lokum í sínu síðasta viðtali sem körfuboltaleikmaður.
Dominos-deild karla KR Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira