Hvers vegna eru HPV mælingar ekki framkvæmdar á Landspítalanum? Auður Eiríksdóttir skrifar 3. júní 2021 09:31 Á Fésbókarsíðunni „Aðför að heilsu kvenna“ má sjá fjölmargar reynslusögur kvenna sem beðið hafa mánuðum saman eftir svörum eftir leghálssýnatöku og fá þau ekki þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Boðunarkerfi virðist ekki vera í lagi þar sem margar konur kvarta yfir því að fá ekki boðun í skimun. Skimunarferli þarf að vera mjög skipulegt og eftirfylgni þarf að vera pottþétt. Skimun er gagnlaus ef engin er eftirfylgni. Svör berast seint og illa til kvenna og virðist i mörgum tilfellum ekki skila sér. Er ástæðan tafir i Danmörku á úrlestri sýna eða skrifast það algerlega á heilsugæsluna? Er ekki búið að setja upp kerfi sem vinnandi er með? Reynsla Krabbameinsfélagsins af því að senda HPV sýni til Svíþjóðar var sú að of mikill tími fór í merkingar og pökkun, sendingartími var oft of langur, íslensku sýnin voru ekki i neinum forgangi og svartími í heild of langur. Mikil breyting varð á þegar Landspítali tók við mælingunum. Sýni voru send á mánudögum og svör bárust 2-3 dögum seinna og voru færð rafrænt inn í skimunarkerfið samdægurs. Á þeim tíma voru mæld um 6000 HPV sýni árlega og eingöngu ef frumusýni greindist með breytingar. Nú er hinsvegar byrjað á því að HPV mæla sýni frá konum 30 ára og eldri og frumusýni aðeins skoðuð ef HPV greinist. Áfram er þó fyrst skoðað frumusýni hjá konum yngri en 30 ára. Það er ekki að ástæðulausu að hægt er að mæla með því að HPV mælingar fari fram á Landspítalanum. Tæki þar eru fyrsta flokks og algerlega sambærileg við þau sem eru í notkun á hinum Norðurlöndunum. Nýjasta tækið, Cobas 8800, er mjög afkastamikið. Þegar þessar breytingar á skimuninni hafa verið gerðar má gera ráð fyrir að hlutfall frumusýna með forstigsbreytingum aukist verulega. Með gervigreindarskimun á frumusýnum sem tekin hafði verið upp hjá Krabbameinsfélaginu má ætla að vel sé hægt að sinna þessum hluta skimunar ásamt með öðrum frumu og vefjasýnagreiningum sem framkvæmdar eru á meinafræðideild Landspítala. Tveir meinafræðingar sem sérhæfðir eru í frumugreiningu (cytology) vinna á meinafræðideildinni og hafa báðir langa starfsreynslu bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Lífeindafræðingar frumurannsóknastofu hafa ekki verið ráðnir til vinnu í sínu fagi og má segja að þar sé mannauði fleygt á glæ. Utanumhald og eftirfylgni var mjög stór þáttur í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins og því miður virðist ansi mikið skorta á að slíkt sé í lagi þessa mánuði sem heilsugæslan hefur haft skimunina á sínum snærum ef marka má frásagnir kvenna. Gera þarf óháða úttekt og fara vandlega í saumana á öllum þáttum skimunarferlisins eins og það er í dag. Taka þarf umkvartanir fólks til greina og taka ákvörðun um að gera betur í allri framkvæmd. Flytja þarf úrvinnslu sýna til Landspítala og koma upp virku boðunar og eftirlitskerfi. Höfundur er lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Fésbókarsíðunni „Aðför að heilsu kvenna“ má sjá fjölmargar reynslusögur kvenna sem beðið hafa mánuðum saman eftir svörum eftir leghálssýnatöku og fá þau ekki þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Boðunarkerfi virðist ekki vera í lagi þar sem margar konur kvarta yfir því að fá ekki boðun í skimun. Skimunarferli þarf að vera mjög skipulegt og eftirfylgni þarf að vera pottþétt. Skimun er gagnlaus ef engin er eftirfylgni. Svör berast seint og illa til kvenna og virðist i mörgum tilfellum ekki skila sér. Er ástæðan tafir i Danmörku á úrlestri sýna eða skrifast það algerlega á heilsugæsluna? Er ekki búið að setja upp kerfi sem vinnandi er með? Reynsla Krabbameinsfélagsins af því að senda HPV sýni til Svíþjóðar var sú að of mikill tími fór í merkingar og pökkun, sendingartími var oft of langur, íslensku sýnin voru ekki i neinum forgangi og svartími í heild of langur. Mikil breyting varð á þegar Landspítali tók við mælingunum. Sýni voru send á mánudögum og svör bárust 2-3 dögum seinna og voru færð rafrænt inn í skimunarkerfið samdægurs. Á þeim tíma voru mæld um 6000 HPV sýni árlega og eingöngu ef frumusýni greindist með breytingar. Nú er hinsvegar byrjað á því að HPV mæla sýni frá konum 30 ára og eldri og frumusýni aðeins skoðuð ef HPV greinist. Áfram er þó fyrst skoðað frumusýni hjá konum yngri en 30 ára. Það er ekki að ástæðulausu að hægt er að mæla með því að HPV mælingar fari fram á Landspítalanum. Tæki þar eru fyrsta flokks og algerlega sambærileg við þau sem eru í notkun á hinum Norðurlöndunum. Nýjasta tækið, Cobas 8800, er mjög afkastamikið. Þegar þessar breytingar á skimuninni hafa verið gerðar má gera ráð fyrir að hlutfall frumusýna með forstigsbreytingum aukist verulega. Með gervigreindarskimun á frumusýnum sem tekin hafði verið upp hjá Krabbameinsfélaginu má ætla að vel sé hægt að sinna þessum hluta skimunar ásamt með öðrum frumu og vefjasýnagreiningum sem framkvæmdar eru á meinafræðideild Landspítala. Tveir meinafræðingar sem sérhæfðir eru í frumugreiningu (cytology) vinna á meinafræðideildinni og hafa báðir langa starfsreynslu bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Lífeindafræðingar frumurannsóknastofu hafa ekki verið ráðnir til vinnu í sínu fagi og má segja að þar sé mannauði fleygt á glæ. Utanumhald og eftirfylgni var mjög stór þáttur í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins og því miður virðist ansi mikið skorta á að slíkt sé í lagi þessa mánuði sem heilsugæslan hefur haft skimunina á sínum snærum ef marka má frásagnir kvenna. Gera þarf óháða úttekt og fara vandlega í saumana á öllum þáttum skimunarferlisins eins og það er í dag. Taka þarf umkvartanir fólks til greina og taka ákvörðun um að gera betur í allri framkvæmd. Flytja þarf úrvinnslu sýna til Landspítala og koma upp virku boðunar og eftirlitskerfi. Höfundur er lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun