„Þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 13:31 Það er mjög erfitt að lesa Val Orra Valsson eins og sést vel á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Valur Orri Valsson sýndi mikilvægi sitt í sigri Keflvíkinga á KR í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Domino's deild karla í körfubolta. Valur Orri fékk líka hrós í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gærkvöldi. Valur Orri var með 11 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Það vantaði reyndar skráða stolna bolta á hann. Stolni boltinn hans á Tyler Sabin í fjórða leikhluta var sem dæmi skráður á Calvin Burks Jr. Það sem er á hreinu er að Valur Orri var að öllum ólöstuðum líklega mikilvægasti leikmaður Keflavíkurliðsins í þessum leik. „Þetta var þvílíkur leikur sem Valur Orri átti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og gaf boltann á sérfræðinginn sinn Hermann Hauksson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Valur Orri var frábær „Frábær leikur hjá honum og þessi stolnu boltar hjá honum þegar hann var að taka boltann af Sabin komu á mjög stórum tímapunktum. Hann var að setja niður stór skot og hann var að fara á körfuna. Leikurinn sem hann spilar er ofboðslega skemmtilegur af því að hann spilar á einhverju allt öðru tempói en aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Hermann. „Um leið og hann fær boltann þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann. Hann er með þannig hreyfingar. Hann tekur skot án þess að hoppa sem gerir varnarmanninum mjög erfitt fyrir að lesa hvort hann eigi að falla fyrir því eða ekki. Ef hann fellur því þá fer Valur á körfuna eða finnur leikmenn,“ sagði Hermann. „Ég vill oft sjá hann skjóta meira því hann er frábær skotmaður. Það sem hann gerði í kvöld er það sem maður veit að hann getur. Hann var ekki bara frábær sóknarlega því hann var frábær varnarlega. Allt sem hann gerði var svo mikilvægt,“ sagði Hermann. Það má sjá umfjöllunina um Val Orra hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Körfuboltakvöld Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Valur Orri var með 11 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Það vantaði reyndar skráða stolna bolta á hann. Stolni boltinn hans á Tyler Sabin í fjórða leikhluta var sem dæmi skráður á Calvin Burks Jr. Það sem er á hreinu er að Valur Orri var að öllum ólöstuðum líklega mikilvægasti leikmaður Keflavíkurliðsins í þessum leik. „Þetta var þvílíkur leikur sem Valur Orri átti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og gaf boltann á sérfræðinginn sinn Hermann Hauksson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Valur Orri var frábær „Frábær leikur hjá honum og þessi stolnu boltar hjá honum þegar hann var að taka boltann af Sabin komu á mjög stórum tímapunktum. Hann var að setja niður stór skot og hann var að fara á körfuna. Leikurinn sem hann spilar er ofboðslega skemmtilegur af því að hann spilar á einhverju allt öðru tempói en aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Hermann. „Um leið og hann fær boltann þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann. Hann er með þannig hreyfingar. Hann tekur skot án þess að hoppa sem gerir varnarmanninum mjög erfitt fyrir að lesa hvort hann eigi að falla fyrir því eða ekki. Ef hann fellur því þá fer Valur á körfuna eða finnur leikmenn,“ sagði Hermann. „Ég vill oft sjá hann skjóta meira því hann er frábær skotmaður. Það sem hann gerði í kvöld er það sem maður veit að hann getur. Hann var ekki bara frábær sóknarlega því hann var frábær varnarlega. Allt sem hann gerði var svo mikilvægt,“ sagði Hermann. Það má sjá umfjöllunina um Val Orra hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Körfuboltakvöld Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum