Körfubolti

Innkastkerfi tilþrif leiksins: Þetta var kjaftshögg og naglinn í kistuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Guðjónsson talar við Stjörnuliðið í leikhléinu.
Arnar Guðjónsson talar við Stjörnuliðið í leikhléinu. S2 Sport

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, bauð upp á flott þjálfaratilþrif á mikilvægum tímapunkti í fyrsta leik Stjörnunnar á móti Þór í Þorlákshöfn í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild karla í körfubolta.

Arnar teiknaði þá upp innkastkerfi í leikhléi og það gekk síðan fullkomlega upp. Þetta sást einkar vel í sjónvarpinu og Domino's Körfuboltakvöld tók það sérstaklega fyrir eftir leikinn.

„Er ekki tilþrif leiksins þetta innkastkerfi sem Arnar teiknaði upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds.

S2 Sport

„Þetta var kjaftshögg og þetta var naglinn í kistuna eiginlega. Fyrir okkur þjálfara að sjá þetta þá var þetta mjög fallegt,“ sagði Teitur Örlygsson.

Kjartan Atli sýndi síðan þetta magnaða leikhlé og hvernig leikmenn Stjörnunnar útfærðu síðan fyrirmælin inn á vellinum í framhaldinu. Arnþór Freyr Guðmundsson skoraði glæsilega þriggja stiga körfu og kom Stjörnunni í 92-84.

„Hann stýrði eiginlega hverju einasta skrefi. Það er mjög óvanalegt að sjá þjálfara stýra svona miklu,“ sagði Kjartan Atli.

„Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Þeir hafa fjórar sekúndur en skilja eftir tvær sekúndur á klukkunni,“ sagði Benedikt Guðmundsson.

Hér fyrir neðan má sjá leikhléið og hvað sérfræðingarnir höfðu að segja.

Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Leikhlé Arnars Guðjónssonar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×