Martin lék aðeins stundarfjórðung í dag en var samt meðal stigahæstu leikmanna Valencia í leiknum með níu stig. Þá tók hann einnig tvö fráköst og gaf eina stoðsendinga.
Frakkinn Louis Labeyrie var stigahæstur í liði Valencia í dag með 11 stig. Stigahæsti leikmaður leiksins var Fabien Causeur, einnig frá Frakklandi, með 22 stig í liði Madrídar.
Liðin mætast að nýju í Valencia á þriðjudaginn. Martin og félagar þurfa á sigri að halda ætli þeir sér ekki í sumarfrí.

Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.