Ímyndið ykkur sorg þessa barns Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 5. júní 2021 09:35 Hugsið ykkur lítið barn sem fær ekki sömu heilbrigðisþjónustu og önnur börn, heilbrigðisþjónustu sem myndi bæði bæta heilsu þessa barns og sjálfstraust. Hugsið ykkur sorg þessa barns. Barnið sér jafnvel að jafnaldrar þess fá þessa heilbrigðisþjónustu, en ekki það sjálft. Hugsið ykkur einnig sorg foreldra þessa barns sem vita að þau hafa ekki efni á því að veita barni sínu þessa nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu. Þau hafa ekki efni á því að bæta líf barns síns. Börnum er mismunað eftir efnahag Þetta er því miður raunveruleiki sumra barna á Íslandi þegar kemur að tannréttingum. Tannréttingar barna eru heilbrigðisþjónusta fyrir börn en tannréttingar barna hafa einfaldlega orðið eftir og þær eru dýrar. Tannréttingar barna geta hæglega kostað fjölskyldur yfir eina milljón kr. og jafnvel kostað allt að tveimur milljónum kr. fyrir eitt barn. Þessu til viðbótar þurfa oft fleiri en eitt barn innan sömu fjölskyldu á tannréttingum að halda. Það segir sig sjálft að ekki hafa allir efni á slíku. Því foreldrar bera núna þennan gríðarlega kostnað og efnaminni foreldrar veigra sér við að ráðast í tannréttingar barna sinna vegna efnahags. Það er fullkomlega óboðlegt að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra þegar kemur að tannréttingum. Gjaldfrjálsar tannréttingar Tannlækningar barna voru gerðar að fullu gjaldfrjálsar árið 2018 undir forystu Guðbjarts heitins Hannessonar velferðarráðherra. Það var mikið gæfuskref en nú ætti að vera komið að tannréttingum. Ég hef því nú samið og lagt fram þingmál á Alþingi sem gerir tannréttingar barna gjaldfrjálsar. Áætla má að kostnaður við gjaldfrjálsar tannréttingar barna geti numið um 1,5 milljörðum kr. en núna lendir þessi kostnaður hjá barnafjölskyldum. Fram til ársins 1992 var verulegur hluti af tannréttingakostnaði endurgreiddur sem er ekki lengur raunin. Einungis langalvarlegustu málin geta fengið 95% endurgreiðslu en þau eru eðli málsins mjög fá. Önnur börn geta fengið að hámarki 150.000 kr. styrk sem dugar skammt þegar algengur kostnaður við tannréttingar er 800 þúsund til 1,2 milljón kr. Þessu til viðbótar hefur þessi lága styrkupphæð ekki breyst í 20 ár. Ef styrkurinn hefði fylgt verðlagi væri hann nú um 340 þúsund kr. Á Norðurlöndunum eru tannréttingar barna styrktar mun meira en á Íslandi. Við erum því eftirbátar á þessu sviði, eins og mörgum öðrum, þegar kemur að velferð barna og barnafjölskyldna. Hver eru bestu þingmálin? Hver eru raunverulega bestu þingmálin? Það eru þingmál sem skipta máli bæði fyrir börn og barnafjölskyldur, ekki síst þeirra sem hafa minna fé milli handanna. Þetta þingmál um gjaldfrjálsar tannréttingar sem ég hef nú lagt fram á Alþingi er eitt af þeim. Tökum því þetta eðlilega og réttláta skref saman. Jöfnum leikinn fyrir öll börn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hugsið ykkur lítið barn sem fær ekki sömu heilbrigðisþjónustu og önnur börn, heilbrigðisþjónustu sem myndi bæði bæta heilsu þessa barns og sjálfstraust. Hugsið ykkur sorg þessa barns. Barnið sér jafnvel að jafnaldrar þess fá þessa heilbrigðisþjónustu, en ekki það sjálft. Hugsið ykkur einnig sorg foreldra þessa barns sem vita að þau hafa ekki efni á því að veita barni sínu þessa nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu. Þau hafa ekki efni á því að bæta líf barns síns. Börnum er mismunað eftir efnahag Þetta er því miður raunveruleiki sumra barna á Íslandi þegar kemur að tannréttingum. Tannréttingar barna eru heilbrigðisþjónusta fyrir börn en tannréttingar barna hafa einfaldlega orðið eftir og þær eru dýrar. Tannréttingar barna geta hæglega kostað fjölskyldur yfir eina milljón kr. og jafnvel kostað allt að tveimur milljónum kr. fyrir eitt barn. Þessu til viðbótar þurfa oft fleiri en eitt barn innan sömu fjölskyldu á tannréttingum að halda. Það segir sig sjálft að ekki hafa allir efni á slíku. Því foreldrar bera núna þennan gríðarlega kostnað og efnaminni foreldrar veigra sér við að ráðast í tannréttingar barna sinna vegna efnahags. Það er fullkomlega óboðlegt að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra þegar kemur að tannréttingum. Gjaldfrjálsar tannréttingar Tannlækningar barna voru gerðar að fullu gjaldfrjálsar árið 2018 undir forystu Guðbjarts heitins Hannessonar velferðarráðherra. Það var mikið gæfuskref en nú ætti að vera komið að tannréttingum. Ég hef því nú samið og lagt fram þingmál á Alþingi sem gerir tannréttingar barna gjaldfrjálsar. Áætla má að kostnaður við gjaldfrjálsar tannréttingar barna geti numið um 1,5 milljörðum kr. en núna lendir þessi kostnaður hjá barnafjölskyldum. Fram til ársins 1992 var verulegur hluti af tannréttingakostnaði endurgreiddur sem er ekki lengur raunin. Einungis langalvarlegustu málin geta fengið 95% endurgreiðslu en þau eru eðli málsins mjög fá. Önnur börn geta fengið að hámarki 150.000 kr. styrk sem dugar skammt þegar algengur kostnaður við tannréttingar er 800 þúsund til 1,2 milljón kr. Þessu til viðbótar hefur þessi lága styrkupphæð ekki breyst í 20 ár. Ef styrkurinn hefði fylgt verðlagi væri hann nú um 340 þúsund kr. Á Norðurlöndunum eru tannréttingar barna styrktar mun meira en á Íslandi. Við erum því eftirbátar á þessu sviði, eins og mörgum öðrum, þegar kemur að velferð barna og barnafjölskyldna. Hver eru bestu þingmálin? Hver eru raunverulega bestu þingmálin? Það eru þingmál sem skipta máli bæði fyrir börn og barnafjölskyldur, ekki síst þeirra sem hafa minna fé milli handanna. Þetta þingmál um gjaldfrjálsar tannréttingar sem ég hef nú lagt fram á Alþingi er eitt af þeim. Tökum því þetta eðlilega og réttláta skref saman. Jöfnum leikinn fyrir öll börn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun