Kona dæmd vegna banaslyss á Þingvallavegi árið 2018 Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2021 08:18 Frá vettvangi slyssins 21. júlí 2018. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi vegna banaslyss sem varð á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, nálægt Æsustöðum, í júlí 2018. Fullnusta refsingarinnar skal frestað í tvö ár, haldi dæmda almennt skilorð. Dómurinn féll í málinu á föstudaginn, en kona á níræðisaldri, sem var farþegi í bílnum sem ekið var á, lést í slysinu. Í ákæru kom fram að ákærða hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn var ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102 til 124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 kílómetrar á klukkustund, en hraði hins bílsins var um þrjátíu til fimmtíu kílómetrar á klukkustund. „Glæfralegur framúrakstur“ Dæmda var auk þess dæmt til greiðslu sakarkostnaðar og um einnar og hálfrar milljónar króna í skaðabætur til einkabarns hinnar látnu. Konan var hins vegar sýknuð af kröfum um miskabætur til barns hinnar látnu og sömuleiðis ökumanns bílsins sem ekið var á. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa lýstu vitni „glæfralegum framúrakstri“ konunnar og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Deilt var um aðdraganda slyssins fyrir dómi, meðal annars um hvort ökumaður bílsins sem keyrt var á hafi gefið stefnuljós áður en beygt var inn á Æsustaðaveg. Gætti ekki nægjanlegrar aðgæslu Niðurstaða dómsins var að lögfull sönnun hafi tekist fyrir sekt konunnar, eins og háttseminni og afleiðingum var lýst í ákæru, en með þeirri breytingu að ekki hafi talist sannað að ökuhraði hennar hafi verið meiri en 102 kílómetra á klukkustund. „Þá er það mat dómsins, heilt á litið, að það sem áður er rakið um óvissu um nægjanlega aðgæsluskyldu [ökumanns bílsins sem ekið var á] í umræddri vinstri beygju, auk vafa um öryggisbeltanotkun [hinnar látnu], geti ekki leyst ákærðu undan refsiábyrgð.“ Hafi hún ekki gætt nægjanlegrar aðgæslu og varúðar og með því sýnt af sér saknæmt gáleysi sem varði hana refsiábyrgð. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að konan hafi ekki áður gerst brotleg við refsilög og að verulegur dráttur varð á meðferð málsins. Dómsmál Samgönguslys Mosfellsbær Tengdar fréttir „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Dómurinn féll í málinu á föstudaginn, en kona á níræðisaldri, sem var farþegi í bílnum sem ekið var á, lést í slysinu. Í ákæru kom fram að ákærða hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn var ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102 til 124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 kílómetrar á klukkustund, en hraði hins bílsins var um þrjátíu til fimmtíu kílómetrar á klukkustund. „Glæfralegur framúrakstur“ Dæmda var auk þess dæmt til greiðslu sakarkostnaðar og um einnar og hálfrar milljónar króna í skaðabætur til einkabarns hinnar látnu. Konan var hins vegar sýknuð af kröfum um miskabætur til barns hinnar látnu og sömuleiðis ökumanns bílsins sem ekið var á. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa lýstu vitni „glæfralegum framúrakstri“ konunnar og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Deilt var um aðdraganda slyssins fyrir dómi, meðal annars um hvort ökumaður bílsins sem keyrt var á hafi gefið stefnuljós áður en beygt var inn á Æsustaðaveg. Gætti ekki nægjanlegrar aðgæslu Niðurstaða dómsins var að lögfull sönnun hafi tekist fyrir sekt konunnar, eins og háttseminni og afleiðingum var lýst í ákæru, en með þeirri breytingu að ekki hafi talist sannað að ökuhraði hennar hafi verið meiri en 102 kílómetra á klukkustund. „Þá er það mat dómsins, heilt á litið, að það sem áður er rakið um óvissu um nægjanlega aðgæsluskyldu [ökumanns bílsins sem ekið var á] í umræddri vinstri beygju, auk vafa um öryggisbeltanotkun [hinnar látnu], geti ekki leyst ákærðu undan refsiábyrgð.“ Hafi hún ekki gætt nægjanlegrar aðgæslu og varúðar og með því sýnt af sér saknæmt gáleysi sem varði hana refsiábyrgð. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að konan hafi ekki áður gerst brotleg við refsilög og að verulegur dráttur varð á meðferð málsins.
Dómsmál Samgönguslys Mosfellsbær Tengdar fréttir „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35
Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01