Hvað eru TikTok og bálkakeðjur og hvernig tengjast þau ferðaþjónustu? Inga Rós Antoníusdóttir og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifa 2. júní 2021 12:31 Nú er heimurinn smám saman að opnast á ný og fólk með uppsafnaða ferðaþrá skipuleggur fyrstu ferðalögin eftir heimsfaraldur. Ferðaþjónustan er loksins að vakna til lífsins og fyrirtækin að skipuleggja markaðsaðgerðir og þjónustuframboð eftir að hafa þurft að endurskipuleggja reksturinn ærlega undanfarið ár. Markhóparnir eru ekki endilega þeir sömu og voru og óskir og þarfir gesta hafa breyst. Þar af leiðandi eru þeir miðlar sem hentuðu best til markaðssetningar fyrir Covid ekki endilega þeir sömu. TikTok er t.d ekki bara danskennsla fyrir börn heldur áhrifamikið markaðstól sem getur nýst ferðaþjónustufyrirtækjum mjög vel í samkeppninni um gestina. Hugtök eins og bálkakeðjur, sem fólk tengir oftar við t.d. rafmyntir en ferðaþjónustu, snúast líka um gagnsæi í gagnaöflun og notkun og geta aukið traust ferðamanna til áfangastaða. Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn standa fyrir ráðstefnu á morgun, fimmtudaginn 3.júní undir yfirskriftinni Iceland Travel Tech-Nordic Edition og er markmiðið að gefa ferðaþjónustufyrirtækjum færi á að fræðast um nýjungar í tæknimálum og hvernig nýta megi tæknina til aukinnar sjálfbærni í greininni. Fjallað verður um fyrrnefnd atriði en einnig verður fjallað um sjálfvirknivæðingu og snertilausar lausnir sem og forrit sem auðvelda fyrirtækjum að spá fyrir um framtíðina. Þá verður einnig fjallað um upplifunarhönnun og hvað ferðaþjónustan getur lært af tölvuleikjahönnuðum, hvernig við stýrum mögulegri hegðun og hvernig við nýtum notendaupplýsingar og gögn til að þróa enn betur upplifun og þjónustu. Þetta er í þriðja sinn sem Iceland Travel Tech verður haldið og nú jafnframt í þriðju útfærslunni. Ráðstefna sem átti upptök sín sem hefðbundin ráðstefna og sýning í Hörpu fyrir tveimur árum, breyttist í stafræna ráðstefnu þegar Covid 19 neyddi aðstandendur til að hugsa hlutina upp á nýtt í fyrra og á sér núna enn nýja birtingarmynd sem svokölluð „hybrid“ ráðstefna, bæði í raun og rafheimum. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara munu kynna nýjustu strauma og stefnur í tæknimálum ferðaþjónustunnar og býðst öllum áhugasömum að fylgjast með, hvort sem er í Grósku -Hugmyndahúsi (á meðan húsrúm leyfir) eða á netinu, þeim að kostnaðarlausu. Skráning er nauðsynleg en nánari upplýsingar má finna á heimasíðum Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasans. Inga Rós Antoníusdóttir er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú er heimurinn smám saman að opnast á ný og fólk með uppsafnaða ferðaþrá skipuleggur fyrstu ferðalögin eftir heimsfaraldur. Ferðaþjónustan er loksins að vakna til lífsins og fyrirtækin að skipuleggja markaðsaðgerðir og þjónustuframboð eftir að hafa þurft að endurskipuleggja reksturinn ærlega undanfarið ár. Markhóparnir eru ekki endilega þeir sömu og voru og óskir og þarfir gesta hafa breyst. Þar af leiðandi eru þeir miðlar sem hentuðu best til markaðssetningar fyrir Covid ekki endilega þeir sömu. TikTok er t.d ekki bara danskennsla fyrir börn heldur áhrifamikið markaðstól sem getur nýst ferðaþjónustufyrirtækjum mjög vel í samkeppninni um gestina. Hugtök eins og bálkakeðjur, sem fólk tengir oftar við t.d. rafmyntir en ferðaþjónustu, snúast líka um gagnsæi í gagnaöflun og notkun og geta aukið traust ferðamanna til áfangastaða. Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn standa fyrir ráðstefnu á morgun, fimmtudaginn 3.júní undir yfirskriftinni Iceland Travel Tech-Nordic Edition og er markmiðið að gefa ferðaþjónustufyrirtækjum færi á að fræðast um nýjungar í tæknimálum og hvernig nýta megi tæknina til aukinnar sjálfbærni í greininni. Fjallað verður um fyrrnefnd atriði en einnig verður fjallað um sjálfvirknivæðingu og snertilausar lausnir sem og forrit sem auðvelda fyrirtækjum að spá fyrir um framtíðina. Þá verður einnig fjallað um upplifunarhönnun og hvað ferðaþjónustan getur lært af tölvuleikjahönnuðum, hvernig við stýrum mögulegri hegðun og hvernig við nýtum notendaupplýsingar og gögn til að þróa enn betur upplifun og þjónustu. Þetta er í þriðja sinn sem Iceland Travel Tech verður haldið og nú jafnframt í þriðju útfærslunni. Ráðstefna sem átti upptök sín sem hefðbundin ráðstefna og sýning í Hörpu fyrir tveimur árum, breyttist í stafræna ráðstefnu þegar Covid 19 neyddi aðstandendur til að hugsa hlutina upp á nýtt í fyrra og á sér núna enn nýja birtingarmynd sem svokölluð „hybrid“ ráðstefna, bæði í raun og rafheimum. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara munu kynna nýjustu strauma og stefnur í tæknimálum ferðaþjónustunnar og býðst öllum áhugasömum að fylgjast með, hvort sem er í Grósku -Hugmyndahúsi (á meðan húsrúm leyfir) eða á netinu, þeim að kostnaðarlausu. Skráning er nauðsynleg en nánari upplýsingar má finna á heimasíðum Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasans. Inga Rós Antoníusdóttir er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Ferðaklasans.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar