Hrósuðu Þórsurum í hástert: „Það er Eurolottó-lykt af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2021 15:31 Adomas Drungilas og AJ Brodeur í baráttunni í Garðabæ í gær. vísir/Bára Adomas Drungilas og Callum Lawson voru hylltir í Dominos Körfuboltakvöldi eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í sigrinum gegn Stjörnunni í gær, í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Þórsarar jöfnuðu einvígið með 94-90 sigri í Garðabæ, í 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Þór tapaði boltanum aðeins fjórum sinnum í leiknum í gær en Stjörnumenn tíu sinnum, allt of klaufalega að mati sérfræðinganna í Körfuboltakvöldi: „Þetta eru svo fáránlega slappir, tapaðir boltar. Þeir eru bara að henda boltanum út af. Fólk þarf bara að vera eins og á golfvelli; horfa á kúluna til að fá hana ekki í sig. Horfa á boltann til að fá hann ekki í smettið. Þetta eru þannig tapaðir boltar, ekki skref eða eitthvað slíkt,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Já, bara sendingar út í bláinn,“ sagði Teitur Örlygsson en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Drungilas og Lawson gegn Stjörnunni „En eigum við ekki frekar að hrósa Þór?“ spurði Teitur, og Benedikt og Kjartan Atli Kjartansson voru sammála því. Það væri „algjörlega galið“ að tapa boltanum aðeins fjórum sinnum í svo hröðum leik. Minnir á Nikola Jokic „Hversu góður var Drungilas?“ spurði Kjartan svo. „Við töluðum um það fyrir leik að hann gæti orðið afburðagóður, og hann var það,“ sagði Benedikt. „Hann er með svo mikla tilfinningu fyrir leiknum, svo skemmtilegt tempó á sendingunum sínum. Hann bíður oft eina aukasekúndu og fríar þannig menn gjörsamlega,“ sagði Kjartan og Benedikt sá líkindi með með Drungilas og einum besta leikmanni NBA-deildarinnar í vetur: „Ég ætla ekki að kalla hann Nikola Jokic en hann er alla vega svona stiga-, frákasta- og sendingamaður.“ Callum Lawson var ekki upp á sitt besta í fyrsta leik einvígisins en skoraði tvær magnaðar körfur í gærkvöld. Önnur var flautuþristur frá miðju og hin þriggja stiga karfa á ögurstundu, þegar Lawson virtist varla horfa á körfuna. „Þetta eru skot sem að þú þarft að taka tuttugu sinnum til þess að eitt fari ofan í. Hann skoraði úr tveimur þannig nánast úr tveimur tilraunum. Það er Eurolottó-lykt af þessu,“ sagði Benedikt léttur en umræðuna má sjá alla hér að ofan. Næsti leikur einvígisins er í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld kl. 20.15. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00 Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Þórsarar jöfnuðu einvígið með 94-90 sigri í Garðabæ, í 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Þór tapaði boltanum aðeins fjórum sinnum í leiknum í gær en Stjörnumenn tíu sinnum, allt of klaufalega að mati sérfræðinganna í Körfuboltakvöldi: „Þetta eru svo fáránlega slappir, tapaðir boltar. Þeir eru bara að henda boltanum út af. Fólk þarf bara að vera eins og á golfvelli; horfa á kúluna til að fá hana ekki í sig. Horfa á boltann til að fá hann ekki í smettið. Þetta eru þannig tapaðir boltar, ekki skref eða eitthvað slíkt,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Já, bara sendingar út í bláinn,“ sagði Teitur Örlygsson en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Drungilas og Lawson gegn Stjörnunni „En eigum við ekki frekar að hrósa Þór?“ spurði Teitur, og Benedikt og Kjartan Atli Kjartansson voru sammála því. Það væri „algjörlega galið“ að tapa boltanum aðeins fjórum sinnum í svo hröðum leik. Minnir á Nikola Jokic „Hversu góður var Drungilas?“ spurði Kjartan svo. „Við töluðum um það fyrir leik að hann gæti orðið afburðagóður, og hann var það,“ sagði Benedikt. „Hann er með svo mikla tilfinningu fyrir leiknum, svo skemmtilegt tempó á sendingunum sínum. Hann bíður oft eina aukasekúndu og fríar þannig menn gjörsamlega,“ sagði Kjartan og Benedikt sá líkindi með með Drungilas og einum besta leikmanni NBA-deildarinnar í vetur: „Ég ætla ekki að kalla hann Nikola Jokic en hann er alla vega svona stiga-, frákasta- og sendingamaður.“ Callum Lawson var ekki upp á sitt besta í fyrsta leik einvígisins en skoraði tvær magnaðar körfur í gærkvöld. Önnur var flautuþristur frá miðju og hin þriggja stiga karfa á ögurstundu, þegar Lawson virtist varla horfa á körfuna. „Þetta eru skot sem að þú þarft að taka tuttugu sinnum til þess að eitt fari ofan í. Hann skoraði úr tveimur þannig nánast úr tveimur tilraunum. Það er Eurolottó-lykt af þessu,“ sagði Benedikt léttur en umræðuna má sjá alla hér að ofan. Næsti leikur einvígisins er í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld kl. 20.15.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00 Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00
Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31